— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/08
Opinbera árshátíðarfélagsritið 2007 III

Bara svona í tilefni dagsins

Árshátíð Gestapó 2007 verður haldin þann 17. nóvember klukkan 20:00 á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ. Við höfum staðinn algjörlega út af fyrir okkur til miðnættis; eftir það verður opnað fyrir almenningi, en slíkt útilokar vitaskuld ekki frekara sumbl fram eftir nóttu af okkar hálfu.

Aðalþema árshátíðarinnar verður mafíutengt, en því fylgja engar kvaðir um klæðaburð, hegðun, né annað. Þó væri mjög skemmtilegt ef fólk gæti annað hvort mætt í grunsamlegum eða mafíutengdum klæðnaði. Hins vegar skal aftur ítrekað að slikt er engan veginn skylda. Ekki er heldur skylda að mæta í pörum, né að pör séu í sama stíl. Makar Gestapóa eru annars mjög svo velkomnir, og nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta svo hægt sé að innvígja þá almennilega í okkar sérlega sérstaka samfélag.

Rúta verður í boði til að sækja fólk og ferja á staðinn, sem og keyra í bæinn þegar herlegheitunum lýkur, sem verður einhvern tímann eftir miðnætti.

Árshátíðarmiðinn mun kosta 2000 krónur, með nokkru magni af fríkeypis blúti. Þeir sem kjósa að neyta ekki áfengis greiða einungis 1000 krónur, en verða þá vitaskuld stimplaðir bindindismafíósar fyrir vikið.

Rútan kostar síðan 1000 krónur aukalega. Enn eru pláss laus í rútunni, fram að hádegi á morgun (árshátíðardaginn). Eftir það tökum við ekki við fleiri skráningum.

Hér er svo rútuplanið:

18.55 Aktu Taktu Garðabæ
19.00 Hamraborg, Skiptistöð
19.05 Bústaðavegur við Litluhlíð
19.15 Hringbraut við Framnesveg
19.25 Hlemmur við Kaupþing, Rauðarárstíg
19.30 Laugavegur við Kauphöllina
19.35 Afrein af Miklubraut við Háaleitisbraut
19.45 Mjódd, við Nettó
19.50 Select við Suðurfell
19.55 Sjoppan við Hundavað í Norðlingaholti
20.00 Bónus við Hraunbæ
20.10 Spöng
20.20 Áslákur

   (17 af 49)  
1/11/06 16:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Tær snild !

1/11/06 16:02

Texi Everto

Hvar get ég skráð mig í rútuna?

1/11/06 16:02

Þarfagreinir

Þeir sem vilja vera með í rútunni geta sent mér einkapóst.

Varstu ekki annars búinn að skrá þig, Texi? Mig minnir að þú viljir láta ná í þig á öllum stoppistöðvunum.

1/11/06 17:00

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Þið skemmtið ykkur vel og rækilega fyrir mig og gerið allt sem ég myndi hengja mig og brenna áður en ég léti til skarar skríða.

Ástar- og saknaðar frá Hrafnistu.

1/11/06 17:00

Texi Everto

Ég bara man það ekki Þarfi minn.

1/11/06 17:00

Andþór

Mikið langar mig að hitta Gísla Eirík og Helga og Upprifinn. Ætli maður verði ekki sjálfur að sækja þá heim.[Glottir]

1/11/06 17:00

Anna Panna

Jöminn hvað ég hlakka til morgundagsins! [Ljómar upp og út og suður og dansar út um allar trissur]

1/11/06 17:00

laumupuki

Tekur einhver eftir því þó ég laumist með? Eða er þetta bara fyrir þá sem bera einkennismynd?

1/11/06 17:00

Þarfagreinir

Þú mátt fá Afbæjarmannsmerki, laumupuki.

1/11/06 17:00

Ívar Sívertsen

Ég býst fastlega við því að vera stuðboltinn um borð... ég ætla í það minnsta að vera með gítarinn meðferðis...

1/11/06 17:00

Þarfagreinir

Stuð? Sér Sigfús ekki um það?

1/11/06 17:00

Vladimir Fuckov

Verður þá ekki örugglega rafstöð um borð ?

1/11/06 17:00

Upprifinn

ég vildi óska að ég væri að koma.

1/11/06 17:00

Hvæsi

Ég vildi að ég gæti komið.
En ég mun fylgjast með rútunni er hún stoppar framan við gluggann minn.

1/11/06 17:01

Tigra

Hvar er glugginn þinn?
Láttu okkur vita svo við getum veifað!

1/11/06 17:01

Tigra

Upprifinn
ég vildi óska að ég væri að koma.

Vá af einhverjum undarlegum ástæðum las ég að Upprifinn hefði sagt:
"ég vildi óska að ég væri kona"

1/11/06 17:01

Ívar Sívertsen

Ég las þetta rétt en lagði allt aðra meiningu í orð hans...
[glottir eins og fífl]

1/11/06 17:01

Aulinn

Er of snemmt fyrir mig að fara að bíða hjá Nettó núna?

1/11/06 17:01

Texi Everto

Nei nei, selldu bara trix á meðna þú býður. Nóg af johns þarna alltaf.

1/11/06 17:01

Hexia de Trix

Mér finnst nú hálfgerð móðgun að rútan komi ekki í Hafnarfjörðinn. Ætli ég þurfi þá ekki að byrja að labba af stað núna... [Dæsir þungt]

1/11/06 17:01

albin

Já eða hún komi ekki alveg heim í hlað. Nú þarf ég að ganga helling.

1/11/06 17:01

Sloppur

Er leyfilegt að jég taki með mér áfengi í langferðabílinn?

1/11/06 17:01

Kargur

Og hvurs vegna fer rútan ekki upp í Borgarfjörð?

1/11/06 17:01

Útvarpsstjóri

Alltaf skal níðst á sveitafólkinu.

1/11/06 17:01

Texi Everto

Ekki sé ég svo mikið sem eitt stopp í Texas né Nýju Mexíkó.

1/11/06 17:01

krossgata

Hádegi. Það er þá of seint að melda sig í rútu.
[Dæsir mæðulega]
Þá verður að beita klækjum og kanna möguleika á fyrirgreiðslupólitík.

1/11/06 17:01

Goggurinn

Bið að heilsa Texa!

1/11/06 17:01

Hvæsi

Hahaha.
Rútan var of snemma á ferð og skildi einn eftir á Hlemm.
Ég sá það útum stofugluggann.
<Glottir einsog fáviti>

1/11/06 17:01

Grágrímur

Það var ég... hún var 5 mínútum of snemma.

1/11/06 17:01

Hvæsi

Heimska rútufólk, ég sá búbbann undir stýri og einhver með Michael Jackson hatt framí.

1/11/06 17:02

Texi Everto

Hvernig virkar svona árshátíð?

1/11/06 17:02

Hakuchi

Þú ýtir á On takkann fyrir aftan og beitir stýripinnanum að vild, sparaðu samt skottakkann því ekki er mikið um skot.

1/11/06 18:00

Goggurinn

Og reyndu nú að miða í hausinn. Það er skotasparandi.

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.