— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 6/12/04
Húðflúrun

Alltaf gaman en í fyrsta sinn vont.

Ég er með húðflúr, tattoo, tattú eða hvað annað sem þið kjósið að kalla þetta fyrirbæri. Nánar tiltekið er ég með fjögur. Það nýjasta fékk ég mér fyrir tæpri viku síðan. Ég fór til hans Fjölnis sem hefur gert öll mín flúr, einfaldlega vegna þess að ég treysti engum öðrum fyrir því að teikna í húðina á mér. Eins og vanalega þurfti ég að bíða ferlega lengi eftir honum, mikið að gera greinilega. En hann var nú ekki lengi að þessu þegar kom að mér og loks þegar um 15 mín voru búnar af 20. maí var það komið. Hann er góður flúrari hann Fjölnir, má eiga það. En ég verð að viðurkenna að ég á í miklum erfiðleikum með að skilja það sem hann er að segja. Hann talar vægast sagt óskýrt. Jæja þetta kostaði náttúrulega slatta, fékk reyndar afslátt því ég er svo góður kúnni en mér finnst samt ekkert tiltökumál að borga fyrir tattooið. Aftur á móti finnst mér kremið sem mælt er með að sett sé á þetta fáránlega dýrt. Það kostaði heilar 2475kr. Sem er bara næstum jafn mikið og flúrið sjálft. Á móti kemur það reyndar að hrúðrið (myndast á nýjum flúrum, fyrir þá sem vita það ekki) er næstum allt farið af á met tíma.
Í fyrsta sinn af mínum fjórum skiptum var þetta sárt. Staðirnir sem flúrin eru á eru allir mismunandi. Ég er með eitt á ristinni, eitt á ilinni, og eitt á framhandleggnum (ekki eins og sjóari, bara að taka það fram) og það síðasta var sett á herðarblaðið. Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta hafi verið svona vont nú sé sú að flúrið var sett yfir ör og þar eru auðvitað hellingur af nýjum taugaendum og svona. En allt í allt er ég mjög sátt við útkomuna og reynsluna í heild. Því fær hún 4 stjörnur af fimm.

   (17 af 29)  
6/12/04 01:01

Tigra

Það á víst að vera verra að fá tattoo á herðablaðið en á mörgum öðrum stöðum.
Það er t.d. vont að fá tattoo á milli tánna og á innanverðan handlegginn við úlnliðinn svo eitthvað sé nefnt.
Ég sjálf ætla að fá mér eitt á herðablaðið.. það kemur seinna í sumar þegar ég á meiri pening [Ljómar upp]

6/12/04 01:01

Furðuvera

Ég er sjálf með jurtatattoo... og er að spá í að fá mér varanlegt kannski eftir prófin. Þá helst kanji...

6/12/04 01:01

Isak Dinesen

Ég ætla ekki að fá mér neitt húðflúr, sama hversu ríkur ég verð. Ég ætla frekar að gera eitthvað annað töff - t.d. fá mér broskallslinsur eða borða kakkalakka.

6/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

Bara ef þú vissir það ekki, þá á jurtatattoið þitt aldrei eftir að fara Furða. Og Tigra, þegar ég fékk mér á ilina sagði hann að það væri einn versti staðurinn, og þetta var sko helmingi verra

6/12/04 01:01

Furðuvera

Noh, jæja þá verður það bara þarna.

6/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

Jább, trúðu mér. Ég veit hvað ég er að tala um.

6/12/04 01:01

Furðuvera

Svosem allt í lagi, þetta er lítið og nett tattoo á góðum stað.

6/12/04 01:01

Amma-Kúreki

Ég er með eitt sem ég fékk fyrir mörgum árum og lifi enn

6/12/04 01:01

Galdrameistarinn

Ég er með tvö og þetta var ekkert tiltökumál. Það var þjóðverji sem flúraði mig og ég fann ekkert fyrir þessu. Þeir segja sem til þekkja að þetta sé verst þar sem húðin er þunn og grunnt á beini. Hef alltaf ætlað að bæta við hjá mér, en fjárhagurinn leyfir það ekki vegna tölvukaupa og jeppareksturs.

