— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Pistlingur - 9/12/04
Hvað er að okkur ?

Af hverju eru öll krummaskuð og bæjarnefnur hér komnar með þessar endalausu lákúrulegu drykkju ómenningar helgar ?

Af hverju öpum við allt eftir hverjum öðrum á öllum sviðum ?
Þessar bæjarhátíðar eða hvaða nafn nú sem hægt er að slemba sameiginlegu á þessar drykkju hátíðir kringum landið, eru löngu komnar út fyrir allt. Getur verið að brugghúsin og bjórinnflytjendur séu stærsti hvatinn að þessu ?
Og hugsið ykkur nöfnin sem skrumskælt er á þessi fyrirbrygði.

Ljósanótt, Menningarnótt, Færeyskir dagar, Franskir dagar, Danskir dagar, Grænlenskir Dagar, Bryggju hátíð, Fiskidagur, Humarhátíð, Marhnútahátíð, ég nenni ekki að halda áfram.

Í dag var verið að auglýsa atriði á Ljósanótt í ríkisvarpinu, :
Dóttir bæjarstjórans leikur á píanó og syngur í kirkjunni ! !
Ætli það hafi verið í boði Egils öl sem hefði verið með sölutjald við kórdyrnar ? Eða kanski Foroyja bjór eða Túborg.

Ég þekki fólk sem farið er að flyja með unglinganna sína úr þessum þorpum fyrir þessar sukkhelgar.

Af hverju þurfum við alltaf að vera svona endalaust apandi alla vitleysu hver eftir öðrum ?

Muniði eftir manninnum sem álpaðist inná einhvern markað í Soho og keypti sjö arma Gyðingaljós og hafði með sér heim, svo þegar hann var orðin pínu kenndur á Þorláksmessu stakk hann fíneríinu í samband og setti útí glugga þegar hann átti að vera að skreyta jólatréð og nágrannanum langaði líka í svona ljós og svo fór skriðan af stað....... hvernig þetta er hjá okkur núna, það eru Gyðingaljós í öllum gluggum á Íslandi yfir jólin þegar við þykjumst fagna fæðingu frelsarans sem Gyðingar pyntuðu til dauða og ekki halda þeir jól ! !

Getum við ekki farið að slaka á, spjalla við börnin okkar eða lesa eina bók eða svo, í stað þess að halda áfram í þessum hringdansi. Megum við ekki missa af neinu ?

Ég er kominn með uppí kok af apakatta háttunum í okkur og hana nú.

Lofa að vera ekki svona neikvæður í næsta fjélagsriti

   (16 af 22)  
9/12/04 04:01

Vamban

Sammála þér í einu og öllu!

9/12/04 04:01

Haraldur Austmann

Ég fagna þessari neikvæðni því ekki veitir af á þessum bjartsýnis tímum. Auk þess er ég alveg sammála þér.

9/12/04 04:01

Hakuchi

Rétt hjá þér. Leggjum þetta allt niður og horfum á Gilmore Girls í sjónvarpinu.

9/12/04 04:01

Lopi

Við erum háþróaðir apar.

9/12/04 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

HVAÐ ER AÐ ÞÉR
ÞESSI SAGA ÞÍN UM MANNIN FRÁ SOHO ERU BARA FLEYPUR AÐ SETJA LJÓSA STAKA Á GLUGGA FYRIR JÓL TÍÐKAS VÍÐA UMM HEIM OG ER EKKERT ÍSLENSTT
ÞRJÚHUNDRUÐ ÁRUM EFTIR FÆÐINGUM JESÚS KOMU FYRSTU SJÖ ARMALJÓSIN INN Í MESSU HALD KYKJUNNAR. OG
MÁ SJÁ Í FLESTUM KYRKJUM ÍSLANDS.
'EG ER ATEISTI ENN MIG MINNIR AÐ HANN jESÚS ÞINN HAFI VERIÐ GYÐINGUR SJÁLVUR OG EKKI ÞÉR EÐA NEINUM ÖÐRUM SÆMANDI AÐ KENNA GYÐINGUM ALMENNT UM DAUÐA HANS. GYÐINGLJÓSIÐ SEM ÞÚ TALAR UMM HEITIR MENORA.
GETUM VIÐ EKKI BARA SLAKAÐ Á OG SPJALLAÐ VIÐ BÖRN OKKAR OG KENT ÞEIM AÐ BERA VYRÐINGU FYRIR ÖLLU LYFANDI OG ELSKA NÁUNGA SINN HVERNIG SEM HANN ER Á LITINN.
þÁ FAGNAR ÞÚ NÚ BEST FÆÐINGU FRELSARA ÞÍNS

