— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/05
"Karlmenn"

Kellingar

Hvað er málið með ykkur "karlmennina" hér á Gestapó?
Það líður ekki sá mánuður að það sé ekki byrjað á enn einu drama kastinu. "Búhú einhver sagði eitthvað ljótt um mig og ég ætla að hætta...að eilífu!" Dísuskræst.
Mikið ofboðslega er ég þreytt á þessu. Ég er þreytt á öllum þessum svokölluðu "karlmönnum" sem haga sér annaðhvort eins og smábörn eða kellingar á túr.
Ætli þið séuð það ekki bara upp til hópa. Smábörn eða kellingar.
Andskotans hysteríuköst endalaust!

Hefur nokkur kvenpersóna tekið svona kast hérna á Gestapó?
Ekki man ég eftir slíku. Vissulega hafa konur hætt, en það hefur alltaf verið á góðum nótum. Ekki þessi bölvaða dramatík eins og hjá "karlmönnunum".

Bara til að taka það fram, þá held ég ekki með neinum í þessu nýjasta kasti ykkar.
Ef þið eruð ekki nógu stórir menn til þess að láta aðra í friði og ef þið getið ekki unnið úr ágreiningsmálunum eins og fullorðið fólk getið þið sko bara verið úti fyrir mér. Allveg sama hvað þið heitið og hversu lengi þið hafið stundað Gestapó.

Hvað höfum við hin gert til þess að þurfa að sitja undir þessum rifrildum aftur og aftur og aftur?

Hagið ykkur eins og menn, kýlið í vegg eða eitthvað.
En í guðs bænum, hættið þessu væli.

   (5 af 29)  
2/11/05 05:01

Mallemuk

Heir heir.

2/11/05 05:01

Herbjörn Hafralóns

Er nú laufbaðið farið að fjúka í logninu eins og kerlingin sagði. [Felur sig]

2/11/05 05:01

Haraldur Austmann

Heir heir! Þú meinar heyr heyr?

2/11/05 05:01

B. Ewing

Ég þarf ekki annað en að benda á eitt af rafmælisbörnum dagsins til að sýna fram á konur í dramatík. Vel metnar Gestpókonur hafa stundum átt ansi magnaða spretti gegn t.d. óforbetranlegum gelgjuhætti og slakri málvöndun kynsystra sinna. Hafa þær senur endað á brotthvarfi hinnar brotlegu geti sú hin sama ekkki sýnt iðrun og skrifað læsilega í kjölfarið.

2/11/05 05:01

Mallemuk

Nei ég meinti heir heir.

2/11/05 05:01

Haraldur Austmann

Og hvað þýðir það?

2/11/05 05:01

Herbjörn Hafralóns

Sprettur nú upp enn ein deilan um heir erða heyr.

2/11/05 05:01

Litla Laufblaðið

B.Ewing minn. Þó svo að konur séu vissulega með skap hefur aldrei skapast svona mikil dramatík og vesen í kring um þær. Og það gerir það svo sannarlega ekki mánaðarlega! Og hvað varðar gelgjuskap og svona þá voru það nú ekki bara konurnar sem skáru upp herör gegn honum.

2/11/05 05:01

Haraldur Austmann

Eruð þið búnar að skúra?

2/11/05 05:01

Blástakkur

Ég er löngu búinn að lýsa yfir dramalausri viku á Baggalúti en ekki verður tjónkað við fólk.

Ef menn geta ekki verið karlmenni og tekið hlutunum á þann hátt þá munum við tilfinningalausu illmennin enda uppi með allt kvenfólkið. Er það það sem þið viljið ha?

Ekki svo slæm hugmynd reyndar...

Meira drama!

2/11/05 05:01

Haraldur Austmann

Gimlé er alveg góð grúppa sko.

2/11/05 05:01

Anna Panna

Einmitt. Hver og einn verður að bera ábyrgð á sínu dramakasti, við hin skulum bara halda áfram að gera það sem okkur finnst gaman að gera.

Dramakóngar... [Hristir hausinn]

2/11/05 05:01

Haraldur Austmann

[Horfir glaður í kringum sig] Jingle bells!

2/11/05 05:01

Þarfagreinir

Já, hér ríkir sko jólaandi.

2/11/05 05:01

Haraldur Austmann

HÓ! HÓ! HÓ!

2/11/05 05:01

Mallemuk

HÆ! HÆ! HÆ!

2/11/05 05:01

Herbjörn Hafralóns

Það verður fjör á jólaskrallinu með þessu áframhaldi.

2/11/05 05:01

Vladimir Fuckov

VJER ERUM EKKI DRAMADROTTNING (EÐA KÓNGUR) !
[Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sjer þannig að hurðin brotnar í mjel]

2/11/05 05:01

Heiðglyrnir

Noh.... Bara dramakast.

2/11/05 05:02

Hakuchi

Þetta er ískyggilega satt.

2/11/05 05:02

Rasspabbi

Jæja drengir, núna vorum við teknir í bólinu. Við megum ekki láta það fréttast út fyrir landamæri Baggalútíu að hér innan girðingarinnar séu einhverjir karlar sem væla.
Óvinir ríkisins myndu bara vaða yfir okkur á skítugum skónum og úldnum sokkunum. Svei því.

Herðum nú róðurinn, bítum á jaxlinn, tökum okkur tak o.s.frv. en allra fremst: Hættum þessu væli... Laufblaðið er bara bugað af vælinu í okkur.

2/11/05 05:02

Vladimir Fuckov

Er Glúmur kannski kvenkyns ? [Hrökklast afturábak og hrasar við. Flýr ofan í loftvarnarbyrgi]

2/11/05 05:02

Rasspabbi

Já, ekki svo galin hugsun. Við erum jú öll Glúmur er það ekki? Því var a.m.k. haldið fram hér um daginn. Þannig Glúmur er þá væntanlega kvenkyns sem og karlkyns.
Mannhelvítið er tvítóla! [Fölnar]

2/11/05 06:01

Vladimir Fuckov

[Læðist svo lítið beri á aftur inn á sviðið og kemur fyrir nýrri 40 cm þykkri stálhurð]
Vjer urðum bara að prófa þetta aðeins...

2/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er alveg rétt hjá þér Laufa mín. Við erum hálfgerðar kellingar. Ég, Ívar, Skabbi, Limbri...

2/11/05 06:01

Limbri

Góður Jóakim, helvíti góður.

[Glottir að konu sinni]

-

2/11/05 06:01

Jóakim Aðalönd

[Skellir uppúr] Ég varð...

1/11/06 22:00

Andþór

Þetta er mikil snilld! Djöfull hló ég. Takk fyrir mig Litla.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.