6/12/04 01:01

Nornin

Ég fékk mér húðflúr fyrir 7 árum síðan og ég sé hálfpartinn eftir því.
Mér fannst þetta ferlega smart þá, en í dag væri ég alveg til í að vera laus við það.

Það er á innanverðum öklanum þannig að það sést ekki nema ég sé í lágum skóm og pilsi eða stuttum buxum, en ég veit að það er þarna.

Ég borgaði ekki krónu fyrir það því vinur minn var að tattúvera á þessum tíma og gerði það bara heima hjá sér eitt kvöldið og ég horfið á sjónvarpið á meðan.
Ekki var það sárt en það var óþægilegt á meðan það var að gróa því sokkarnir nudduðust alltaf í það.

Það kostar 20.000 að fara í leyser til að losna við það [horfir í tómt veskið] þannig að ég sætti mig við að hafa það í nokkur ár í viðbót... en fara skal það á endanum.

6/12/04 01:01

Sundlaugur Vatne

Ég er með eitt á öxlinni, sem ég fékk reyndar hjá Fjölni, og fannst það ekkert sárt. Kannske af því að það var búið að hræða mann svo mikið.
En það er tvennt sem vekur forvitni mína, Laufblað, er farið að mæla með einhverju öðru en Cetavlex-kremi? Það getur varla verið svo dýrt, fyrir utan að það nýtist bara vel sem sótthreinsandi krem í lyfjaskáp heimilisins. Hann mælti allavega með Cetavlex fyrir mig.
Svo er hitt: Hvaða rosa díl fékkstu á þessu flúri? Nema þetta sé eitthvað agnarsmátt. Mér þykir það ódýrt ef 2.475,- slaga hátt í verðið!

6/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

Sko Cetavlex er ekki selt lengur, allavegana finn ég það hvergi. Fjölnir mælti með kremi sem heitir Proctosedyl og er eitthvað gamlamanna endaþarmskrem. Það er dýrt og hljómar asnalega en virkar mjög vel. Flúrið er frekar lítið og ég fékk nú bara um 20% afslátt. En hver króna skiptir máli.

6/12/04 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Vonandi hafið þið ekki flúrað, ég elska Stjána og orðin skotinn í Stínu , eða öfugt?

6/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

Úff nei, allavegana ekki ég.

6/12/04 01:01

Lómagnúpur

Hvað skyldi hafa orðið um rússnesku kynvillingana Tatú?

6/12/04 01:01

Tigra

Þeir hættu víst að framleiða Cetaclec um áramótin var mér sagt.. núna er hægt að fá annað svipað sem heitir bara sárakrem í apótekum.

6/12/04 01:01

Tina St.Sebastian

Helosan virkar mjög vel á húðflúr. Ég er sjálf með tvö [stoppar, telur] jú, tvö, en er á leið að fá mér þriðja. Fyrra tattúið var gert af honum Fjölni, og ég er frekar óánægð með það, það er götótt, og hann bætti inn skyggingu sem ég vildi ekki hafa, enda er hún illa gerð.

6/12/04 01:01

Amma-Kúreki

Eins og Tína sagði hér að ofan þá hefur
( Helosan )
virkað einstaklega vel
ég þurfti aðeins að nota það í einn dag eftir að umbúðir losnuðu af mér

6/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

Einn dag? Ha hvernig má það vera?

6/12/04 01:01

Amma-Kúreki

Sumir eru eitraðari en aðrir og þurfa minna viðhald
Humm !! þetta er nú efni í félagsrit umþað hvað við erum orðin næm fyrir umhverfinu

6/12/04 01:02

hundinginn

Fjölnir er alger sjení. Enda sonur Braga Ásgeirssonar. Oft var villt heima hjá þeim bræðrum, Fjölla Ásgeir og Símon, þegar jeg var ungur. Enda sá gamli heyrnarlaus og græjurnar þandar í botn. Deep Purple og fleyri gamlir góðir.

