— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 5/12/04
Hjólar

Hann hjólar. Hann veit nákvæmlega hvaðan hann var að koma, en hann hefur ekki hugmynd um hvert hann er að fara. Líklega er það aukaatriði. Kannski fer hann niður að sjó til að stara sólina á hverfa niður fyrir hafið, enda er langt liðið á þetta stutta sumarkvöld, og sólin er í þann mund að fara að gefast upp á vappi sínu um himininn.

Hann hjólar. Hann er að hugsa um það sem gerðist. Hann getur ekki hugsað um annað. Af hverju kemur svona alltaf fyrir hann? Af hverju getur aldrei neitt skemmtilegt gerst?

Hann hjólar. Hann nauðgar hjólinu nánast með því að stíga fast á pedalana og þjóta eftir götunni. Hann finnur hvernig hann klýfur kalt loftið; hann er orðinn rjóður í kinnum af áreynslu og hitatapi. Samt heldur hann áfram - ef hann stoppaði þyrfti hann hugsanlega að hugsa meira, og það er það sem hann vill síst af öllu gera þessa stundina.

Hann hjólar. Hann kemur að höfninni, en er engan veginn tilbúinn til að stoppa til að horfa á bansetta sólina enn einu sinni. Hann hjólar eftir bakkanum og sér hvar bryggjan endar framundan sér.

Hann hjólar. Hann gerist þrjóskur og ákveður að stoppa hvorki né sveigja undan. Ef það er sjór þarna, þá er það ekki honum að kenna. Sjórinn skal bara gjöra svo vel að víkja. Sjórinn víkur hins vegar hvergi, heldur tekur hann í faðm sér. Hann er kaldur.

Hann hjólar - ekki lengur. Hann nær að skreiðast úr köldum sjónum, leggst örmagna og blautur á bryggjuna, og horfir á sólina.

   (40 af 49)  
5/12/04 11:02

Berserkur

Góð saga. Ég hjóla en hugsa ekki, þess vegna hjóla ég.

5/12/04 11:02

Tigra

[Klappar]

5/12/04 11:02

Tumi Tígur

Bravó, skál fyrir þessu!

5/12/04 11:02

Furðuvera

Frábær smásaga! Skál!

5/12/04 12:01

Texi Everto

Á hann heima í Kína eða Danmörku?

5/12/04 12:02

Fergesji

Afar skemmtilegt.

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.