— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/11/04
Sjálfsdýrkun

Er viss starfsgrein í landi hér ekki að fara offari í sjálfhverfu og dálæti á sér og fyrirtækjum sínum með myndbirtingum af sjálfu sér í hinum hjákátlegustu útgáfum og uppskrúfuðu uppstyllingum ?

Ert þú Bagglítingur góður kanski einn af þessum sem fá birta mynd af sér í Mogga eða Fréttablaði einu sinni í viku eða oftar ?
Ef svo er þá ertu tilheyrir þú hinu ,,fræga fólki" sem sí og æ átt myndir af þér í öllum blöðum og tímaritum eða þú ert svo lánsamur nú eða ólánsamur að vinna á fasteignasölu.

Það liggur hér á borðinu hjá mér fasteignakálfur Moggans í dag og ég á það til að líta í þessar bókmenntir af og til, svona bara til að athuga hvernig kaupin eru að gerast á eyrinni og hvað íbúð sambærileg og mín, er að gera sig á markaðinum. Bara svona forvitni.

Þarna í blaðinu auglýsa sem sagt yfir þrjátíu fasteignasölur og ég fór altíeinu að pæla í af hverju önnurhvor fasteignasala er að birta myndir af starfsfólkinu. Er þetta einhver sýningarþörf ?

Ég á frænku sem vinnur í Hagkaup og sjoppan sú auglýsir mikið í Mogga og Fréttablaði.
Af hverju fáum við ekki að sjá myndir af starfsfólkinu efst á heilsíðuauglýsingunum með helgartilboðunum ? Frænka mín er myndarleg stúlka og myndi sóma sér vel í auglýsingarhausnum ásamt hinu staffinu í búðinni.

Þegar ég er að pára þetta man ég allt í einu eftir Strætó ! Man ég rétt ? Eru ekki myndir af þessu fasteigna fólki á öðrum hverjum strætó líka ?? Hvað er í gangi með þetta fólk ? Þetta er eins og auglýsingar á sápuóperum í sjónvarpinu.

Hver borgar ? Mér finnst þetta pínu lágkúra. Hvað finnst ykkur ? Takið eftir goggunarröðinni.
Lögmaður, löggiltur fasteignasali, sölustjóri,ritari, skjalavörður ...................

   (8 af 22)  
1/11/04 14:01

Hundslappadrífa í neðra

Hugmyndin er að gera fyrirtækið mannlegt og sýna þér hve traustvekjandi sölumennirnir eru. En ég er sammála, þetta er óþarfi.

1/11/04 14:01

Limbri

Ég er ekki sammála.

Í auglýsingabransanum vita menn vel hvað þeir eru að gera (á heildina séð). Þetta væri ekki svona ef þetta væri óþarft.

-

1/11/04 14:01

Tigra

Mér finnst þetta fasteignarfólk nú bara creepy.

1/11/04 14:01

Heiðglyrnir

Að vísu er það þannig í auglýsinga-fræðunum að menn eru bæði með þessu og á móti. Þessi ósköp þ.e. að pesónugera fyrirtæki með myndum af starfsfólki, starfsheiti og jafnvel stuttum kynningum, er talið að megi rekja að mestu til Bandaríkjanna. Þó eru ekki allir á eitt sáttir við, að þetta hafi byrjað þar. En engin spurning er um að þar eru þetta nánast auglýsinga-trúarbrögð. Þetta fyrirbæri er stundum kallað í gríni kapítalískur- komúnismi og virkar ótrúlega vel í Bandarísku viðskiptaumhverfi.
.
Alnetsvæðingin hefur síðan flýtt fyrir uppgangi þessa fyrirbæris í öðrum löndum. Nú er varla það fyrirtæki til sem heldur úti netsíðu, að starfsfólk sé ekki kynnt með myndum og einhverjum öðrum hætti.
.
Á íslandi hefur borið mest á þessu hjá fasteignasölum, vegna tíðra blaðaauglýsinga. Út frá uppsetningar og hönnunarlegum forsendum er skelfileg martröð að púsla saman svona auglýsingum þannig að vel fari.
.
En þar sem að þetta er orðið að meðaltali það sem allir fasteignasalar gera (normið), er orðið mjög hæpið að mæla með öðru. Það myndi hreinlega líta út eins og viðkomandi fasteignasala, sem ekki birti myndir af sínu starfsfólki, hefði e-ð að fela. Þannig er nú það..!..

