— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Saga - 5/12/04
Rottur

Smá þriðjudags hugleiðing...

Þegar ég var lítil stelpa voru hundar á Íslandi stórir. Vissulega viðurkenni ég að mín eigin smáa hæð gæti hafa haft eitthvað með þessa skynjun mína að gera. En það sem ég á við er það að aðal hundategundirnar töldust til miðlungs hunda ef ekki stórra. Íslenski fjárhundurinn, Labradorar og einstaka Scheffer urðu á vegi mínum án þess þó að ég klappaði þeim því ég er með ofnæmi, en það er önnur hugleiðing. Nú til dags sé ég einfaldlega bara loðnar rottur í bandi skoppandi um bæinn og þó hef ég stækkkað töluvert, en er samt ennþá lítil. Persónulega hef ég ekkert á móti þessum kusk kúlum, né eigendum þeirra en ég verð að spyrja þeirrar spurningar hvað hafi hlaupið í fólk að fá sér svona hunda. Geri mér vissulega grein fyrir því að það hljóti að vera þægilegra í svona “borgarsamfélagi” að eiga litla hunda, þeir borða lítið, taka lítið pláss, hægt að nota þá sem moppu o.s.fr.
En er eitthvað vit í því að fólk sem annars myndi aldrei detta i hug að fá sér hund, fái sér einn afþví að núna kemur hann í litlum stærðum?
En eins og ég segi er þetta aðeins hugleiðing, og þið megið vera eins ósammála mér og þig viljið. Síðasti partur þessarar hugleiðingar fjallar um þá ómældu gleði sem rennur um æðar mér þegar ég sé aðal 15 ára töffara bæjarins í rifnum gallabuxum, hettupeysu, með hjólabretta húfu og allt annað tilheyrandi ganga um með loðhúfuhráefni í bleiku bandi fyrir mömmu sína. Takk fyrir lesturinn.

   (24 af 29)  
5/12/04 02:02

Isak Dinesen

Ég skil heldur ekki margt þegar kemur að hundaeign. En það gæti verið ágætis viðskiptahugmynd að selja rottur sem sérstaka tegund af púðluhund.

5/12/04 02:02

bauv

Rottur!*Hryllir sig*

5/12/04 02:02

feministi

Rottur eru ágætis gæludýr skilst mér.

5/12/04 02:02

Furðuvera

Já, rottur eru hrikalega sætar og skemmtilegar...

5/12/04 02:02

Litla Laufblaðið

Já gæti allveg trúað að rottur væru betri gæludýr en rottur

5/12/04 02:02

Berserkur

Sem eigandi púðluhunds verð ég að leiðrétta algengann skilmissing. Þessir hundar eru engar kveifur, öllu heldur afar harðger dýr. Hundurinn minn veigrar sér ekki við neitt en urrar og geltir ef inhver svo mikið sem vogar sér að nefna greiðu á nafn. Margur er knár þótt hann sé smár.

5/12/04 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Litlir hundar lifa mun leingur en stórir og
fara betur í vasa, húsbóndinn er stærri enn ella.
þó eru hundar mjög ólíkir rottum og mun heimskari, nema kanski Rottweiler?

5/12/04 02:02

Amma-Kúreki

Þvílik endemis vitleysa í Berserk
þessir tvistpokar eru huglausir með öllu
Sökum stærðar sinnar er þeirra eina vörn að gelta nógu hátt
Þessi kvikindi eru líkt og smábörn og öll við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast littla kúreka vitum það að grátur / gelt ( óhljóð) getur táknað margt og skilar árangri ef það er gert nægjanlega hátt svo hvín í hlustum
Hundurinn minn veigrar sér ekki við neitt en urrar og geltir ef inhver svo mikið sem vogar sér að !!
já og hvað svo meir ?
Rottur annars vegar eru skynsöm dýr
vinna saman í hópum ef að þeim er veigið
Let´s Twist again nei held ekki
þeir færustu lifa af
Rottur og kakkalakkar
[Amma kakka ## **## lakkar á sér táneglurnar]

5/12/04 02:02

Berserkur

Ég veit ekki hvaða smáhunda þú hefur kynnst Amma, en hundur undirritaðs bítur/glefsar/klórar ef geltið nægir ekki, og hann veigrar sér ekki við að slást við stærri hunda svo sem íslenska og þýska fjárhunda, með misjöfnum árangri reyndar, enda í minni kantinum.

