— GESTAPÓ —
Orðið Kóbalt
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/9/03 10:08

Sælir. Nú er oft tíðrætt um Kóbalt hér á þessu umræðutorgi. Af einskærri forvitni af minni hálfu þætti mér gaman að fá að vita uppruna orðsins Kóbalt. Er það komið úr latínu, nefnt eftir einhverjum fræðimanni og hver er upprunalega merking orðsins, ef það hefur þá haft einhverja merkingu?

með fyrirfram þökk
Sk.Sk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 17/9/03 11:03

Kóalt, kóbolt (ellegar kóbalti) - kemur hingað úr dönsku 'kobolt' sem aftur kemur úr þýsku 'kobalt' 'kobolt'.

Ásgeir Bl. Magnússon segir þetta eiginlega sama orð og hið þýska 'kobold' sem merkir illan anda, dverg ellegar álf - en upphafleg merking þess er í raun 'verndarvættur gripahúsa', 'húsvættur'.

Orðið var upphaflega haft hér um koparmálm sem ekki reyndist unnt að bræða og því talinn hafa orðið fyrir göldrum illra anda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 17/9/03 13:39

Kjaftæði!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 17/9/03 14:39

Kjaftæði hvað?

Ert þú núna orðinn of fínn fyrir skýringar Blöndals apakötturinn þinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 18/9/03 13:59

Ásgeir Blöndal Magnússon er stórlega ofmetinn. Ég hallast fremur að orðsifjalegum rannsóknum Dúa Barðdal - en þú hefur sjálfsagt ekki einu sinni heyrt á þær minnst.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 18/9/03 14:31

Þú getur nú bara snúið þessum Dúa upp í bakraufina á þér - Ásgeir Blöndal er guð!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 18/9/03 17:10

Guð er dauður!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 18/9/03 17:23

Einmitt - og því þarf ég að bera honum hönd fyrir höfuð þegar svíðingar eins og þú taka að traðka á arfleifð sér vitrari manna.

Api.

Apakúkur.

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: