— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Dagbók - 9/12/04
Nostalgía

Þegar maður fær frið til að spóla tuttugu og eitthvað ár afturábak og sækja vínilinn á háaloftið

Það gerðist skemtilegur hlutur í dag. Ég var eitthvað að gramsa út í bílskúr og rak augun í gamlar Sanyo stofugræjur sem gömlu höfðu átt. Ég fann ,,boxin" líka og alltí einu var ég farinn að slefa. Tengdi hátalarana í hvelli á staðnum og stakk í samband. Það kom enginn hvellur, bara urg og surg en það var bara þar til ég fór að stylla.

Þarna var sem sagt takki sem hét ,, Funktion" og hann var á Aux, en það var hægt að setja líka á LW, MW, Radio Auto, Tape og Phono fyrir utan auxið.....

Ég styllti á Radio Auto og nú kom mikið surg og urg en þá fór ég bara að hamast á Tune og Volume. Fram og til baka snéri ég þessum tökkum og skyndilega mátti greina skýrt og greynilega,: ,, ......klukkuna vantar tíu mínutur í tvö og þú ert að hlusta á Bylgjuna"

Vá þetta virkaði og ég gat styllt á fleiri stöðvar og alltaf minnkaði urgið. Nú fór ég að slefa fyrir alvöru, stökk inní hús, ruddist framhjá forviða hundinum og reif niður stigan uppá háloft og tók hann í tveim skrefum. Þarna var einn plötukassi af mörgum ég tætti hann í sundur og greip eina plötu af handahófi sem reyndist vera Leyndarmál með Grafík og hljóp útí bílskúr aftur. Platan á fóninn og viti menn. ,,Presley" glumdi úr græjunni og svo hvert lagið af öðru þar til A- hliðin var uppurinn.

Þegar ég rankaði úr vímunni tók ég dótið saman og uppí stofu fór það. Borðtuskan var reyndar dálítið súr en hún var samt notuð til að þurrka mest af rykinu og svo sótti ég opna kassan uppá háaloft........

Duran Duran, Sky, Uriah Heep, Ríó trío, Beatles, Rolling Stones, Cat Stevens, Greese platan og fl og fl.

Nú er ég orðin ungur aftur og ætla að vera þangað til konan kemur heim. Hundurinn er kominn undir rúm.

   (17 af 22)  
9/12/04 07:01

krumpa

Það jafnast ekkert á við að hlusta á gamlar plötur! Ég er sennilega hin manneskjan á landinu sem á plötuspilara sem virkar... Til hamingju með þessa uppgötvun!

9/12/04 07:01

B. Ewing

Minn plötuspilari virkar en er ekki kominn á nostalgíustigið. Það munu líða nokkur ár eða áratugir í viðbót þar til sá verður settur í gang og nostalgíuhljómar fá að óma. Best að geyma þessa upplifun þar til þörf er á henni, er það ekki?

9/12/04 07:01

Fuglinn

Hvernig er það, fær maður einhverstaðar nálar í þessa vínilspilara?

9/12/04 07:01

B. Ewing

Hvað tegund af spliara á Fuglinn við?

9/12/04 07:01

Nafni

Það er hljómtækjaverkstæði í sama húsi og ELKO Skeifunni þar fást nálar og contact sprey.

9/12/04 07:01

hundinginn

Þar sannast hið fornhveðna. "Hví að breyta því sem virkar" Til hamingju!

9/12/04 07:02

Skabbi skrumari

Ahhh... nostalgía... salút...

9/12/04 07:02

Leir Hnoðdal

Ég veit ekki hvar nálar fást, Nafni ku vita (sjá ofar) ég á nóg af kontact spreyi sem mun ekki breyta, því hve mikil blikkdós gamla stofugræjan sem foreldrarnir áttu. Það er eins og Bob Marley sé að syngja Kæju neðan úr tómri tunnu. Ég VERÐ að fá mér nýjar gamlar. Það er svo mikið af virku sprengiefni þarna sem ég hef sennilega ekki haft þroska til að meta meðan ég átti Kenvúddinn.

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.