6/12/04 01:02

Limbri

Ég tússaði einu sinni í andlitið á frænda mínum. Það var ekkert voðalega flott. En við vorum bara þriggja ára.

-

6/12/04 01:02

Klobbi

Bezt er að nota kóbaltblandað blek, þá er maður í stöðugu sambandi við stjörnurnar og guðina.

6/12/04 01:02

albin

Var ég búinn að segja þér að þetta er flott nýja tattúið.

Í kremumræðuna: Ég notaði nú bara A &D krem á fyrsta tattúið mitt (s.kv. fyrirmælum Fjölnis hið herrans ár 2001)

6/12/04 01:02

Litla Laufblaðið

Man það ekki albin, en takk [Brosir]

6/12/04 02:00

Ísdrottningin

Þekki einn sem er flott tattóveraður eftir Sverri og hann sagði að þetta hefði ekki verið mikið mál, nema bakið. Það hefði verið virkilega sárt.
Einn bauð mér að tattóvera mig en ég sagðist ekki geta ákveðið mig... En ég hugsa að ég myndi nota Volaré Aloa Vera hreint gel á það ef ég fengi mér.

6/12/04 02:00

Júlíus prófeti

Ég verð nú að spyrja að því sama og Lómagnúpur, hvar í fjandanum eru Tatú? Hefur dúóið knáa aldrei látið sjá sig hér?

6/12/04 02:01

Texi Everto

Tattú eru svo gamaldags. Brennimerkingar eru miklu meira móðins.

6/12/04 02:01

Hakuchi

Að ég tali nú ekki um eyrnamerkingar. Það er góð hefð fyrir þeim hér á landi. Seisei já. Hér er komin ný tekjuöflunarleið fyrir fátæka sauðfjárbændur.

Ég sé fyrir mér í anda, gothgelgjur í biðröð á bóndabýlum landsins, að bíða eftir merkingu.

6/12/04 02:01

B. Ewing

Það hlýtur að koma eyrnamerkingaæði í sumar [Sækir mörkunarklippurnar]
Sneitt aftan vinstra og klippt hægra ætti að koma sterkt inn í sumar [Ljómar upp]

6/12/04 02:01

Sundlaugur Vatne

Pant fá: "rifið aftan framan og slitið framan hægra"

6/12/04 02:01

Hakuchi

Já. Merkingar yrðu sannarlega þjóðlegri og frumlegri en þetta bleksullumall úr suðurhöfum.

Svo gæti mannfólk sótt um einkarétt á sínu merki, og jafnvel haft merkið yfir fjölskyldu sína eða vinahóp. Allt yrði það dyggilega skráð í Landbúnaðarráðuneytinu. Svoleiðis tíska gæti aukið hópkennd meðal vina og fjölskyldna.

6/12/04 02:01

voff

Ef Guð hefði viljað að við gerðum myndir á líkama okkar þá hefði hann skapað okkur með pensli í stað annarhendinnar og litaspjald í stað hinnar!

6/12/04 02:01

Isak Dinesen

Það mætti nú segja það sama um það ef Guð hefði viljað að við værum alltaf á Netinu. Þá með lyklaborð á lærinu og skjá beintengdan í heila í stað sjónar...og fullkomlega áreiðanlega, ótakmarkaða nettengingu. [Ljómar upp]

6/12/04 02:02

Gröndal

Ég fékk mér tattú í Amsterdam seinasta haust og nú er ég með alnæmi.

6/12/04 02:02

Limbri

Það var nú ekki alveg nógu heppilegt Gröndal.

-

6/12/04 03:01

Lómagnúpur

Ég tók ekki Tatú í Rígu og fékk því ekki alnæmi.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.