5/12/04 02:02

Amma-Kúreki

Do do kella er ekki fædd í gær! [ brosir] engar draugasögur í björtu við mig kallinn

5/12/04 02:02

Isak Dinesen

Þú ert ekki sá fyrsti sem lætur aldur Ömmu blekkja þig Berskerkur. Hún er sko ekki orðin elliær ennþá kerlingin.

5/12/04 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Storleken spelar ingen roll

5/12/04 03:00

Vímus

Hundar eru ekki í uppáhaldi hjá mér. Ég var um tíma með sænskri konu í Malmö. ( Að sjálfsögðu var hún óttaleg tík.) en það var samt hundurinn hennar sem ég ætlaði að tala um. Mikið skelfing fór þetta Scheffer-kvikindi í taugarnar á mér. Klukkan sjö á morgnanna vakti þetta illgjarna kvikindi mann, með væli sem þýddi:- Ég þarf að pissa og kúka. þá varð maður að drífa sig út í frostið og rölta með helvítið í langan tíma þar til óbermið fann nógu hentugan stað til að gefa skít í. Þessu næst varð maður að taka viðbjóðinn upp í plastpoka og koma honum fyrir í þar til gerðri tunnu. Ég er kominn í svo vont skap núna að ég verð að hætta þessu. Bara að lokum. Þessi niðurlæging var ekki það sú sem hundspottið bauð uppá. Nei það fór allur sólarhringurinn í að þjóna helvítinu.

5/12/04 03:00

Litla Laufblaðið

"Storleken spelar ingen roll"

Kannski í Svíþjóð...

5/12/04 03:00

Von Strandir

Hundar sem eru minni en kettir hafa ekki tilverurétt. Það er mín skoðun.

5/12/04 03:00

Limbri

Ég vil hund eins og þann er var notaður í bíómyndinni Gríman (The Mask). Sá var ekki mjög hár í loftinu en ég tel þá tegund vera afar líflega og hressa. Finnst mér einnig ólíklegt að hárin af slíku dýri fari mikið í taugarnar á manni (miðað við flestar aðrar tegundir).

-

5/12/04 03:01

RokkMús

Þessar Rottur eru : Chihuahua(borið fram Tjíváva)og Papillon(borið fram papíon)

5/12/04 03:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Það þiðir víst fiðrildi. Ágætis vasahundar sem passa vel við vasatölvuna.

5/12/04 03:02

Hakuchi

Papillon er mjög góð mynd. Ég hef efasemdir um hundinn.

5/12/04 04:00

kolfinnur Kvaran

Það á að skjóta þetta pakk á færi. Dýr eiga heima í sveit en hafa andskotann ekkert að gera á malbikið. Nema þá að skíta og drulla á gangstéttir, urra svo og gelta, bíta og slefa. Ég segi nei við dýraeign borgarbúa.

5/12/04 04:01

kokkurinn

Ekki alls fyrir löngu flutti ég í eina hverfið á Íslandi þar sem er bannað að hafa hunda. Þetta stendur meira að segja í afsalinu af íbúðinni. Þetta hverfi heitir Ásland og er í Hafnarfirði. Það merkilega við það að ég hef hvergi séð eins marga hunda saman komna í þéttbíli eins og í þessu ágæta hverfi. Því spyr ég: Hvers vegna eru bæjaryfirvöld að setja einhverjar svona reglur ef það er aldrei meiningin að neinn fari eftir þeim?

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.