— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Kóngsins Köben.

Vííí.

Lítil laufblöð eiga það til að fjúka...sjaldnast gera þau það sjálfviljug. Á morgun verður gerð undantekning á því. Þetta litla laufblað ætlar að koma sér til Keflavíkur og reyna að hitta á réttu vindhviðuna sem á að bera það til Kóngsins Köben. Þar ætla ég að dvelja í stutta stund og taka mér smá frí héðan á meðan. Ætli það verði ekki kíkt á hvað Danirnir hafa uppá að bjóða í mat, drykk og verslunum. Svo verður auðvitað tékkað á eins og einum Íslenskum strandarglóp sem þið ættuð öll að þekkja, og það verður án efa skemmtilegt. Aldrei að vita nema ég skelli inn einni ferðasögu ef ég finn réttu vindáttina aftur heim. Ég bið bara að heilsa ykkur á meðan elskurnar mínar. Leikið ykkur fallega.

   (12 af 29)  
1/11/04 00:01

B. Ewing

Skemmtu þér vel í Köben. Passaðu þig bara á niðurföllunum.

1/11/04 00:01

Hakuchi

Bið að heilsa Limbra. Hafið síðan hemil á ykkur. Limbri hlýtur að vera úrvinda eftir haustheimsóknirnar.

1/11/04 00:01

Ísdrottningin

Hljómar vel...

1/11/04 00:01

Litli Múi

Hafðu það gott, mundu að fara í tívolí og drekka mikinn bjór. Skál !

1/11/04 00:01

Órækja

[gleðst]

1/11/04 00:01

Jóakim Aðalönd

Góða ferð og hafðu það gott í Danaveldi. Kaupmannahöfn heillaði mig alveg upp úr skónum þegar ég kom þangað fyrst.

1/11/04 00:02

Vladimir Fuckov

Góða ferð og Limbri fær Næturgaltarinnbrotskveðju frá oss [Laumupúkast burt]

1/11/04 00:02

Limbri

[Pantar kampavín.]

-

1/11/04 00:02

Þarfagreinir

Já, góða ferð. Drekktu nú nóg af bjór ... og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera.

1/11/04 00:02

Sundlaugur Vatne

Tek undir með Þarfa. Gerðu ekkert sem ég myndi ekki gera [reynir að ímynda sér hvað það gæti verið].
Drekktu einn fyrir mig og ég bið að heilsa...

1/11/04 01:00

Heiðglyrnir

Góða ferð Litla Laufblað og komdu heil heim, og þið bæði skemmtið ykkur alveg úr límingunum. Riddarakveðjur.

1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Berðu kveðju til baunanna, gangi þér vel.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.