— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/04
iPod

Þessi litli gaur bjargaði lífi mínu.
Ég get með engu móti skilið hvernig ég fór að því skrifa 15-20 lög á geisladisk í gamladaga, hlusta á sömu lögin aftur og aftur. iPod er bara nauðsyn nútímans. Ég get geymt mörg þúsund lög inn á honum. Öll þau tónlist sem ég hef stolið í gegnum tíðina er inná honum, og reyndar öll sú ósköp sem ég hef keypt líka. Ég er til dæmis að hlusta á Woody Allen meðan ég skrifa þessa setningu. En hvað gerðist? ég skipti yfir á Fleedwood Mac og get mæmað með og dillað mér ánþess að eiga það á hættu að tækið detti í gólfið og stórskaddist. Ef þetta væri geislaspilari væri diskurinn pottþétt brotinn og ef ekki brotinn væri hann það rispaður að eigi væri áhugavert að hlusta á hann lengur.
Nú ómar Paint it black í eyru mér og verð ég því að taka einn lúftgítar á þetta (án þess að skemmileggja allt)

Takk iPod

   (26 af 29)  
4/12/04 06:01

Þarfagreinir

I see a red door and i want it painted black ...

iPod er auðvitað fáránlega skemmtilegt og nytsamlegt tæki.

4/12/04 06:01

Limbri

Ég á nú bara 128 mb Creative kvikindi, hann nægir mér ágætlega. Elvis í dag, Kill Bill soundtrack á morgun. Afar hresst.

-

4/12/04 06:01

Sverfill Bergmann

Ég vann iPod mini í bíngó hjá Bingó Villa. Gaman að því.

4/12/04 06:01

Texi Everto

Hvað er að því að hlusta bara á rás 1 ?

4/12/04 06:01

Limbri

Sagði nokkur að það væri eitthvað að því ? Í framhaldi af því, gætir þú útlistað fyrir mig hvernig ég næ Rás 1 þegar ég er í strætisvagni í miðri Odense ?

-

4/12/04 06:01

Kuggz

Rás 1 er á langbylgju, ættir að geta gripið hana í Odense með vasadiskó að vopni.

4/12/04 06:01

Sauðurinn

Ég er nú bara alveg sátt við Mp3 spilarann minn (þar get ég líka hlustað á útvarpið). En ég væri nú ekkert á móti því að fá iPod... [Starir raunamædd út í loftið]

4/12/04 06:01

B. Ewing

i pod? Úrelt drasl [fussar] http://www.archos.com/products/prw_500697.html

100GB, litaskjár, ekki bara tónlist heldur allt hreinlega. [sleikir útum]

4/12/04 06:01

Skabbi skrumari

Ef ég skil þetta rétt er þetta Ipod eitthvað tæki notað til að hlusta á tónlist... passar það?
Er til íslenskt heiti á þessu eða er þetta sérnafn (eins og Pioneer)?
Hversu stór er þessi græja og hvað eru hátalarnir mörg wött?

Sauðurinn: er Mp3 spilari til undir íslensku heiti?

4/12/04 06:01

Lómagnúpur

Æ, feginn er ég að vera ekki með suð í eyrunum daglangt. Má ég þá heldur biðja um gargið í skúmnum.

4/12/04 06:01

Litla Laufblaðið

Það er náttúrulega hægt að slökkva þegar maður vill.

4/12/04 06:01

Amma-Kúreki

tónlist sem ég hef stolið í gegnum tíðina (Má það?)

4/12/04 06:01

Litla Laufblaðið

Já já hvar hefur þú verið?

4/12/04 06:01

Amma-Kúreki

Geymd í alkahóli elskan kem furðanlega góð undan vetri þó ég greini sjálf frá

4/12/04 06:01

Litla Laufblaðið

Hlaut e-ð að vera.

4/12/04 06:02

Steinríkur

Var að fá mér iPod Photo... bara snilld.

