— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 6/12/04
Óvissuferð

Frekar löng frásögn og gagnrýni á eitt stk. óvissuferð

Ég var einmitt að koma heim úr einni slíkri fyrr í dag. Ég get varla lýst því hvað það var gaman! Haldið var af stað um hádegisbilið í gær, föstudag og byrjuðum við á því að koma við í Nesti til þess einmitt að kaupa nesti. Svo brunuðum við áfram, settum ipodinn í útvarpið og sungum með. Mér til mikillar furðu héldum við ekki áfram í gegnum göngin þegar koma að Hvalfirðinum, heldur beygðum við inn í hann og nutum þar ótrúlegs útsýnis og yndislegs veðurs.
Fljótt komum við að gamla Botnsskála, en héldum áfram að nýju sjoppunni sem ég man ekki hvað heitir(Ferstikla?). Þar tókum við bensín en snérum svo við, því förunautur minn, hafði misst af afleggjara sem leiddi okkur að bílastæðinu hjá fossinum Glym. Nú þegar þangað var komið skiptum við um skó og héldum af stað í æðislega skemmtilegan göngutúr. Fórum reyndar ekki að fossinum,bæði vegna þess að við vorum ekki allveg viss um leiðina og líka vegna þess að sú leið sem við héldum að væri rétt leit mjög háskalega út fyrir svona mús eins og mig. Í staðin gengum við bara um svæðið settumst svo niður í brekku og fengum okkur kex og hundasúrur.

Þegar við komum aftur að bílnum bjóst ég við langri bílferð, a.m.k. til Borgarness því ég þóttist viss um að engin hótel væru í Hvalfirðinum. Kom í ljós að ég hafði rangt fyrir mér, því þar er einmitt Hótel Glymur. Þetta er vægast sagt spes hótel, mjög persónulegt og kósý. Hvort sem er fyrir hópa, ástfangin pör nú eða ástfangna hópa. Fyrst vorum við boðin í kynnisferð um húsið, bara svo við vissum nú hvar allt væri. Svo fórum við á herbergið okkar sem var nr.18 (uppáhaldstalan mín, gaman það) Fyrst þegar við gengum inn á herbergið blasti við okkur lítið eins manns rúm. Þar biðu eftir okkur sloppar svo við gætum vandkvæðalaust skellt okkur í heitupottana sem eru þarna fyrir utan. Við vorum þó ekki hress með rúmið, en þá tókum við eftir teppalögðum stiga sem leiddi okkur uppá aðra hæð herbergisins, og þar var mjög stórt og þægilegt rúm. Ég hafði aldrei áður fengið tveggjahæða hótelherbergi og var mér því mjög skemmt. Við ákváðum að skella okkur í pottinn að láta líða úr okkur áður en við fengjum okkur kvöldmat. Það var í einu orði sagt yndislegt.

Ótrúlega fallegt útsýni og þægilega heitir pottar, ásamt góðum félagskap gerðu þetta að hreinum unaði. Þ.e.a.s. þangað til Félag Stórkaupmanna ákvað að skella sér til okkar. Þetta var um 30 manna hópur, nokkuð hávær, en bætti upp fyrir það í kvöldmatnum með því að bjóða uppá Flosa Ólafsson í allri sinni dýrð á meðan beðið var eftir eftirréttinum. Ég ætla ekki að segja ykkur frá þeim dýrindis kræsingum sem uppá var boðið því þá væri ég bara að pína ykkur, en ég skal segja frá einni vísu sem hann Flosi sagði í gærkvöldi. Hún landaði honum meira að segja titlinum Karlremba ársins 2004. Hún hljóðaði einhvernvegin svona:

Gott er og gaman,
að gera það saman.
Að aftan og framan
að ofan og neðan.
Einkum ef daman hefur það gaman á meðan.

Eftir góðan mat, svefn og skemmtanir vöknuðum við galvösk í morgun og héldum niður í ekki síður glæsilegt morgunverðar hlaðborð. Enn og aftur ætla ég ekki að vera vond og lýsa því sem þar var á boðstólum, sérstaklega ekki við ykkur sem fenguð seríos í morgunmat.
Við röltum aðeins upp á hæð sem er fyrir ofan hótelið og nutum veðurblíðunnar og útsýnisins áður en við héldum heim á leið. Þetta var ótrúlega yndisleg ferð í næstum alla staði. Þ.e. einu debetkorti var týnt, og kortið í myndavélinni okkar flippaði eitthvað út og vill ekki láta okkur fá allar flottu myndirnar sem við tókum. Sem sagt ÆÐI fyrir utan kortavandræði. Ef ég gæti gefið henni meira en fimm stjörnur myndi ég hiklaust gera það.

   (16 af 29)  
6/12/04 04:01

Ísdrottningin

Vinnur þú nokkuð á leikskóla?

6/12/04 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Var þettað eins dír staður og hann var góður?

6/12/04 04:01

Litla Laufblaðið

Ég vinn ekki á leikskóla nei, og ég veit ekkert hvað þetta var dýrt...ég þurfti ekki að borga krónu.

6/12/04 04:01

Amma-Kúreki

Gaman saman !

6/12/04 04:02

Klobbi

Já vá en æðislega krúttlegt allt saman. Alveg meiriháttar, en gaman hjá þér.

Ég ætla á femin.is og segja þeim frá þar þar kunna þau að meta svona sögur.

Var ekkert kóbalt haft með í för.

6/12/04 04:02

dordingull

Hver var svo heppin að fá að borga?

6/12/04 05:00

Smábaggi

Mikið var þetta leiðinlegt ... nei, úps, ég nennti ekki að lesa þetta. Fyrirgefðu.

6/12/04 05:00

Sundlaugur Vatne

Velkomin heim, litla laufblað. Gaman að heyra að þú hefur skemmt þér vel. Það er glæsilegur viðgjörningur á Hótel Glym, ég get vottað það.

6/12/04 05:00

B. Ewing

Vá, en gaman. Renndi þarna framhjá í gær en kom ekki við á hótelinu heldur í kirkjunni á Saurbæ og á Bjarteyjarsandi. Hópurinn sem ég var með var ósköp hissa að sjá þetta fína hótel ofan við veginn. Kannski verður staldrað við þar síðar? [Leggur á minnið að herbergi 18 þarna er gott herbergi]

6/12/04 05:01

Litla Laufblaðið

Takk Sundlaugur. Ég mæli með herbergi 18 B.Ewing, æðislegt útsýni.

6/12/04 05:01

kokkurinn

Næst þegar þið farið skuluð þið ekki sleppa því að ganga uppá Glym. Það er flestum fært sem eru innan við áttrætt. Skemmtilegast er að ganga síðan uppfyrir fossinn og yfir ána og niður hinummegin. Fossinn sést mun betur þeim (sunnan)megin frá. Ef að þið síðan hittið á að fara yfir ána á réttum stað á bakaleiðinni þá gangið þið í gegnum helli sem liggur í gegnum klett og styttir ykkur leið.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.