— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/05
Nýr kafli.

Undursamleg hamingja.

Alla mína ævi hef ég búið í sama húsinu. Í tuttugu ár hef ég sofið í sama herberginu. Í allan þennan tíma hef ég búið með sama fólkinu. Nú er allt að fara að breytast.
Eftir 29 daga er ég að fara að flytja í fyrsta sinn á ævinni. Ekki nóg með það að ég sé að flytja heldur er ég að flytja úr landi. Fyrst maður er að þessu á annað borð er um að gera að taka þetta með stæl, ekki satt? Nýtt land. Nýr maður. Ný byrjun. Ég hlakka ákaflega mikið til og kvíði alls ekkert fyrir þessu, þó geri ég mér grein fyrir því að þetta verði ekki bara dans á rósum. Flestir sem ég tala við um þessi mál gera átómatískt ráð fyrir að það að komast úr foreldrahúsum veki mesta tilhlökkun hjá mér. En ég verð að viðurkenna að þó það verði vissulega indælt, hlakka ég mun meira til þessa hversdagslegu hluta. Að vaska upp, versla inn, kúra, horfa á sjónvarpið…allt heima hjá mér. Að koma heim til mín. Heim til okkar. Mikið ofboðslega verður þetta væmið og krúttulegt. Vildi bara deila því með ykkur.

Já hér er ein mynd sem þið megið spökulera í.

   (9 af 29)  
1/12/05 12:02

blóðugt

Oh en spennandi Litla. Gangi þér vel!

1/12/05 12:02

B. Ewing

Já. gangi þér vel í nýja landinu. Okkur vantar örugglega nokkur lönd uppá til að teljast vera handhafar heimsyfirráða. Gott framtak.

1/12/05 12:02

Kondensatorinn

Dularfull mynd, mikið að gerast. Gangi þér vel í útlandinu.

1/12/05 13:00

Kargur

Stór áfangi. Til hamingju.

1/12/05 13:00

Anar

Til lukku.

"Vaska upp, versla inn [...]"

~Heppinn maður~

1/12/05 13:00

Jóakim Aðalönd

Til hamingju með þetta Laufið mitt! Það er alveg rétt hjá þér að það er erfitt að fjúga úr hreiðrinu og auðvitað saknar maður fólksins sem ól mann upp og kom manni í gegn um erfið æskuár. Það er jafnvel erfiðara að flytja úr landi, en Danmörk er að mínu viti ágætis staður. Mundu bara að þú hefur rétt á tvöföldu skattkorti meðan þú býrð þar.

Það merkilega er nefnilega að í mótmælaskini við sambandsslitin 1944 hafa Danir aldrei afnumið réttindi Íslendinga í Danmörku sem danskir þegnar. Þú getur því notað bæði skattkortin!

Ég bið líka sérstaklega að heilsa Limbra og segðu honum að við söknum hans ofsalega mikið og hlewagastiR hafi bara verið að rugla í honum. Gerðu það, ekki hverfa að eilífu elsku Limbri...

Beztu kveðjur og hamingjuóskir.

Jóakim

1/12/05 13:00

Mjákvikindi

Gangi þér sem allra best.

1/12/05 13:01

fagri

Sannarlega er uppvaskið fullnægjandi athöfn og ekki er búðarápið eftirbátur þess.
Í dönskum búðum má fá Faxe Fad - sem er kostur

1/12/05 13:01

Stelpið

Þetta er voða spennandi - gangi þér vel!

1/12/05 13:01

Nornin

Mér finnst þetta æðislegt.
Ég er einmitt búin að reyna það sama. Þegar ég flutti fyrst að heiman 16 ára gömul, flutti ég til Kaliforníu. Svo til Bretlands og þar næst til Frakklands. Það er ógurlega gaman að flytja til annara landa og ekki skemmir fyrir ef maður er að elta ástina... hún lætur mann gera skrítna og skemmtilega hluti.
Ég á þó eftir að sakna þín Laufið mitt.

1/12/05 13:01

Skabbi skrumari

Til hamingju og bara nokkuð skemmtileg mynd, full af litum og gleði... bið að heilsa Limbra...

1/12/05 13:01

Vladimir Fuckov

Gangi yður vel - og vjer tökum undir kveðjur Jóakims til Limbra.

1/12/05 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Gangi þér ástvininum vel og meigi kærleikurinn vara að eilífu.

1/12/05 13:01

Sundlaugur Vatne

Til hamingju laufa litla. Ég samgleðst ykkur, hins vegar botna ég ekkert í mydinni.

1/12/05 13:01

Grýta

Góða ferð og gangi ykkur vel.
Myndin er flott á litinn og hefur flott form.
Er hún máluð með vatnslitum?

1/12/05 13:01

Ugla

Gangi þér vel litla mín.
Ég veit að Limbri er heppinn og þið verðið voða lukkuleg.

1/12/05 14:01

Litla Laufblaðið

Þakka ykkur kærlega fyrir velfarnaðar óskirnar.
B.Ewing: Já ég skal vinna ötuðlega að því að leggja Baunaland undir Baggalútíu.
Anar og Ugla: Ég held að ég sé ekkert síður heppin, en Limbri.
Jóakim: Þakka þér fyrir, en ég held nú að æskan mín hafi ekki verið sérlega erfið. Skattkorts upplýsingarnar koma sér vel. Þakka þér fyrir það. Og ég skila kveðjunni til Limbra
Norna: Ég á eftir að sakna þín líka Norna mín, en þú kemur bara fljótlega og oft í heimsókn [Ljómar]
Skabbi og Vlad: Ég skila því til hans.
GEH: Þakka þér fyrir GEH minn.
Sundlaugur: Það var nú ekki von að þú botnaðir í neinu elsku Sundlaugur. Enda hélt ég að sundkennarar forðuðust botna.
Kondensator og Grýta, Takk fyrir hólið, og já hún er máluð með vatnslitum

1/12/05 15:02

Rasspabbi

Hafðu það bara sem allra best í útlandinu.

Svona fljótt á litið fannst mér sem ég hefði séð tjald inni í rjóðri í fögrum skógi - um haust. Varðeldur brennur og ungt par breiðir út svefnpokana sína.
Já svei mér þá, eftir því sem ég hugsa meir um þetta því raunverulegra verður það.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.