— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Pistlingur - 31/10/04
Riddarar götunnar

Hvar endar umferðarómegðin ? Er hægt að heilaþvo okkur frá búðarrápi og bíladýrkun. Er hægt að bora nokkur rör í jörð undir borginni og setja í þau lestarvagna til að koma okkur til og frá ?

Það var föstudagur, ég stympla mig út kl. 4
Best að kíkja við á Hrafnistu hjá gömla áður en ég fer heim. Það er læst herbergið. Einhver hefur sótt hann.

Þá fer ég bara í ríkið í Holtagörðum. Það var stappað þar. OK.
Ég næ mér í tvær kippur Egils (að sjálfsögðu) og rauðvín á kynningarverði, frá Síle held ég. Það er löng leið þangað.

Þegar ég kom út var mér litið uppá Sæbraut. Hún var pökkuð í austur. Allt stýflað.
Ég ákvað að kíkja við í Júróprís og athuga með loftpressur eða eitthvað meðan greiddist úr umferðinni. Allar loftpressur uppseldar á háfvirðinu. OK. Mig vantaði enga loftpressu. En ég keypti hundamat og líka sett af hárgreiðum.
Vantaði reyndar hvorugt. Ekki viss um að hundurinn minn vildi þessa sort en það var svo falleg myndin utaná. Ég nota aldrei hárgreiður en fer kanski að gera það núna. Svo rápaði ég um búiðna. Þarna voru til akkeri fyrir tuðrur og uppí tíu tonna báta ! ! Verst að eiga engan bát. Vá nærbuxur á júníorinn kostuðu bara 375 kr. Þrjár í pakkanum. Kostakaup og enduðu í körfunni.
Þarna voru ódýrar saltstengur í boxum. Kaupi tvö. Svo rakst ég á sett með þjölum, kaupi það en fékk bakþanka eftir að hafa lagt stand með plássi fyrir 50 CD diska í körfuna. Okkur vantaði ekkert svoleiðis heima auk þess sem ég hafði ekkert leyfi til að koma með eitthvað drasl inní stofuna þar sem ég ræð litlu sem engu um hvaða hlutir eru settir þar til eða keyptir inn. Aðrir eru betur til þess fallnir.
Ég hraðaði mér að kassanum með innkaupin. 3785 kr takk fyrir kostaði óþarfinn. Ég fyrirvarð mig fyrir að láta eins og óhemja á útsölu. Flýtti mér út úr sjoppunni og henti ruslinu í skottið.

Það hafði ekkert losast um stýfluna á Sæbrautinni. Ætti ég að koma við í Bónus eða Húsasmiðjunni ? Nei mig vantaði ekkert úr Húsasmiðjunni og var í Bónus í gær !!

Hellti mér út í beljandi umferðar fljótið. Mig rak hægt til austurs.
Einn haus í hverjum bíl svo til, eins og í mínum. Eftir korter var ég kominn að brúnni við Ártúnsbrekku. Sírenu vælið skar í eyrun. Útvarpsfréttir sögðu að óhapp í Ártúnsbrekku tefði umferð þar. Nú. Breiðholtsbrautin var kakk full og ekkert hreyfðist. Þá skipti ég um kúrs. Vestur Miklubraut skyldi það vera. Það gekk þó smá betur en hitt og áður en ég vissi var ég kominn á Bústaðarveginn fyrir neðan RÚV. Æji nú sá ég að beyjan af brúnni suðureftir er stýfluð eða því sem næst. Ég silast, nálgast ljósin. Fer ekki stax yfir þó grænt sé því ég kæmist ekki mikið lengra því það var að koma grænt á hina.

Stoppa því þó grænt sé. ! ! Bíiiiiiii bííííí biíííííbb bíb. Hvur andskotinn. Gljá bónaður Lexus jeppi er kominn með nefið í rassinn á mínum eðal aldraða Bens. Ég set í park og gef smá hvítan reyk afturúr rörinu. Lexusinn hverfur reyndar smá stund en flautið minkar ekki. Þegar hann kemur í ljós um leið og það kemur grænt ljós og ég set í drævið sé ég pelsklædda kellingu með gsm við eyrað undir stýri í Lexus jeppanum.
,,Helvítis beljan" hugsa ég upphátt um leið og ég fæ sjens til að beyja niður til vinstri af brúnni. Hún kemur á eftir engu fjær er fyrr. Á ég að gefa í og negla svo ! Nei ég hætti við það. Hún talar enn í síman en er hætt að flauta og ég hækka bara í græjunum og reyni að gleyma henni og hennar kaupleigu Lexus.
Minnsta kosti 7 millur.
Umferðar Óli segir að maður eigi ekki að skipta skapi í umferðinni, þá versni allt. En hvernig getur vont versnað ?

