— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/04
Prófun.

Góðan og blesaðan daginn.

Mig langaði bara að prófa að setja hér inn eins og eitt stykki mynd, svona eins og Tigra er að gera. Þó vil ég taka það fram að ég geri mér fulla grein fyrir að ég er ekki nærri því eins góð og hún, en langaði bara svona að prófa þetta. Set bara tengilinn hér fyrir neðan, því myndin á í einhverjum erfiðleikum með að birtast eðlilega. Og já, hún er sko máluð á vegg ef einhver er að velta því fyrir sér.
Góðar stundir

Vona að þetta virki.

   (25 af 29)  
4/12/04 13:01

Skabbi skrumari

Mínir skærgulu veggir mættu vera svona... flott... Skál

4/12/04 13:01

Nornin

Þetta er fínt. Alltaf gaman að vera með myndlist á veggjunum. Ég er samt ein þeirra sem vil geta tekið listina með mér ef ég flyt mig um set og er því með striga undir.
Svo get ég ekkert málað sjálf, þannig að ég suða alltaf í hæfileikameiri vinum mínum og læt þau gefa mér myndir.

Sem minnir mig á það... TIGRA!
Gemmér mynd!

4/12/04 13:01

Sauðurinn

Ég er lengi búin að vera að hugsa um að mála á vegg hjá mér... þetta er mjög flott [Sendir Litla Laufblaðinu þrjá þumalfingur upp]

4/12/04 13:01

Tigra

Hey.. hvað meinaru með " Þó vil ég taka það fram að ég geri mér fulla grein fyrir að ég er ekki nærri því eins góð og hún,"
Ekki vanmeta þig stelpa!
Þetta er mjög flott!

4/12/04 13:01

Litla Laufblaðið

Æ, takk öll saman!

4/12/04 13:01

Jóakim Aðalönd

Flottar myndir. Blátt er þér greinilega hugleikið og það bendir til ákveðni.

4/12/04 13:01

Smábaggi

Hvað er þessi svarti viðbjóður að gera þarna?

4/12/04 13:01

Litla Laufblaðið

Ég svara ekki svona lítilmennum

4/12/04 13:02

Steinríkur

Var mamma þín ekki búin að banna þér að krota á veggi?

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.