— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 9/12/04
Köntrí ballið mikla.

Vá hvað það var gaman.

Mikið ofboðslega var þetta skemmtilegt kvöld, ég vott hér með samúð mína öllum sem sáu sér ekki fært að mæta. Nú við Þarfagreinir vorum samfó og mættum galvösk klukkan 00:06 að mig minnir að einhver hafi tilkynnt. Við drifum okkur upp, en komumst þó ekki þangað áfallalaust. Amk ekki ég, því ég byrjaði á því að gera mig að gígantísku fífli fyrir framan Kaktuz sem sá um að rukka þennan skitna þúsunkall, sem er náttúrulega ekki neitt fyrir þessa skemmtun. Ég mundi nefninlega ekki allveg hvar ég hafði séð þennan mann áður, og þurfti endilega að blaðra því út úr mér.
Nú er við komum upp sáum við okkur til mikillar skelfingar að staðurinn var næstum pakkaður. En eftir örstutta troðslu og smugu á milli fólks sáum við mann sem við könnuðumst við, nefninlega hann Isak Dinesen. Þó var skyggt á hann af þessum svaka fína hatti sem kom í ljós að riddari baggalúts, hann Heiðglyrnir, bar ábyrgð á. Og það varð ljóst að það var hann sem náði besta borðinu í húsinu, allveg up við sviðið. Við fengum að tylla okkur hjá þessum herramönnum og svo hófst biðin. Sem betur fer var hún ekki löng og liðsmenn köntrísveitarinnar byrjuðu að tínast á sviðið. Mikið voru þeir nú allir myndarlegir. (Varð bara að koma þessu að, er nú einu sinni kvenmaður og hvernig félagsrit væri þetta ef ég lýsti ekki yfir aðdáun minni á þessum sætu, klípanlegu, dúandi bossum og...nei heyrðu nú er ég aðeins komin út fyrir efnið.)
Kempan hann Rúnar Júlíusson sá sér ekki fært að mæta og eins og segir hér að ofan votta ég honum alla mína samúð. Það gerði nú ekkert til, því hann Spesi söng lagið Pabbi þarf að vinna eins og engill með viskírödd í staðin. Frábæru lögin komu hvert á eftir öðru, og voru tekin lög á borð við Kallinn, How do you like Iceland, og Yfirvaraskegg, svo nokkur séu nefnd. Þó saknaði ég þess að heyra ekki nokkur æðisleg lög eins og Kaffi og sígó, og Öskjuhlíð. En ég fékk rafmælis óskalag, mitt allra uppáhalds uppáhald Hún er stúlkan mín og vil ég hér með þakka sérstaklega honum Núma innilega fyrir það. Þeir tóku einnig nokkur lög sem ekki var að finna á plötunni, og ber þar kannski helst að nefna Ást á Pöbbnum, og eins og einhver sagði, minni að það hafi verið Spesi “Ef þetta er ekki köntrí þá veit ég ekki hvað!” Þeir enduðu kvöldið á slagaranum Stand by your man sem allar konur ættu að kannast við.

Ég vil segja eitt við þá sem ekki komust í gærkvöldi, sem og þá sem komu.
Stand by your men! (A.k.a Ritstjórn) og fjölmennið á næstu tónleika, hvar og hvenær sem þeir verða.

Strákar, takk fyrir mig!

   (14 af 29)  
9/12/04 17:01

Þarfagreinir

Þetta var alveg hreint æðislegt. Ég ætla að mæta á alla tónleika með ritstjórninni héðan í frá. Það er ekki spurning.

9/12/04 17:01

Nornin

Já og takk fyrir þetta litla sýnishorn sem þú gafst mér Laufið mitt. Það var ómetanlegt í hráslaganum hérna fyrir norðan að heyra í köntrí hetjunum mínum.
Rúnar Júl bað að heilsa, hann var með mér í Sjallanum.

9/12/04 17:01

Krókur

Ég bíð bara eftir útitónleikum í Hyde Park!

9/12/04 17:01

Limbri

Og ég eftir að Parken verði pakkfylltur af baggalútískum köntrí-tónum.

-

9/12/04 17:02

feministi

þið gátuð verið á einhverju helvítis flandri fram á miðjar nætur meðan ég var á villidýraveiðum í Vestfirsku ölpunum, huh.

9/12/04 17:02

Bangsímon

já þetta voru skemmtilegri tónleikar en ég bjóst við. mjög sáttur við þessa karla.

9/12/04 19:00

Tina St.Sebastian

Ég vildi að ég hefði haft efni á a mæta fyrr, ég bara smyglaði mér inn og hlýddi á tvö síðustu lögin. Það var samt (næstum) hápunktur kvöldsins hjá mér. Og það er rétt hjá þér elskan mín: alveg ótrúlegt hvað þessir menn ná að vera hryllilega sexý... [ræskir sig og roðnar]

9/12/04 19:01

Sundlaugur Vatne

Gott að heyra að þig skemmtuð ykkur vel, kæru félagar. Sjálfur var ég á ungmennafélagsballi á Ýsufirði þar sem Sveinn í Bárunni og félagar héldu uppi fjörinu á sinn alkunna hátt.

P.S. Gaman að sjá þig á ferli, frk. St. Sebastian.

10/12/04 01:00

Vímus

Þetta var magnað hreint út sagt!

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.