Ég er alltí einu kominn heim í heiðardalinn. Með tvo poka í höndum klofa ég yfir hundinn og kemst með hann á hælunum inní eldhús. Konan situr inní sófa,: Afhverju varstu svona lengi heim. Hvað keyptirðu. Fórstu í ríkið ? - ,,Bara bjór og smámeira á leiðinni í Júróprís. Ætlaði að athuga með loftpressu en þær voru uppseldar". - ,,Hvað er júróprís, áttu ekki loftpressu útí skúr" ? - ,,Jú en hún er orðin léleg" .

Mig vantar egg og rasp sagði konan. ,,Jesús" hugsaði ég upphátt. - ,, Ha ? " - ,,Ekkert" sagði ég, leit á klukkuna, setti ól á hundinn og labbaði útí búð.

Það var kominn einn og hálfur tími frá því að ég stymplaði mig út úr vinnunni.

   (12 af 22)  
31/10/04 04:01

Sundlaugur Vatne

Já, Leiri minn. Hugsaðu þér hvernig sóað er dýrmætum tíma fólks og eldsneyti á kyrrstæða bíla um leið og loftmengun fer upp fyrir öll mörk. Bara vegna landlægrar skammsýni í skipulags- og umferðarmálum.
Svo ætti að banna því fólki að kaupa þessa stórmengandi eldsneytisgleypa, sem hefur enga þörf fyrir þá og kæmist ekkert síður leiðar sinnar á smábifreið.
Sjálfur er ég að hugsa um að fá mér bara vespu.

31/10/04 04:01

Prins Arutha

Ó Reykjavík þú yndislega borg.
Skemmtilegt rit Leir.

31/10/04 04:01

Skabbi skrumari

Flott rit... hver hefur ekki lent í slíku í borg dauðans...

31/10/04 04:01

Texi Everto

Ég er kúreki götunnar íhhaaaa [snarar blikkbeljur]

31/10/04 04:01

Leir Hnoðdal

Dauði og djöfull...
Ætla að skoða Vespur á netinu. Hvernig er vespa á ensku ? Vasp !

31/10/04 04:01

Sundlaugur Vatne

Vespa, Scooter, Street bike

Skoðaðu þessa elsku
http://www.bikez.com/motorcycles/suzuki_burgman_650_2004.php

31/10/04 04:01

Leir Hnoðdal

Þetta er flott. Svo verður maður í leðri og svfrv

31/10/04 04:01

Sundlaugur Vatne

Harðir nagnar sko, á vespunum sínum.
Svo ef við hittumst á rauðu ljósi tökum við hörkuspyrnu að næstu ljósum.

31/10/04 04:01

Skarlotta

Mikið er gott að geta bara labbað í vinnuna, ég met það betur eftir að hafa lesið þetta.

31/10/04 04:01

Leir Hnoðdal

Já Sundlaugur við munum spyrna, fann líka manndryfnar vespur hér http://www.stepenroll.com/Ing.htm
og Skarlotta þó þú getir labbað sem eru forréttindi í þessu bílabrjálæði skaltu líka kíkja á farartækin.

31/10/04 04:02

Sundlaugur Vatne

Já, Leir, ég held ég kjósi nú samt spyrnu á 650ccm, sjálfskiptum vélfák. Við brunum fram hjá Skarlottu og hún getur horft á okkur riddara götunnar hverfa í rykmekki.

31/10/04 05:00

Ívar Sívertsen

Vitiði bara hvað... ég kem mjög líklega til með að skipta um vinnu á næstu tveimur mánuðum. Þegar ég geri það kem ég til með að þurfa að nýta mér þjónustu Strætó bs. að öllum líkindum. Það er betra að gera það en að hangsa einn í bíl.

31/10/04 05:01

Leir Hnoðdal

Strætó er sennilega fínn kostur þegar hann virkar

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.