— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/06
Opinbera árshátíðarfélagsritið 2007

Árshátíð Gestapó 2007 verður haldin þann 17. nóvember klukkan 20:00 á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ. Við höfum staðinn algjörlega út af fyrir okkur til miðnættis; eftir það verður opnað fyrir almenningi, en slíkt útilokar vitaskuld ekki frekara sumbl fram eftir nóttu af okkar hálfu.

Rúta verður í boði til að sækja fólk og ferja á staðinn, sem og keyra í bæinn þegar herlegheitunum lýkur, sem verður einhvern tímann eftir miðnætti. Þeir sem óska eftir rútu þurfa að koma til boðum til árshátíðarnefndarinnar og láta vita af því hvar þeir vilja láta ná í sig. Leiðarplan rútunnar verður ákveðið út frá því hverjir þiggja rútufarið.

Aðalþema árshátíðarinnar verður mafíutengt, en því fylgja engar kvaðir um klæðaburð, hegðun, né annað. Þó væri mjög skemmtilegt ef fólk gæti annað hvort mætt í grunsamlegum eða mafíutengdum klæðnaði. Hins vegar skal aftur ítrekað að slikt er engan veginn skylda. Ekki er heldur skylda að mæta í pörum, né að pör séu í sama stíl. Makar Gestapóa eru annars mjög svo velkomnir, og nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta svo hægt sé að innvígja þá almennilega í okkar sérlega sérstaka samfélag.

Endanlegur kostnaður hefur því miður ekki verið ákveðinn, en honum verður stillt mjög svo í hóf. Með árshátíðarmiðanum mun fylgja eitthvað af fríu áfengi, en þegar það þrýtur verður nóg af slíku eftir á hefðbundnu verði.

Þeir sem vilja mæta geta staðfest mætingu annað hvort hér í þræðinum, eða með því að senda Dulu einkapóst. Ef þið viljið taka rútuna þurfið þið að taka það fram, sem og gefa upp hvar þið viljið láta sækja ykkur. Þeir sem hafa nú þegar sent Dulu einkapóst þurfa þó ekki að gera það aftur, nema þeir vilji koma því á framfæri að þeir ætli að taka rútuna.

Svo má víst ekki gleyma að minna á vinsældakosninguna. Taktu endilega þátt ef þú hefur ekki gert það nú þegar. Atkvæði þitt gæti ráðið úrslitum!

   (19 af 49)  
1/11/06 03:01

krumpa

Áslákur - er ekki frekar hættulegt að vera þar?

1/11/06 03:01

Þarfagreinir

Tja, ég gleymdi víst að taka fram að við höfum staðinn út af fyrir okkur til miðnættis, þannig að vera okkar verður ekki hættulegri en hættan sem stafar af hættulegasta Gestapóanum sem mætir. [Glottir eins og fífl]

Ég bætti þessum upplýsingum við félagsritið.

1/11/06 03:01

Vladimir Fuckov

Að vísu sýnir reynslan að tíminn til miðnættis er afar fljótur að líða. Teljum vjer því nauðsynlegt að tímavjel verði á staðnum.

1/11/06 03:01

albin

Ég gæti bara hugsanlega komist... svei mér þá. Ég verð með hættulegri Gestapóum. Ætti ég þá ekki bara að koma seint?

1/11/06 03:01

Hvæsi

Kem kanski, hef alveg misst af umraedunum.
Keyri kanski uppeftir sídla kvolds.

1/11/06 03:01

Andþór

Flott!

1/11/06 03:01

Upprifinn

hvenær þyrfti einn gestapói að vera búinn að ákveða hvort hann mætti?

1/11/06 03:02

Útvarpsstjóri

Þú mætir bara, svefnsófinn er laus! Ég mæti a.m.k. með dömuna.

1/11/06 03:02

Aulinn

Ég kem og ég ætla að fara eftir upprunalega þemanu! Því ég er búin að fjárfesta í mjög svo fallegum bleikum kjól með hjálp vinkonu minnar Vísa.

1/11/06 04:01

krossgata

Verður öxum útdeilt við dyrnar?

1/11/06 04:01

Þarfagreinir

Ég held að þú sért að rugla staðnum saman við A. Hansen, krossgata.

1/11/06 04:02

Hexia de Trix

A. Hansen sem er ekki lengur til. Núna heitir það víst Gamla Vínhúsið. Hvern eru þeir að reyna að blekkja?

1/11/06 04:02

Dexxa

Hljómar vel! [ljómar upp]

1/11/06 05:00

krossgata

Já, ég er örugglega að rugla. Þær renna allar saman í eitt fyrir mér þessar landsbyggðarkrár.
[Brosir sakleysislega]

1/11/06 05:00

Ívar Sívertsen

Þú getur sjálf verið landsbyggð!

1/11/06 05:01

B. Ewing

[Landsbyggist]

1/11/06 06:00

Jóakim Aðalönd

[Er af landsbyggðinni]

1/11/06 06:01

Texi Everto

[Landar byggð]

1/11/06 06:01

Sundlaugur Vatne

[Byggir land]

1/11/06 06:02

Upprifinn

[fer í strand]

1/11/06 07:02

Óskar Wilde

Ég verð staddur þarna með ykkur í anda.

En sendi svo leikara úr mannheimum til að mæta einnig í eigin persónu!

[fyllist tilhlökkun]

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.