— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/05
Ritstífla.

Æ mér leiddist.

Fagurt lítið félagsrit
finnst ég þurfa skrifa.
Algerlega andlaus sit
allar klukkur tifa.

Skrifað hef ég sögur, já
sæmilega langar.
Rímorðum ég rugla smá
reglurnar of strangar.

Fyrsti ljóða flokkur minn
feikilega lummó.
Náðsamlega' í næsta sinn
Hef ég eitthvað gáfulegt að skrifa um svo þið þurfið ekki
að lesa meira að þessu þvaðri! Ég biðst innilegrar afsökunar á þessum óskapnaði og skulda ykkur hér með öllum kók og pulsu.

   (8 af 29)  
9/12/05 07:01

B. Ewing

Þetta fer á skrá sem úrvalsrit. Jibbí!

9/12/05 07:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

[Smjattar á einni með öllu + rauðkáli ]

Verulega velheppnað.
Vart á færi fífla.
Fari menn í bragar-bað
brestur ritsins stífla.

9/12/05 07:01

Síra Skammkell

Má ég fá kokteilsósu á mína?

9/12/05 07:01

Offari

Glæsilegt kvæði gerðu meira af þessu takk?

9/12/05 07:01

Don De Vito

Kók og pulsu, núna!

9/12/05 07:01

Litla Laufblaðið

[Roðnar og knúsar alla þessa góðu stráka]

9/12/05 07:01

Skabbi skrumari

Seig ertu... skál...

9/12/05 07:01

Gvendur Skrítni

Vei, kók og pulsa - þetta kalla ég góðan endi!

9/12/05 07:01

blóðugt

Flott og fínt!

9/12/05 07:01

Gaz

Snilld. ^^
Og ég vil endilega þyggja alvöru pylsu og kók!

9/12/05 07:01

Limbri

Mikið er þetta nú fínt hjá þér ljúfan mín. Afbragð alveg hreint.

Pylsuna vil ég svo fá með öllu nema hráum lauk í þetta skiptið.

-

9/12/05 07:01

Heiðglyrnir

Það var þá, að biðjast afsökunar á þessu fína félagsriti. Riddarinn lítur svo á að hann skuldi kók og pylsu.

9/12/05 07:02

Isak Dinesen

Vertu hjartanlega velkomin í hóp leirbera! Það vantar reyndar ekki mikið upp á að þetta sé rétt kveðið (aðallega vil ég benda á að sk stuðlar ekki saman við s).

9/12/05 08:00

Litla Laufblaðið

Æ takk takk öll saman. [fær sandkort í augað] Þið eruð æðisæðisleg.

9/12/05 08:01

Jóakim Aðalönd

Ókeypist pulsa?! Fínt er. Mjammammmammm...
Þú ert öðlingur Laufa mín.

9/12/05 08:01

krumpa

Ísak - mætti skipta út skrifað fyrir samið og þá væri þetta í fína! Flott vísa!

9/12/05 08:01

krumpa

Hef samt ekki ennþá fengið pulsuna mína - með öllu takk og MIKIÐ af hráum.......mmmmmm

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.