— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/05
Rútínan.

Vakna, borða, vinna, borða, sofa o.s.fr.

Líf mitt er afskaplega rútínubundið. A.m.k. á virkum dögum.
Í þessari daglegu rútínu minni rekst ég á allskonar fólk. Yfirleitt sama fólkið, en allskonar er það engu að síður. Um klukkan 14:00 á daginn held ég til vinnu minnar. Þá hitti ég yfirleitt nágranna minn. Þennan barnalega sem býr við hliðina á mér.
Venjulega á hittingurinn sér stað við hjólaskúrinn eða við póstkassann.
Ég ímynda mér að hann sé að koma úr skólanum um þetta leytið og fari líklega beint í það að læra heima þegar inn er komið. Hann er svo mikill Gúddí túsjús!

Jæja ég hjóla af stað í vinnuna og stundum kemur það fyrir að ég rekst á gamla rónaparið sem býr í nr 29.
Einu sinni fannst mér þau ágæt, kinkaði allveg kolli til þeirra og svona.
En eftir að gamla truntan skammaði mig fyrir að hjóla á gangstéttinni og öskraði svo á mig að ég væri ekki 5 ára, þoli ég þau ekki og horfi illilega á þau ef ég mæti þeim.
Ég druslaðist þó reyndar til að hætta að hjóla á gangstéttinni og byrjaði að hjóla á götunni undir trjánum.
Það endaði með því að ég hjólaði inn í köngulóarvef, fríkaði út með þeim afleiðingum að gleraugun mín flugu á götuna.
Ég endaði svo á því að hjóla yfir þau og mölbrjóta.
Ég hata rónaparið.

Það vill svo til að ég vinn í hverfinu mínu og það tekur mig aðein um 10 mín að hjóla í vinnuna.
Ég vinn í barnaskóla. Það er ein amma sem kemur oft með lítinn silki terríer og sækir barabarnið sitt.
Þessi amma er yngri í anda en útliti. Þó svo að hún rembist við að koma sér í þröngar gallabuxur og panta tíma í aflitun og neglur.
Í skólanum er alltaf sama fólkið, sem maður skiptist á Hej-um við.

Oftar en ekki kem ég við í búðinni á leið heim eftir vinnu.
Afgreiðsludaman þar er farin að þekkja mig. Ég kaupi lítið...en oft. Ég nenni nefninlega ekki að burðast með þunga hluti heim.
Það er takmarkað hvað kemst í körfuna og á böglaberann.
Sömu leiðina hjóla ég alltaf heim úr búðinni. Í einu húsi býr gamall maður. Ég ímynda mér að hann eigi aðeins eitt barnabarn.
En það kemur nær aldrei í heimsókn því það býr í útlöndum. Honum þykir gott að tylla sér í sólstofunni og lesa blaðið um fimmleytið.

Ein skemmtilegasta rútínan er að kíkja örlítið inn um gluggann hjá nágranna mínum þegar ég kem heim. Þessum barnalega sem býr fyrir neðan mig.
Hef ég sterkan grun um að sá sé á ýmsum gleðipillum. Drengstaulinn endurinnréttar nefninlega íbúðina sína á hverri einustu nóttu.
Þó veit ég ekki hvort hann gerir það fyrir eða eftir kl 3 á næturnar. Þá tekur hann sér líklega pásuna sína og fer út að leika við hundinn Bobby.
Bobby finnst gaman að gelta.

Allra besta rútínan er þó að koma heim í kotið.
Knúsa manninn minn og vera til.

   (7 af 29)  
9/12/05 19:01

Grámann í Garðshorni

Býrð þú í 101?

9/12/05 19:01

Litla Laufblaðið

Nei ég bý í 5250.

9/12/05 19:01

Gísli Eiríkur og Helgi

frábært rit systir , enn láttu nú ekki í guðanabænum rútínuna slá klónum í ástina. kryddaðu gráan hversdagsleika kærleikans þá endist hann lengur
knús

9/12/05 19:02

B. Ewing

Þær eru oft skemmtilegar þessar rútínur. Í dag meira að segja gerst sá "rútíni" atburður að nokkrum tonnum af gleri var dreift um Ártúnsbrekkuna Í Reykjavík. Haldi þetta áfram hlýtur þessi viðburður að breytast í fjölskylduhátíð.

9/12/05 19:02

Ugla

Ég á nágranna sem gerir þetta líka.
Endurraðar húsgögnunum hjá sér um miðjar nætur. Svo er þetta bara gömul gráhærð kona á daginn. Veit ekki í hvað hún breytist eiginlega þegar kvölda tekur...

9/12/05 19:02

Sundlaugur Vatne

Gaman að þessu riti, laufey litla... og til hamingju með rafmælið um daginn.

9/12/05 20:01

Litla Laufblaðið

Takk takk [Ljómar]
Ég get fullvissað þig um að rútínan hefur ekki náð ástinni GEH minn.

Takk Sundi.

9/12/05 21:00

Jóakim Aðalönd

Það er nauðsynlegt að hafa smá rútínu, eða jafnvel allt í rútínu...

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.