— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/04
Sigurvegarinn

Jæja gott fólk, þá er ljóst hver sigurvegari keppninnar um gullfiskanafnið er..... gæti ég fengið trommuslátt..... sigurvegarinn er enginn annar en B.Ewing!!! sem kom með nafnið Wanda. Ástæður þess að ég valdi þetta nafn eru nokkrar, ein er sú að ég er forfallinn John Cleese aðdáandi(sbr. Eric the half a fish), önnur er ljóðið Fagur fiskur í sjó, með rauða kúlu á maganum og brettist upp á halanum, VANDA branda o.s.fr. en það tengi ég mjög við barnæsku mína. Svo ég tel valið vera augljóst sem og allir aðrir aðstandendur hennar Wöndu, nú vinningshafinn skal bara setja sig í samband við mig og við leysum verlaunamálið. En ég vil samt þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir, og mæli ég með því við alla sem hér hanga að dömpa vandamálum ykkar hingað og þetta góða fólk mun leysa þau fyrir ykkur.
Takk takk

   (27 af 29)  
4/12/04 01:01

Ég sjálfur

Áttu ekki að vera verðlaun fyrir sigurvegarann?

4/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

lesa alla greinina fyrst og kommenta svo

4/12/04 01:01

Ég sjálfur

Ég las alla greinina!

4/12/04 01:01

Ég sjálfur

Aaa... Lesa VEL.

4/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

"nú vinningshafinn skal bara setja sig í samband við mig og við leysum verlaunamálið" mér finnst nú að vinningshafinn ætti að fá að vita um verðlaunin fyrstur

4/12/04 01:01

Ég sjálfur

Sendu honum einkapóst.

4/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Nei nei, þetta er allt í lagi, segðu okkur bara, við segjum engum.

4/12/04 01:02

B. Ewing

Gaman að hafa hjálpað [Brosir út að eyrum] Wanda kom í hugann þar sem ég hafi einmitt nýlokið við að horfa á þessa frábæru mynd, A fish called Wanda.

Mörg frábær nöfn voru orin fram þannig að þú gætir örugglega keypt 10 gullfiska í viðbót og nefnt þá alla án vandræða.[ híar í laumi á alla hina sem sendu inn nöfn ]

4/12/04 02:00

Hermir

Já, ég sé það núna, ég hefði átt að vanda mig betur. Máske hefði ég unnið laumu-verðlaun.

4/12/04 03:00

Ísdrottningin

Mér finnst nú samt að ég hefði átt að fá verðlaunatitil þó ég ynni ekki...

4/12/04 03:00

Ísdrottningin

4/12/04 03:01

Smábaggi

4/12/04 05:00

Nafni

WANDA!!! sveiattann...

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.