9/12/04 04:01

Hakuchi

Voru þessi ljós ekki sænsk?

9/12/04 04:01

Mosa frænka

Enda er gyðingaljósið/menorah níu arma ljósastaki. Annars góðir punktar hjá þér, Leir.

9/12/04 04:02

Leir Hnoðdal

Mikið óskaplega hætti ég mér útá hálan ís þegar ég tók gyðingaljósadelluæðið sem dæmi um apakattahátt okkar Íslendinga. Gísli Eiríkur og Helgi hlítur að eiga mikið af svona ljósum og hvort hann er ATEISTI (hvað sem það nú er) er mér slétt sama um ljós eru jú alltaf ljós. Ekki finnst mér það nein afsökun né draga neitt úr hrottaskapnum þó Jesús hafi verið með gyðingagen sjálfur eins og kvalararnir og ég sagði hvergi að hann væri minn, frekar en Hitler þótt sá kall hafi verið af sama kynstofni og ég.
Ég vil samt taka aftur þetta með SOHO til baka og um leið þakka Hakuchi fyrir ábendinguna um sænska framleiðslu.
Svo læt ég fylgja hér með, með leyfi visindavefsins og Árna Jólasveinafræðings smá tilvitnun um leið og af skiptum mínum af gyðingaljósum og apakattaháttum okkar er lokið í bili.

Tilvitnun hefst
,,Kaupsýslumaður einn í Reykjavík hét Gunnar Ásgeirsson, ættaður úr Önundarfirði. Hann átti mikil skipti við sænsk fyrirtæki og flutti til að mynda bæði inn Volvo og Husquarna. Á einni verslunarferð sinni í Stokkhólmi fyrir jól kringum 1964 rakst hann á einfalda trépíramíta með sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér var um að ræða nýjung í Svíþjóð; lítt þekktir smáframleiðendur voru að reyna að koma föndri sínu á framfæri í jólavertíðinni.

Hugmyndin um ljósin sjö er komin úr Gamla testamentinu þar sem sjö arma ljósastikan var mikill helgidómur í musterinu. Þar virðist ljósastikan þó hafa verið lárétt og var ekki á almannafæri.

Þessi framleiðsla hafði þá ekki slegið í gegn í Svíþjóð og mun ekki hafa gert fyrr en um 1980. Jólastjörnur og litlir stjakar voru þar hin hefðbundna gluggaskreyting á aðventu. Gunnari datt hinsvegar í hug að þetta gæti verið sniðugt að gefa gömlum frænkum sínum, handa hverjum menn eru oft í vandræðum með að finna gjafir. Hann keypti held ég þrjú lítil ljós, og þau gerðu mikla lukku hjá frænkunum og vinkonum þeirra. Gunnar keypti því fleiri ljós næsta ár til gjafa sem hlutu sömu viðtökur. Þá fyrst fór hann að flytja þetta inn sem verslunarvöru, og smám saman þótti það naumast hús með húsi ef ekki er slíkt glingur í gluggum.

Þetta fyrirbæri hefur vakið mikla athygli útlendinga sem hingað koma um jólaleytið, enda mun Reykjavík skera sig nokkuð úr öðrum borgum að þessu leyti. Þjóðminjasafnið eða ég sjálfur fáum oft upphringingar utan úr heimi vegna þessa, og margir biblíufróðir spyrja hvort gyðingdómur sé mjög rótgróinn á Íslandi. Það þykir sannast sagna heldur snautlegt þegar upplýst er hversu ofur ung og veraldleg þessi skreyting í rauninni er."