4/12/04 06:02

Litla Laufblaðið

milli

4/12/04 06:02

Steinríkur

Keypti hann ekki í umboðinu hér... (þar hefði ég bara fengið 4GB mini fyrir það sem ég borgaði)

4/12/04 06:02

Skabbi skrumari

Ég endurtek þá spurningarnar:
Ef ég skil þetta rétt er þetta Ipod eitthvað tæki notað til að hlusta á tónlist... passar það?
Er til íslenskt heiti á þessu eða er þetta sérnafn (eins og Pioneer)?
Hversu stór er þessi græja og hvað eru hátalarnir mörg wött?

Það er alveg lágmark að maður fái einhverjar upplýsingar um þennan grip...

4/12/04 06:02

Litla Laufblaðið

setti inn mynd, meira á morgun

4/12/04 06:02

Tina St.Sebastian

iPod er sérnafn á græju sem er framleidd af Apple-fyrirtækinu. Inni í græjunni er sæmilega stór harður diskur, sem nota má til að geyma skrár af ýmsu tagi, þ.á.m. tónlistarskrár á MP3 eða AAC formi. Tækið er fyrst og fremst hugsað fyrir tónlist.
Nánari upplýsingar má svo fá á www.apple.com/itunes

4/12/04 06:02

Skabbi skrumari

Tina... hin fróða Tina... þakka þér fyrir (skil þetta ekki en takk samt), Laufblaðið vildi ekki svara mér... kannske vissi hún ekki hvað þetta var sem hún var að nota, kannske hægt að fyrirgefa það, en að svara ekki fróðleiksfúsum með VEIT EKKI... er allt að fara í hundana hérna... [fær sér Ákavíti og fer að kveðast á]

4/12/04 07:00

Lómagnúpur

Steinríkur, orðið "bara" stendur hér í merkingunni "einungis," ekki satt? Nú er "snilld" aðeins hugtak, og þýðir "snilligáfa". æpoddið er sem sagt aðeins snilligáfa. En svo segir Tina að þetta sé sérlega gerður gripur til þess að geyma tónlist. Nú er ég alveg að verða bit.

4/12/04 07:00

Litla Laufblaðið

Skabbi, það er ekki að ég vilji ekki svar þér, ég er bara ófær um gáflegar samræður eftir 11 á kvöldin,því þá er ég svo gott sem sofandi, og hver sagði VEIT EKKI? ekki ég a.m.k.

4/12/04 07:01

Ég sjálfur

Ég á nú bara venjulegan lítinn 512mb mp3 spilara. Það nægir mér alveg.

4/12/04 07:01

Skabbi skrumari

Laufblaðið mitt, biðst afsökunar á pirringnum í gær... eitt af verstu kvöldum mínum var í gær hvað skap varðar...

4/12/04 07:01

Litla Laufblaðið

Ekkert að biðjast afsökunar á, ég skil allveg að þið verðið svolítið pirraðir þegar þið eruð ekki búnir að **** lengi, svo ekkert mál Skabbi minn, vona bara að þú farir að fá eitthvað

4/12/04 07:01

Skabbi skrumari

Hvað svo sem þú meinar með **** þá er líklegt að þú hafir kolrangt fyrir þér... ég geri nefnilega allt og það oft og mörgum sinnum á dag... en gaman að fá svona skot á sig þegar maður er að biðjast afsökunar, það bætir vissulega skapið...

4/12/04 07:01

Litla Laufblaðið

Æ brostu, þetta átti nú bara að vera fyndið, þú ert ábyggilega algjör foli sem stelpurnar láta ekki í friði, ha? er það ekki? Jú jú mússímússí.

4/12/04 07:01

Skabbi skrumari

ha, jú að sjálfssögðu... þær fúlsa ekki við öldruðum karli með lifrabletti í andlitinu og falskar tennur sem semur ferskeytlur í frístundum og hangir fyrir framan tölvuna alla daga... Skál

4/12/04 08:00

Tina St.Sebastian

Skabbi minn, þú ert ekkert hér ALLA daga...hvað með dagana sem fara í þynnkumígreni?

4/12/04 08:01

Skabbi skrumari

Jú, það kemur fyrir alveg rétt, ef maður hefur gleymt að kaupa sér lækningu í ríkinu...

4/12/04 08:01

Steinríkur

Lómagnúpur: "Snilld" er hér í merkingunni snilldarverk.
Það getur átt við um hluti - svo lengi sem þeir fara ekki að taka upp á því að gerast...

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.