— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Dagbók - 8/12/04
Verndum selinn Snorra og vini hans

Hugleiðing um Clint Ístvútt og seli

Það var einhver sem kallaði mig sel hér í gær. Samkvæmt Gestapó reglum svaraði ég því lítt eða ekki neitt minnir mig. Mér datt þetta svo í hug í gærkvöld þegar ég var að koma úr vinnu og ákvað að fara í fjörugöngu áður en ég færi heim og hlessti mér fyrir framan imbann. Þetta varð 2 og 1/2 tíma löng fjöruganga eftir svörtum sandi með froðufellandi báru á aðra hönd en mel og kríu á hina. Það var rigning og vindur en af því ég á regnheldan vindgalla þá var það allt besta mál. Ég var svo mikið einn þarna samt og átti alla þessa strönd fyrir mig og hugsanirnar. Ég hugsaði t.d. um hann Clint, af hverju kom hann ekki hingað til að taka upp flögg feðra sinna ? Nei það var gott að hann kom ekki fyrir fjöruna og kríurnar já og selina sem ég á eftir að tala um. En það er engin vergjörn Borgarstýra hér um slóðir svo hann hefði kanski sloppið við átroðslu hennar hér.
Nóg um Clint gamla hrukkótta frethólk sem var víst líka borgarstjóri eða eitthvað svoleiðis var það ekki ?
Þegar ég var þarna einn að skunda eftir fjöruborðinu rákust tveir hausar uppúr sjónum rétt hjá mér !!! Þarna var þá kominn selurinn Snorri og frændi hans og við fórum að hafa tjáskipti við þrír... þ.e.a.s. ég rifjaði í skyndi upp blístr kunnáttu mína með takmörkuðum árangri en nógum samt til að samskipti tókust. Við hvert blístur teigðu snorrarnir hausana aðeins lengra uppúr, tóku dýfu og komu upp aðeins nær og ég blístraði aftur og sagan endurtók sig. Mikið skelfing eru þetta skemtilegar skepnur og nú er ég bæði á móti selveiðum og líka selasýningartjörninni í Húsdýragarðinum og ég vil hvetja alþjóða-atvinnu umhverfisvendarliðið sem tekið hefur sér bólfestu á landinu til að hanga í krönum og vörubílum til að bjarga þessum selum í sjóinn. Þetta lið ku víst vera í Reykjavík að safna kröftum, en ætti frekar að laumast inní Húsdýragarðinn og bjarga grei selunum en að vera að spreyja málningu á Nonna Sig kallinn á Austurvelli, nóg er nú á honum dritið samt.

   (21 af 22)  
8/12/04 13:01

Rósin

Ég held nú að selirnir í húsdýragarðinum hafi það ágætt. Þeir kvarta allavegana aldrei þegar ég tala við þá [S]Brosir]

8/12/04 14:00

Leir Hnoðdal

Þeir eru allir á E-Pillum

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.