— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Hamingjan.

Er best af öllu.

Mikið er nú langt síðan hefur verið sett inn svokallað myndafélagsrit. Þannig að ég hef ákveðið að bæta úr því. Ég hef nú yfirleitt notast við akrýl liti í mínum málverkum og dútli en núna undanfarið hef ég verið að leika mér með vatnslitina mína. Ég hef líka verið fáránlega hamingjusöm síðustu misseri. Og vil því tileinka hamingjugjafanum mínum þessa mynd.

   (11 af 29)  
1/11/04 08:01

Sæmi Fróði

Til hamingju með hamingjuna og til hamingju með hamingjumyndina.

1/11/04 08:01

Lærði-Geöff

Þessi mynd er full af lífsgleði og hamingju sem smitar út frá sér og máttu þakkir hafa fyrir að birta hana hér.

1/11/04 08:01

Ívar Sívertsen

Eins og skáldið sagði: En hamingjan, hún var best af öllu sköpunarverkinu...
Flott mynd með mikilli hamingjudýrð.

1/11/04 08:01

Hvæsi

Þarna er mikil gleði, og augljóst að þér hefur liðið vel þegar þessi var gerð.
Hvað seturu á þessa?
[kvartar undan tómu veggjunum sínum]

1/11/04 08:01

Sundlaugur Vatne

Mikil hamingja er hvað þú ert hamingusamt, litla laufblað. Innilega til hamingju

1/11/04 08:01

Barbie

[brestur í söng] Happiness where are you, I´ve searched so long for you? Happiness what are you, I haven´t got a clue. Happiness why do you have to stay, so far away, from me?
Á kannski ekki við þetta félagsrit, en ég brast í söng í titillag Happiness í vinnunni og ákvað að deila því með ykkur. Gott að þú ert glöð og kát.

1/11/04 08:01

Stelpið

Falleg mynd.

1/11/04 08:01

Litla Laufblaðið

Takk þið öll [Roðnar mest]

1/11/04 08:01

Don De Vito

[Sér að laufblaðið er að verða rautt og býr sig undir að þurfa að grípa það]

1/11/04 08:02

Offari

Falleg mynd hjá þér.
Ef þú gætir framleitt hamingju í töfluformi yrðir þú
rík. Takk!

1/11/04 08:02

Jóakim Aðalönd

Ég botna ekkert í thessari mynd. Á thetta ad vera mjaltarstúlka? Annars er gott ad thú ert hamingjusom Laufblad. Mundu bara ad gaefan er hverful og allt thad...

1/11/04 08:02

blóðugt

Ljómandi falleg mynd.

1/11/04 09:00

Heiðglyrnir

Þetta er svo fínt hjá þér Litla Laufblað, til hamingju með hamingjuna. [Njóttu hverrar stundu, af öllum lífs og sálar kröftum]

1/11/04 09:01

Nornin

Afskaplega lífleg mynd. Ég væri alveg til í að hafa svona litagleði á mínum veggjum.

1/11/04 09:02

Limbri

Ótrúlega falleg mynd. Greinilega gerð beint frá sálinni. Þú ert búin miklum og mörgum hæfileikum og sést einn þeirra vel hér.

-

1/11/04 10:00

Vladimir Fuckov

Það er gleðiefni ef Bagglýtingar eru hamingjusamir. Sje hamingja þessi smitandi væri góð hugmynd að dulbúa hana sem sýklavopn og koma henni svo til óvina ríkisins [Ljómar upp].

1/11/04 10:00

Coca Cola

já, mér finnst þetta falleg mynd.

1/11/04 10:01

Litla Laufblaðið

Æ þakka ykkur öllum kærlega fyrir hlý orð. Sér í lagi þér Limbri minn. Bæði hamingjan og myndin væru ekki til staðar ef þín nyti ekki við. [Ljómar]

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.