— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Saga - 5/12/06
Gleymmérei

Í gær, er ég gekk úr vinnu að strætóstoppistöðinni í miðbæ Óðinsvéa sá ég skyndilega grá/brúna risavaxna skepnu í fjarska. Ég hrópaði upp yfir mig (á íslensku) “Sjáðu fílana!”
Mér til mikilla vonbrigða horfði danski almenningurinn á mig eins og ég væri tjúlluð, frekar en að horfa á fílana eins og ég stakk uppá. Ég flýtti mér niður götuna til að komast nær þessum ótrúlegu dýrum. Svo heppilega vildi til að ég var með myndavélina mina með mér. Þegar þú ert sú eina sem er með frekar stóra og svarta myndavél, á móti öllum eymingjalegu myndavélasímunm, færðu sjálfkrafa ákveðna virðingu sem gerði mér kleift að troða mér fremst.
Fílarnir voru tveir og ákaflega uppteknir við agúrkuát og ég gat klappað þeim að vild á meðan. Það voru engar keðjur né girðingar í kringum þá og eigendurnir voru eiginlega bara þarna til að moka upp skítinn þeirra. Þegar þeir voru búnir með gúrkurnar sínar fékk önnur kýrin svakalegan áhuga á Dolche&Gabbana töskunni minni, sem ég hafði lagt á jörðina fyrir framan mig, og fór að skoða hana nánar með rananum sínum. Þessi elska þekkir greinilega sín tískumerki.
Ég ýtti henni á endanum frá töskunni en þá fékk hún hinsvegar áhuga á mér í staðin og ákvað að skoða mig aðeins nánar. Kramdi mig næstum á milli sín og styttunnar sem ég stóð upp við. Forvitni litli fíll.

Þessum ótrúlegu kynnum mun ég aldrei gleyma og ef það er eitthvað til í því að fílar muni allt…mun hún ekki gleyma þeim heldur.

   (3 af 29)  
5/12/06 12:02

Dula

Aww en skemmtilegt. Vildi að ég hefði séð þessa sjón ó Odense um daginn þegar ég var stödd þar með frumburðinum mínum.

5/12/06 12:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku Lítla laufblað svo ljúft kærar þakkir þessa frásögn . Þó svo hún hafi verið stór og hrjúf hún vinkona þín þá skeyn hið mjúka eðli kvenkynsins úr augum hennar . Áfram stelpur !Knús fyrir frábært félagsrit

5/12/06 12:02

albin

Ég hef bara séð fýl. Er ekki viss um að þeir muni nokkurn skapaðan hlut.

5/12/06 12:02

Anna Panna

En æðislegt! Ég hitti fíla í opnum dýragarði á Spáni og fékk einmitt að klappa þeim og kynnast, þetta eru stórkostlegar skepnur.

Flott mynd líka!

5/12/06 13:00

Nornin

Aww... en ótrúlega sætt.
Ég væri sko til í að klappa fíl!

5/12/06 13:00

Gvendur Skrítni

Fílar sökka
- með rananum [Glottir eins og fífl]

5/12/06 13:00

B. Ewing

Rosalega fallegt. Þú heppin! [Ljómar eins og sólblóma smjörlíki]

5/12/06 13:00

Kondensatorinn

Tignarleg dýr og gaman að kynnast þeim svona persónulega.

5/12/06 13:00

krossgata

Mér finnst myndin bara mynd af fíl, hins vegar finnst mér frásögnin af samskiptum ykkar fílanna [Glottir] (engar meiningar) hreinlega ljúfar og krúttdúllulegar... eins og samband hafi náðst.
[Ljómar upp]

5/12/06 13:00

Græneygðogmyndarleg

Ég fíla fíla

5/12/06 13:00

Vladimir Fuckov

Og vjer fílum fíla en eigi fíla fýlu og hvorki fýla nje fýla fýlu. Skál !

5/12/06 13:00

Regína

En hvað þýðir ,,Aww"? [Klórar sér í höfðinu.]

5/12/06 13:01

Litla Laufblaðið

Dula, komstu alla leið hingað og kíktir ekki í heimsókn!?!

GEH þú ert ávallt yndislegur. Knús fyrir frábæra athugasemd

Anna, takk elskan, langaði bara að sýna ykkur þessa krúttibollu.

Það gleður mig að þessi frásögn hafi fallið í góðan jarðveg hjá ykkur hinum.

Þið eruð yndisleg! Skál!

5/12/06 13:01

Jóakim Aðalönd

Fílar eru merkilegir.

5/12/06 14:01

Tigra

Vá frábært! Hvílík heppni!
Æðislegt að klappa þeim, þeir eru svo skrítnir áferðar. Þegar ég var í Zambíu fór ég einmitt á fílabak og það var ein besta upplifun sem ég veit!

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.