— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/05
Ég er hættur

... í vinnunni. Byrja í nýrri á morgun.

Þetta voru fín tvö ár. Ég mæli alveg með því að vinna í litlu fyrirtæki sem er rekið af góðum yfirmanni. Sérstaklega þegar maður vinnur við það sem manni finnst skemmtilegast.

Ég ætlaði mér einu sinni að verða forritari, en svo hætti ég við það. Svo hætti ég við að hætta við, og sé ekki eftir því. Núna get ég ekki ímyndað mér að vinna við neitt annað.

Reyndar er ég skráður sem tölvunarfræðingur í símaskránni, en lít miklu frekar á mig sem forritara. Á þessu tvennu er nokkur munur. Tölvunarfræðingur er fræðilegur fræðingur sem rannsakar hitt og þetta. Forritari er kóðaapi sem ber saman kóða, og það er það sem ég geri.

Hins vegar er farið fram á háskólapróf í langflestum þeirra atvinnuauglýsinga sem ég hef rekið mig á, og því sé ég alls ekki eftir því að hafa farið í háskólann heldur. Þetta virðist vera svona stimpill sem flestir vilja sjá.

Já, allt í allt þá er bara frekar gaman að vera þarfagreinir.

P.S. Ég ætlaði í upphafi að hafa þetta rit mun styttra, en svo hætti ég við það. Góðar stundir.

   (23 af 49)  
1/11/05 07:01

Skabbi skrumari

Kvikindið þitt... hehe...

1/11/05 07:01

Offari

Ég hélt að þú værir titlaður Þarfagreinir í símaskránni.

1/11/05 07:01

blóðugt

Ég hélt það væri Þarfagreinir, kóðaapi.

1/11/05 07:01

Þarfagreinir

Ég er skráður sem Þarfagreinir, þar sem ég heiti það, en ég er titlaður sem tölvunarfræðiapi. Vonandi skýrir þetta málin.

1/11/05 07:01

B. Ewing

Nett sjokk miðað við allt sem á undan er gengið. [Andar léttar] Gangi þér vel í nýju vinnunni, græddu fullt af böggum og lagaðu hina böggana líka.

1/11/05 07:01

Vladimir Fuckov

Aldrei höfum vjer skrifað vjer-erum-hættir-fjelagsrit. Í ljósi þess hve margir hafa gert það verðum vjer kannski að gera það fljótlega líka til að fylgja tískustraumum Gestapósins.

Eigi er undarlegt að í svona mörgum tilvikum sje krafist háskólaprófs. Nánast það eina gagnlega er eftir stendur af háskólamenntun vorri á þessu sviði er 'teóría' - sem betur fer var nóg kennt af henni. Það sem var 'praktískt' er núna nær allt algjörlega úrelt og margt af því er nánast ekki til lengur.

1/11/05 07:01

Nornin

Já þú ert kóðaapi (lat: emendatrum pongo).
Þú værir samt asnalegur ef þú værir eitthvað annað.

1/11/05 07:01

feministi

Ég er ekki hætt...............

1/11/05 07:01

Galdrameistarinn

Til hamingju kallinn minn.

1/11/05 07:01

Myrkur

Ætlaði að óska þér til hamingju. Hætti svo við það.

1/11/05 07:01

Þarfagreinir

Ef ég væri ekki hættur að nota ö-orðið þá myndi ég nota það núna.

1/11/05 07:02

Rattati

Ég starfaði sem forritari um tíma. Hætti því svo og fór í aðra tegund tölvuvinnu. Það kemur nú fyrir að ég kóði ennþá en eftir að þetta dot-net dæmi kom upp þá er þetta orðið meira kópí-peist dæmi finnst mér.

1/11/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Það er alveg rétt. Það er skemmtilegra að vinna við Business intelligence.

1/11/05 01:00

Rauðbjörn

Ég keyri bara minn lyftara. Mjög einfalt starf og vel borgað miðað við þær kröfur sem eru gerðar við ráðningu(skítfínt með skóla semsagt).
Ég er alltént mjög hamingjusamur í vinnunni og það gleður mig að þú, Þarfi minn, sért það líka.

1/11/05 01:00

Skoffín

Maður fær fyrir hjartað! Ojæja, til hamingju enn og aftur.

1/11/05 01:01

Heiðglyrnir

Jammm, til hamingju Þarfi minn. Megir þú vera far og fengsæll í nýju starfi.

1/11/05 01:02

Jóakim Aðalönd

Ég lifði á Makkdónalds í þrjú ár og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt þá.

1/11/05 01:02

Þarfagreinir

Ég vinn við dot-net þarna. Fór úr Java og fleiru í það. Þetta er svo mikið út um allt þessa dagana.

Annars þá er ég í veflausnum ef einhver hefur áhuga á að vita það.

1/11/05 08:01

B. Ewing

<s>

1/11/05 08:01

B. Ewing

og svo

1/11/05 09:00

Þarfagreinir

Skemmileggjari!

Hvernig gerir maður þetta annars???

Urrg

1/11/05 10:02

Græneygðogmyndarleg

Ef ég hef áhuga á að vita það, hvað gerist eða breytist við það?

1/11/05 10:02

Græneygðogmyndarleg

Þú ert hættur, eru allir hættir að skrifa líka ? Hvaða yfirlínu kjaftæði er þetta ?

1/11/05 12:01

Dula

Takk fyrir gærkvöldið og þú ert æði með svuntu

1/11/05 21:01

B. Ewing

</s>

1/11/05 21:01

B. Ewing

[Prófar að skammast sín og irðast]

1/11/05 21:01

Þarfagreinir

[Selur B. Ewing aflátsbréf]

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.