— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Betra væri...

Ég var í gamni mínu að leika mér að því að búa til lista yfir þá Gestapóa sem ég þekkti persónulega, svona til að sjá magnið bara. Þetta eru þónokkrir einstaklingar og ég sá fyrir mér að ég yrði heila eilífð að slá inn hvert einasta nafn. Brá ég á það ráð að copy-a bara heimavarnarlistann, blaðsíðu fyrir blaðsíðu og paste-a svo yfir í hið góðkunna forrit Word til að auðvelda mér róðurinn. Má segja að þetta hafi gengið vel. Mjög vel meira að segja. En svo vildi það til að ég hægri klikkaði óvart á eitt af þessum nöfnum og poppar þá upp listi af orðum sem Word telur heppilegra að nota í staðin fyrir þau sem ég sló upphaflega inn. Gáfað forrit með eindæmum Word. Tillagan sem ritvinnsluforritið kom með, þótti mér æði skondin, og í framhaldinu ákvað ég að athuga fleiri nöfn á listanum mínum og varð ég ekki fyrir vonbrigðum með uppástungurnar. Hér fyrir neðan eru nokkur þekkt nöfn. Suma einstaklinga var Word alveg sátt við, þannig að ef þið finnið ykkur ekki á þessum lista getið þið gert ráð fyrir að þið séuð í góðum málum hjá Microsoft.

Albin – Albino.
Aulinn – Alien.
Bauv – Baud.
Blóðugt – Bought.
Ég sjálfur – Egg Safer.
Gísli Eiríkur og Helgi – Gils, Erika og Helga.
Glúmur – Glamour.
Grýta – Great.
Gunnar H. Mundason – Gunner H. Madison.
Gvendur Skrítni – Gender Skirting.
Hakuchi – Mabuchi.
Hexia de Trix – Hoxie de Tricks.
Hóras – Horns.
Hundinginn – Unhinging.
Isak Dinesen – Sac Dense.
Ívar Sívertsen – Invar Silverstone.
Jóakim Aðalönd – Joachim Abalone.
Krummo – Crummy.
Krumpa – Rump.
Limbri – Libra.
Litla Laufblaðið – Lila Laufblaðið.
Mikill Hákon – Micelle Haakon.
Mosa frænka –Mesa Frank.
Nornin – Norman.
Nykur – Nicer.
Offari – Of-Air.
Órækja – Erika.
Plebbin – Plebian.
Sigfús – Signups.
Skabbi – Shabby.
Steinríkur – Steinkraus.
Stelpið – Steeply.
Sundlaugur Vatne – Sundlagur Vane.
Sverfill Bergmann – Overfill Bergmann.
Sæmi Fróði – Semi Frolic.
Texi Everto – Taxi Everton.
Tigra – Tiara.
Ugla – Ugly.
Vamban – Cabman.
Vatnar Blauti Vatne – Vainer Beauty Vane.
Vímus – Virus.
Vladimir Fuckov – Vladimir Cuckoo.

   (10 af 29)  
1/11/04 20:01

Limbri

Snilld !

... má ekkert vera að því að skrifa meira, er of upptekinn við að hlægja úr mér miltað !

[Hlær úr sér miltað]

-

1/11/04 20:01

Anna Panna

Word er æði! [hnígur í gólfið úr hlátri]

1/11/04 20:02

albin

Nokkuð skondinn listi þarna á ferð

1/11/04 20:02

Bangsímon

Word er greinilega vinur minn.

1/11/04 20:02

Isak Dinesen

[kjagar inn á sviðið]

Ég skil ekki.

[kjagar aftur út]

1/11/04 20:02

Isak Dinesen

Frábært félagsrit.

Athyglisvert að Plebbin(n) er þýtt því sem næst beint yfir (the plebian hefði verið fullkomið). Ég, Skabbi, Krummo og Krumpa komum hvað verst út.

1/11/04 20:02

Þarfagreinir

Stórkostlegt. Ég legg til að Enter breyti nöfnum allra þessara yfir í þær útgáfur sem Word telur betri.

1/11/04 20:02

Offari

Offari er Þingeyingur hvernig vissi þessi Word það?

1/11/04 20:02

Vladimir Fuckov

Jahjerna þetta þykir oss kostulegt. Rifja má upp þráð er eigi er síður fyndinn: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2427

1/11/04 20:02

Stelpið

Bwwaaahahahahahahhaaa...

