— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/04
Sápuóperur

Ég verð að viðurkenna svolítið.... ég er forfallin sápuóperufíkill. Dæmið mig eins og þið viljið mér er allveg sama. Dagurinn er bara ekki fullkomnaður fyrr en maður er kominn heim eftir langan vinnudag, skríður upp í sófa glápir á Leiðarljós og Nágranna. Ég er handviss um að það eru konur sem sem stjórna þessum dagskrárliðum á sjónvarpsstöðvunum, því þetta passar svo yndislega vel saman. Hugsið ykkur bara lúxusinn: Kemur heim rétt fyrir fimm, horfir á leiðarljós frá 17:05 til svona 17:45 og þá er allveg passlega langt bil til að skjótast framm í eldhús og fá sér smá snakk áður en Nágrannar byrja klukkan 17:55. Samt eru svo miklir fordómar gagnvart þessum þáttum, sem ég skil ekki, því þetta er ekkert verri þættir en margt annað. Til dæmis eru nágrannar bara fáránlega spennandi núna: Izzy er ólétt eftir geðveika Gus en vill ekki eyða fóstrinu því þetta gæti verið hennar eini séns til að eingnast barn og byrjaði með Karl svo hann muni halda að þetta sé barnið hans, á meðan komst Gus að því að Izzy væri ólétt og heldur því áram að plotta hefnd gegn Max og fjölskyldu hans, en Izzy er sko systir Max. Libby komst að því að pabi hennar Karl væri byrjaður með Izzy daginn eftir að hann sagði henni að hann myndi ekki gera það, Libby segir Susan frá þessu, sem er fyrrverandi kona Karls og mamma Libbyar, hún voða sár en er samt sjálf að reyna við kaþólska prestinn Tom sem er bróðir Joe sem er maður Lyn sem er vinkona Susan... o.s.fr.
Þeirra vegna sem eru í afneitun yfir sápuóperu áhuga sínum ætla ég ekki að fjalla meira um söguþráðinn, en þið sjáið vonandi að þetta er mun áhugaverðara (a.m.k. ekkert minna áhugavert) en einhver “macho” spennumynd þar sem góði kallinn reynir að drepa vonda kallinn með því að sprengja hann í loft upp. Boðskapurinn með þessum pistli er sá að sápuóperur rokka!

   (29 af 29)  
3/12/04 19:01

Finngálkn

Nágrannar eru ekki til að horfa á heldur skjóta því þeir eru alltaf til ama - hafðu það að leiðarljósi!

3/12/04 19:01

Rasspabbi

Svo mælir Gálknið.

Ef ég því innilega sammála.

Hvernig í saursmurðum andskotanum er hægt að hafa gaman af því að horfa á endalausa vitleysu um framhjáhald, svik, grenjandi kellingar, sauðheimska krakka, samlokusmjattandi apa á kaffihúsi sem virðast aldrei vinna handtak?
Já mér er bara spurn.

3/12/04 19:01

Hakuchi

Svona svona piltar. Við eigum ekki að dæma svona grey. Við verðum að sýna samúð. Sjáið ekki að greyið manneskjan er sárþjáður fíkill? Það er löngu kominn tími á að stofna afvötnunarstöð fyrir sápuóperufíkla og stuðningssamtök fyrir þá.

Við ættum að sýna gott fordæmi og halda'intervention' fyrir greyið Laufblaðið.

3/12/04 19:01

Finngálkn

Já og sýna henni Lylia 4ever svona 3 svar sinnum í röð. Já og irreversible í eftirrétt.

3/12/04 19:01

Jóakim Aðalönd

Hvað með Baise moi?

3/12/04 19:01

Hakuchi

Klám og viðbjóður. Þetta gengur ekki. Nær væri að læsa hana inni og spila Godfather I og II í nokkrar vikur þangað til hún lærir að meta alvöru kvikmyndir og fussar því og sveijar er hún sér aftur lélegar sápuóperur.

3/12/04 19:01

Jóakim Aðalönd

Já og spila svo góða tónlist undir til að hún læri að meta hana líka í leiðinni.

3/12/04 19:01

Smábaggi

Aumingja konan, hún á sér greinilega ekkert líf.

[Heldur áfram af spila teningapóker og D&D]

3/12/04 19:01

Finngálkn

Heirðu þú þarna smábögg! - Mér þykir húfan þín svolítið fallísk... Nei þetta er nefið á þér!

3/12/04 19:01

Litla Laufblaðið

ég vil nú benda á það að ég er mikil smekksmanneskja á bíómyndir og kann vel að meta þessar góðu, eins og t.d. Godfather I og II, á nú safnið og svona... Sápuóperur eru það eina sem ég læt eftir mér að horfa á sem telst ekki til "góðra"hluta, en ég spyr hvar er allt kvenfólkið, þorið þið ekki að viðurkenna veikleika ykkar?

3/12/04 19:02

Ísdrottningin

Já, var verið að kalla á kvenfólk?
Ég tilheyri óneitanlega kvenfólkinu, það viðurkenni ég. Og ég er meira að segja alveg reiðubúin að játa að ég horfi gjarnan á Nágranna ef ég er ekki vant við látin. Það er þó ekki í forgangi hjá mér þannig að ég get með góðri samvisku sagt að ég hef aldrei frestað neinu til að missa ekki af þætti. En Leiðarljós er eitthvað sem vekur ekki minnsta áhuga hjá mér.
Ég er hins vegar afar veik fyrir gamanþáttum og öðru glensi.
Þora hvað, ég held að ég hafi margsannað að ég þori fleiru en margur heldur en er ég þá búin að viðurkenna að ég hafi veikleika?

3/12/04 20:00

Amma-Kúreki

Vertu svoldið skapandi
elsku littla skjóna
gónandi og gapandi
góða far´ð að prjóna

3/12/04 20:01

Skabbi skrumari

Ég horfði á nokkra þætti af nágrönnum einn sunnudaginn þar sem ég lá í þynnku (víst sýndir nokkrir í röð á sunnudögum)... sé að það hefur lítið gerst síðan síðast (janúar ef ég man rétt)... endilega leyfðu okkur að fylgjast með gangi mála... hrikalega spennandi [flissar]

3/12/04 20:01

Lómagnúpur

Santa Barbara. Þeir þættir eru eitt stórkostlegasta listaverk síðari tíma.

9/12/06 16:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið!
[Skál]

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.