— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Saga - 1/11/04
Víðir

Ég samdi sögu upp úr gamansamri mynd sem ég bjó til.

Eitt sinn var uppi á Íslandi dvergur nokkur sem nefndist Víðir. Hans helsta vandamál (fyrir utan hina ýmsu leiðu fylgikvilla sem fylgja því að vera dvergvaxinn) var að hann leit út eins og kona. Þetta olli honum ómældri hugarangist, sérstaklega þegar leið á ævi hans og kynhvötin fór að segja til sín. Þar sem hann var gagnkynhneigður lá auðvitað beinast við honum að reyna að tæla konur til fylgilags við sig, en útlitsgalli hans olli því að hann átti ekki erindi sem erfiði meðal gagnkynhneigða kvenpeningsins, sem hafði ekki áhuga á samræði við svo kvenlegan dverg.

Í örvæntingu sinni brá Víðir því á það ráð að leita til hinna samkynhneigðu. Þar gekk honum mun betur, enda var útlit hans ekki einasta kvenlegt, heldur nokkuð þokkafullt. Fyrr eða síðar kom þó alltaf að því að gamanið kárnaði. Þetta gerðist ávallt þegar hýra konan sem Víðir var í samræðum við spurði hann að nafni. Þar sem hann var með eindæmum heiðvirður maður kunni hann alls ekki við að segja ósatt. Komst þá óhjákvæmilega upp um kyn hans.

Víðir var sökum alls þessa orðinn gjörsamlega úrkula vonar um að geta nokkurn tímann vermt ból sitt með kvenlíkama. Hann hugsaði vel og lengi um úrræði sem gætu bætt þetta ófremdarástand. Eftir töluverða íhugun (og mikið lýsis- og fiskát) fékk hann loksins andlega vitrun.

Víðir flutti til Bandaríkja Norður-Ameríku og breytti nafni sínu yfir í hina engilsaxnensku hliðstæðu þess; Willow. Á því máli getur nafnið nefnilega átt við um bæði kynin.

Lifði Willow því hamingju- og kvensamur til æviloka.

   (34 af 49)  
1/11/04 23:01

Furðuvera

Hehe, góður Þarfi, góður. Ansi skemmtilegt.

1/11/04 23:01

Heiðglyrnir

Hahahahahahah..Þarna sýnir Þarfi okkur sitt rétta andlit... glettinn, skemmtilegur og alltaf tilbúin að gera það besta úr öllu..

1/11/04 23:01

Anna Panna

Þetta var sko skemmtilegt að lesa! Og myndin flott líka...

1/11/04 23:01

Litli Múi

Hahahahahaha [kafnar úr hlátri]

1/11/04 23:01

Litla Laufblaðið

Emm...er ég of lítið nörd til að ná þessu? Því ég næ þessu ekki. [Fer út í horn og skammast sín]

1/11/04 23:02

Tigra

[Klappar villt og galið]
Meira meira!

1/11/04 23:02

Hermir

Mér finnst þetta ekkert fyndið. [Fer í fýlu]

1/11/04 23:02

Leir Hnoðdal

Sennilega ekkert fyndið nei, heldur grá alvarlegt. Svona dæmisaga finnst mér. Einkunn fyrir ritið,: Ágætt

1/11/04 23:02

Ívar Sívertsen

Góð saga Þarfi.

2/11/04 00:00

gregory maggots

þeir komast semsagt ekki á séns sem kunna ekki að ljúga?

2/11/04 00:00

Jóakim Aðalönd

Hahahaha! Thetta var gott Tharfi.

2/11/04 00:00

Jóakim Aðalönd

Litla Laufbladid: Já, thví midur.

2/11/04 00:01

blóðugt

Ahahahaha! Glæsilegt!

2/11/04 01:02

Ívar Sívertsen

Var ekki verslunin Víðir í Starmýri?

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.