Tilvitnun lýkur. AMEN

9/12/04 04:02

Ormlaug

At-eisti er víst einstaklingur sem atar, þið vitið, blingalingið sitt í einhverju framandi, eins og vaxi - eða tjöru.

9/12/04 05:00

Gísli Eiríkur og Helgi

'Ég er algerlega sammála þér Hnoðdal að þettað er óþálandi ástand að altaf vera herma alslags ósiði. Mér verður sérstaklega hugsað til hans sem keypti fyrsta autómóbílinn til landsins i dag
eru allir komnir með slíkt drasl. Eða talsíminn.þrátt fyrir hörð mótmæli bændaflokksins dróu menn línur utann úr heimi, og hvernig er þettað í dag hörmungar ástand hvaða einasti asni á landinu er kominn með síman í vasan.asnalegst var þó þegar farið varið að kaupa útlenskar tölvu maskínur á stærð við þriggjaherberja ibúð og hvað heldurðu nú er hvaða asni sem er komin með tölvudrasl í vasann,
jafnvel heimskingjar eins og Bakkabræður

9/12/04 05:00

Gísli Eiríkur og Helgi

PS ég las hérna um daginn Hnoðdal, (og brá svo í brún að ég tapaði bjórdósinni í lyklaborðið og það var engin leikur að sjúa úr því síðustu dropana )að sveitamennirnir í Stykkishólmi væru farnir að leika alvöru Reykvíkinga og skemta sér einu sinni á ári þeir ættu að skammast sín. Verst var þó að heyra að maður nokkur í Bildudal sást brosa þann tuttugasta og fyrsta maj í hittifyrra og það úti í hellirygningu.

9/12/04 05:00

Ívar Sívertsen

Ekki gleyma verslunarmannahelgarógeðsfylliríunum!

9/12/04 05:01

Golíat

Andskoti er þetta neikvæðnisröfl leiðinlegt. Að mínu viti eru þessar bæjarhátíðir stórgott fyrirbæri og ákaflega skemmtilegt.
Ég þekki til í smábæ á norðurströnd meginlands Evrópu. Þar er fulltrúi í bæjarráðinu (-stjórninni) sem hefur það meginhlutverk að sjá um bæjarhátíðir sem eru að jafnaði aðra- til þriðjuhverja helgi, þám íslenskir dagar.

9/12/04 05:01

feministi

Þetta er frábært, nú herma allir eftir málhefjanda helvítis vileysuna. Það er hagkvæmt að herma eftir enda fyrir löngu búið að ská þannig hegðun í kjarnasýrur mannkyns. Ef við hættum því yrði hér dýrtíð, glundroði og alherjar upplausn. Mér finnst þetta virka fínt í dag, menn þramma í takt utan einstaka sérvitringur sem svamlar móti straumnum okkur hinum til skemmtunar.

9/12/04 05:01

B. Ewing

Ég verð að leiðrétta Gísla Eirík og Helga með þwessa setningu sína. GEH hefur greinilega ekki fengið að heyra seinni part inn af þessarri sögustaðreynd Eða talsíminn.þrátt fyrir hörð mótmæli bændaflokksins

Bændurnir mótmæltu símanum af þeirri ástæðu einni að hann skildi lagður alsstaðar með lotlínum. Þeim fannst sjónmengun af slíkri aðgerð og mæltust til þess að síminn yrði grafinn í jörðu enda veður oft válynd víða um land og hætta á að línur myndu slitna í verstu veðrum.
-
Sem hefur gerst stöku sinnum æ síðan, bæði með rafmagn og síma.

9/12/04 05:01

Skabbi skrumari

Ég er mjög svo hlinntur þessum hátíðum, fer sjálfur á fáar þeirra en þær eru snilld þá sjaldan maður skellir sér... Skál

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.