1/11/04 14:02

Ívar Sívertsen

Mér þætti það afskaplega gott ef Mogginn og Fréttablaðið settu reglur um það að bannað væri að birta myndir af starfsfólki fasteignasala. Það er eins og það sé til sölu líka. Hvað kostar ritarinn á Höfða? Eða löffinn í Draumhúsum? Og svo eru það þessar skelfilegu RE//MAX auglýsingar þar sem hver sölumaður er með sína eign og stundum eru 5 - 6 eignir með sama sölumanninum og þeir eru ekkert alltaf mikið fyrir augað verð ég að segja.

Heiðglyrnir hefur reynslu af þessum bransa líkt og ég og ég held að við getum alveg verið sammála um það að í þessum bransa gildir að fara eftir vilja viðskiptavinar en að reyna samt að hafa vit fyrir honum. En það er ekki alltaf hægt.

1/11/04 14:02

Leir Hnoðdal

Mér finnst þetta ekki virka neitt á mig nema neikvætt. Svona Dynasty fjölskildur eru svo mikið gerfi, alveg eins og hallærisgengið í Dressmann auglýsingunum. mér finnst að það kompaní eigi að láta börnin í Kína og Kúala Lúmpúr auglýsa fatnaðin líka, ekki bara sauma hann. Ég tek stóran sveig framhjá þeim búðum. Kanski eru margar verslanir undir sama hatti en ég fæ bara kalt hitaveituvatn niður bakið þegar helv... stefið byrjar að hljóma og flýg láréttur á fjarstýringuna og ýti á alla takka sem losa mig undan pyntingunni

1/11/04 14:02

Heiðglyrnir

Hárrétt Ívar minn, ef að þú næðir í gegn svona banni. Þá myndi hver einasti hönnuður, sem komið hefur nálægt þessum fasteignasölu auglýsingum. Taka þig í dýrlingatölu. Þetta er svo skelfilega ljótt í uppsetningu og prentun..!.. [alveg burtséð frá hvernig þetta blessaða fólk lítur út.]

1/11/04 15:00

Nafni

Hvurslags andskotans nöldurrit er þetta?

1/11/04 15:00

Sæmi Fróði

Ég myndi nú bara sleppa því að lesa þessi fasteignablöð.

1/11/04 15:00

Leir Hnoðdal

Æji nafni minn er von þú spyrjir. Einn nýdæmdur í Hæðstarétti fyrir 70 milljóna svik og nú nýverið aðrir tveir snupraðir fyrir að misfara með annara fé. Sennilega ekki verið fyrir glamour myndbirtingar þá reikna ég með og falið sig bak við möppur eða dregið úlpuhettur yfir haus. Fáir koma alltaf meira óorði á stóran hóp en fleiri góðu orðspori á sama fjölda. Ertu nafni minn kanski í þessari dálaglegu stétt ?

1/11/04 15:01

Nafni

Nei guði sé lof. En þessar myndbirtingar fasteignasala eru bara markaðslegt fyrirbrigði.

1/11/04 15:01

Leir Hnoðdal

Jú ætli þú eigir ekki kollgátuna Nafni minn. Þegar betur er að gáð er þetta hjá fleirum, dettur í hug Olís gæinn sem öllu reddar, kanski er hann virtúal og Hive gengið sem prýðir heilsíður á hverjum degi. Markaðurinn er alltaf að ríða öllu í rassgat og sí erfiðara að halda friðhelgi sinni fyrir þessum fjanda.

1/11/04 15:01

blóðugt

ERUÐI AÐ MEINA AÐ FÓLKIÐ SÉ EKKI TIL SÖLU?!?!?!?!
[horfir örvæntingarfullt í kringum sig... sönglar Dressmann lagið]

1/11/04 18:01

Nafni

Það er nú vist paradox í þessu hjá þér blóðugt mitt.

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.