1/11/04 20:02

Litli Múi

Nokkuð gott, takk fyrir þetta.

1/11/04 20:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Flott !Albin þíðr að vísu líka nánast sama og albíno eða hinn ljósi (hvíti).

1/11/04 20:02

Glúmur

Skelfilega skemmtilegt rit. Ekki búast samt við jafn hlýjum orðum frá Uglu. [Les listann aftur yfir af einskærri kátínu]

1/11/04 21:00

Gunnar H. Mundason

Hel... [Bölvar lágt] [Hvíslar] Andskotans Word, það er búið að koma upp um mig, ég er í vitnavernd, þetta þarna uppi er mitt rétta nafn. [Bölvar svo allir heyri] Nú verða þeir enga stund að finna mig. Það hlýtur að vera leið til að bjarga þessu. [Hleypur í burtu]

1/11/04 21:00

B. Ewing

Ég virðist vera í náðinni hjá þessum mækró köllum. [Fer að huga að uppreisnargjarnri nafnabreytingu]

1/11/04 21:00

Nornin

Skrítið.
Í mínu word forriti þýðist Nornin sjálfkrafa sem:
Practically perfect in every way.

1/11/04 21:00

blóðugt

[Frussar af hlátri ofan í Cheeriosið] Snilld!

1/11/04 21:00

Ugla

[skælir ofan í lyklaborðið]

1/11/04 21:01

Leir Hnoðdal

Eins gott að vera ekki aðlaður eins og Aðalsteinn aðal

1/11/04 21:01

Heiðglyrnir

Er elskaður af Word...Muhwaaaaaaa..!..

1/11/04 21:01

Furðuvera

Jahá. Mækrósoft hatar mig ekki... jæja, það breytir því ekki að ég mun skipta yfir í Eplið fyrir menntaskóla. Sorrí Bill.
Mjög skemmtilegt rit, fékk mig til að flissa þrátt fyrir hálskvefið!

1/11/04 21:01

Ívar Sívertsen

Já... þær eru margar villurnar sem Microsoft hefur skilið eftir í kerfinu sínu. Þetta er beinlínis frábært!

1/11/04 21:01

Limbri

Ég tek eftir að Órækja virðist í raun vera einn af þríburunum...

[Klórar sér í hnakkanum]

... afar undarlegt.

-

1/11/04 21:01

Sundlaugur Vatne

Vane? Vane er ekkert orð. Þetta forrit þitt er bara meingallað, litla laufblað, það kann ekki einu sinni að skrifa "vani".

1/11/04 21:01

Lærði-Geöff

Þetta er alveg magnað! Skemmtilegasta félagsrit sem ég man eftir.

1/11/04 21:01

Texi Everto

Þetta eru svakalega góð leyninöfn! [wink, wink] Sérstaklega góð sem "Lumpkin" nöfn!

1/11/04 21:01

Litla Laufblaðið

Ég þakka kærlega fyrir frábærar undirtektir. Ég hefði ekki getað óskað mér betri viðtökur. Til gamans má geta að Word er ekki allskostar sátt við ritstjórnarmeðlimi, þ.e. alla nema Enter kallinn.

Spesi - Sepsis.
Númi - Numb.
Myglar - Millar.
Kaktuz - Kukus.

Og já Ugly mín...ee ég meina Ugla mín, elskan, Word er greinilega ekki betra forrit en svo að það verður öfundsjúkt út í þína augljósu fegurð. Taktu gleði þína á ný.

1/11/04 21:01

Jóakim Aðalönd

Vladimir Cuckoo! [Grenjar af hlátri]

1/11/04 21:02

Vladimir Fuckov

Já, erkilaumupúkanöfnin eru með því fáránlegasta þarna [Hlær og veltir fyrir sjer hvernig 'Glamour' lítist á sitt nafn].

1/11/04 21:02

Hexia de Trix

Skrítið. Ég fæ það sama og Norna: Practically perfect in every way.

Og nei, við erum ekki vanar að fljúga með regnhlífum. Hins vegar segi ég ekkert um það hvar ég fékk töskuna atarna. [Yppir augabrúnum, les svo listann aftur og emjar af hlátri]

1/11/04 22:00

Grýta

Glæsileg!
Grýta the great.
Flott og skemmtilegt Litla Laufblað!

1/11/04 23:00

Mosa frænka

[hlær] Merkilegt hvað Gvendur og Hundinginn koma skemmtilega út.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.