— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/04
Hjá tannlækninum

Hver kannast ekki við þrúgandi þögn, augnagotur og blaðaflettingar utan einstaka kveinstafa undir soghljóði og borgný sem berst inná biðstofuna en..<br />

...svo er bankað á biðstofudyrnar. Allir horfa á hurðin sem opnast án þess að nokkur hafi sagt ,,kom inn". Það kemur kona á rúmlega miðjum aldri inn. Hún bíður okkur sem bíðum góðan daginn og er svarað með einstaka umli. Hún er vel til höfð og tekur af sér kápuna. Það eru öll sæti setin. Strákur í skeitarabuxum með æpod í eyrum er nógu vakandi samt til að standa upp og setjast á gófið svo konan fái sæti. Hún segist eiga fá orð til að lýsa hve góður piltur hann sé. Hún sest. Tekur uppúr handtösku sinni box, tekur lokið af og réttir drengnum,: ,,Fáðu þér brjóstsykur" og svo býður hún okkur öllum líka. Engin þiggur nema skeitarinn. Hún hefur hrist rækilega upp í þrúgandi andrúmsloftinu þarna. Fer að ávarpa okkur til skiptis og spyr hvort allir séu Reykvíkingar og svo áfram hélt hún. Sagði okkur hvað ýmsar götur í Reykjavík hefðu heitið í gamladaga. ,,Austurstræti hét Langafortó" sagði hún ,,ekki Langastétt eins og haldið er fram". Svo fór hún að tala um hve tannlæknirinn sinn væri flinkur og líka sólgin í brjóstsykur, þess vegna kæmi hún alltaf með box með sér þegar hún færi til tannlæknis. Ekki af því hún borðaði hann sjálf. Nei og nei. Stuttu seinna kom klínikdama og knúsaði frúna og heilsaði vel og innilega. Frúin sagði henni að fara með boxið inn og bjóða tannlæknunum og stafsfólkinu úr því. Ja hérna. Stuttu seinna var ég kallaður í stólinn. Þessi ferð til tannsa situr lengur í mér en aðrar og það er konunni að þakka sem hafði kjark og þor til að brjóta þetta helvítis norm upp sem gerir hvunndaginn oft svo lítt áhugaverðan. Fólk getur sem sagt verið skemmtilegt. Bravó fyrir þessari konu.

   (9 af 22)  
1/11/04 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hún fær fim stjörnur af mér og þú líka fyrir góða dagbók!

1/11/04 03:02

Don De Vito

Ég er nú alldrei lengi á biðstofum. Panta bara tíma og mæti á réttum tíma, mjög hentugt.
E þessi kona hljómar svolítið eins og amma mín.

1/11/04 03:02

Litli Múi

Já bravó fyrir henni.

1/11/04 04:00

Aulinn

Krúttleg kona.

1/11/04 04:01

Illi Apinn

"Strákur í skeitarabuxum með æpod í eyrum er nógu vakandi samt til að standa upp og setjast á gófið svo konan fái sæti."
Nú detta af mér allar dauðar kýr af höfði!

1/11/04 05:00

Ísdrottningin

Það er svo ánægjulegt þegar fólk kemur manni á óvart. Því miður heldur fólk oftar en ekki, að sá sem brýtur ísinn í biðröðinni sé eitthvað klikkaður...

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.