— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 8/12/04
Kattarkonan (g)óða

Afleitt sjónvarpsefni

Það er ekki oft sem ég kveiki á imbanum á morgnanna, helst kveiki ég á því rétt áður en ég fer að sofa til að fara á textavarpið og lesa skipafréttirnar. En aftur að því sem ég ætlaði að vekja athygli á, þ.e. þessari hræðilegu flækingskattaendaleysu sem sjónvarpað er einu sinni í viku í Bítið hjá TV Baugur Group. Þarna er verið að reyna að koma út flækings köttum til almennings og spila inná viðkvæm hjörtu húsmæðra og ofdekraðra barna. Látum vera þó húsmæður freistist til að ganga í gildruna og fá sér flækingskött á heimilið, þegar svo mikið er um að eigimenn þurfi að vinna á nóttinni, en það er verra með börnin sem heimta að fá að eiga "elsku litlu kisurnar" sem Gulli, Heimir Karls og þessi með bjóstinn ( hvað er eiginlega orðið um hana, afleysingar kvenmaðurinn stenst ekki mál) eru að klóra og káfa á í beinni. Það er staðreynd að allt of mikið er af flækings köttum í borginni og það væru gustuk að sleppa þessu uppfyllingar efni. Ef fólk vill telja sig kattavini á það að stuðla að fækkun þessa vesalings katta sem þvælast horaðir milli húsagarða, míga á þröskulda og skíta í blómabeð, svo ekki sé talað um fjandans breymið sem ætlar mann lifandi að drepa þegar það vekur mann upp með andfælum rétt eftir að manni er að renna í brjóst eftir erfiðan vinnudag. Ég skora á yfirdýralækinsembætti Baggalútíu að banna þetta sjónvarpsefni um leið og ég bið kattabínuna ógurlegu að taka kattavinskap sinn til endurskoðunar.
Að lokum lýsi ég efti Ingu Rún og vil frekar frá EXREAM MAKEOVER einhverri húsmóðir úr Breiðholtinu með appelsínuhúð og gleraugu sem uppfyllingar efni í morgunsjónvarpið.

   (20 af 22)  
8/12/04 15:00

Heiðglyrnir

Heyrðu mig nú góði, hér er mikið af kattarvinum.

8/12/04 15:01

Leir Hnoðdal

Herra Heiðglyrnir, hefur það gerst sem ég óttaðist ? Þessi skrif eru ætluð til varnar heiðvirðum kattavinum og eigendum. Hvorki þeim né kisunum er greiði gerður með því að þeim fjölgi eins og kanínum í kirkjugarði. Hugsum vel um kisurnar en látum þær ekki tímgast stjórnlaust. Því fylgir ábyrgð að eiga gæludýr og auðvitað eru þeir til sem vita það. Það eru hinir sem ég á við, tækifærissinnarnir sem láta glepjast af "fallegu sætu kisunum" sem þeir svo skamma og sparka í þegar þær færa "eigindum" fyrsta fuglinn og skilja ekki neitt í neinu. Kattarvinir eru ekki sama og kattavinir

8/12/04 15:01

albin

Ég er hræddur um að hæstvirtur riddari hafi fyrir helber mistök hlaupið yfir línu eða tvær.
Það lenda allt of margir ketti í kattholti, þvi tek ég undir flest hjá þér. Það þarf að passa upp á tímgun kattakvikinda líkt og annara kvikinda.

Ps. ég er lítill sem engin kattaófétis vinur.

8/12/04 15:01

Heiðglyrnir

Bíðið nú aðeins við. Upphaf félagritsins er ádeila á sjónvarpsþátt sem er að gera tilraun til að leysa þessi mál, án þess að drepa ketti. Seinni hlutinn snýst um að það sé nú mannúðlegra að drepa þá, en að þeir ráfi um horaðir út um allt. Yfir hvað hljóp Riddarinn.

8/12/04 15:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Eiginmenn verði að vinna að vinna á nóttinni
,húsmæður. Þettað lætur eins og tekið úr miðöld
dekur barna, ef þú ert að meina elsku börnin mín og annara , þá mátt taka helvítis skipafréttirnar og stoppa þeim i ... á þér! Kettir eru dásamleg dýr og eiga það skilið að lifa eins og allar aðrar verur ,afturhaldseggjum eins og þú
að meðtöldum!

8/12/04 15:01

Tigra

Bíddu bíddu.. ertu að gefa eitthvað í skyn?
Ég er kisa án eiganda.. og hleyp frjáls um baggalútíu. Ekki á að aflífa mig?!
[Panikkar]

8/12/04 16:00

Leir Hnoðdal

Það kom að því að einhver tók ádeilu mína á úthlutun villikatta í bænum af þeirri alvöru sem ég vonaðist eftir. Fallerei, fallera. Nei, nei Tigra. Þú ert ekki svona kisa sem ég átti við né líkleg til að pissa á þröskulda og gera stærri stykki í blómabeð og varla lifir þú á litlu sætu smáfuglunum. Ekki tel ég heldur ráðlegt að þú komir í Kattholt, mér er ekki svo illa við flækingsketti né húsfreyjuna þar.
En það vakna hjá mér spurningar... á hverju lifir þú eiginlega ? Er þarna komin skýringin á afhverju ég fæ svona sjaldan ruslpóst innum lúguna hjá mér og gluggabréf liggja stundum rifin og blóðug á útidyratröppunum !!!
PS: Takk fyrir að kalla mig ekki illum nöfnum :

8/12/04 16:01

Tigra

Ég lifi aðallega á færeyingum, kakó og öllu því sem inniheldur alcohol.
Ég neita því svosem ekki að það er gaman að éta póstbera og tæta póstinn í strimla.. en ég geri það yfirleitt ekki nema bara á þriðjudögum, þegar ég er búin að jafna mig eftir helgarþynnkuna.

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.