— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Ástarjátning

Ég elska þá út af lífinu, en þeir eru að drepa mig úr stressi.

Það er allmennt talið að gullfiska eign sé afskaplega róandi. Ég get svo sem tekið undir það, enda hef ég oft staðið mig að því að sitja algerlega dáleidd, glápandi á þessi 3 litlu krútt mín. Enda er ótrúlegt hvað þeir gera sér til dundurs. Ég kom nýlega fyrir steini í fiskabúrinu, á þessum steini miðjum er hjartalaga gat og alltaf er ég jafn spennt þegar þeir taka upp á því að synda í gegn um gatið. En ég ætlaði ekki að tala um róandi eiginleikana núna. Fiskar eiga það til að veikjast, sem er fáránlega stressandi. Eric sem er þessi svarti lét mig um daginn halda að hann væri með sundmagaveiki, sem gerir það að verkum að þeir fara að synda á hlið, jafnvel á hvolfi því að sundmaginn(líffæri) í þeim fyllist af lofti, og ef hann springur deyja þeir. Sem betur fer var hann bara með meltingartruflanir sem gerðu það að verkum að hann flaut bara efst í búrinu og átti í miklum erfið leikum með að koma sér neðar í búrið. Þurfti bara að prumpa litla greyið. Svo tók hann upp á því að húka alltaf undir dælunni, og var það aðallega vegna óöryggis, þar sem hann fékk einhverja sýkingu í augað og sá ekki sem best. Það bætti ekki úr skák að hún Wanda á það til að tuska strákana svolítið til. En augnsýkingin lagaðist sem betur fer. Núna er hann hinsvega farinn að fljóta aftur og ég hef varla undan að gefa þeim baunir. Ég er að farast úr stressi, en elska þessar dúllur mínar samt út af lífinu.


Wanda, Eric og Fischer

   (21 af 29)  
5/12/04 13:01

kolfinnur Kvaran

I wonder were the fish has gone.. fishy fishy

5/12/04 13:01

Furðuvera

Æ hvað þeir eru sætir... ég hef átt gommu af fiskum, og tvær salamöndrur. Mikið ofsalega voru þær sætar.

5/12/04 13:01

Hakuchi

Og væntanlega bragðgóðar, Furðuvera?

5/12/04 13:01

Furðuvera

Mjög svo... [Sleikir útum]

5/12/04 13:01

Tigra

Fiskar eru yndi. Ég vil hafa RISA fiskabúr inni í stofu hjá mér þegar ég kaupi mér eigið hús.

5/12/04 13:01

Litla Laufblaðið

Ætlarðu þá líka að þrífa það?

5/12/04 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég sé bara tvo

5/12/04 13:01

Furðuvera

Heyrðu... nú sé ég... bróðir minn átti fisk alveg eins og þennan svarta! Svo varð hann appelsínugulur og drapst.

5/12/04 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

5/12/04 13:01

Litla Laufblaðið

GEH, þessi svarti er á milli hinna, sést frekar illa

5/12/04 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

nú sé ég hann og einn í viðbót eru þeir ekki fjórir?

5/12/04 13:02

Tigra

Þrífa já.. ég býst við því. Svona eins og þegar hundurinn minn ælir iinni.. eða þegar ég þarf að moka út úr hesthúsunum.. osfrv.
Þetta bara fylgir.
Myndi enganvegin vilja lifa án dýranna minna.

5/12/04 13:02

Litla Laufblaðið

Ekki ég heldur,

5/12/04 13:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þessir tígralegu eru þeir ekki tveir?

5/12/04 13:02

Tigra

Synina læt ég þrífa eftir sig sjálfa... Auk þess eru þeir einstaklega þrifalegir.
Æla bara á gólfið þegar þeir eru fullir.. og þá fá þeir að þrífa það daginn eftir.

5/12/04 13:02

Litla Laufblaðið

Nei veistu ég er nokkuð viss um að það séu bara 3 fiskar þarna, þar sem ég á bara 3 fiska

5/12/04 13:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Fiskarnir eiga þig

5/12/04 13:02

Litla Laufblaðið


5/12/04 13:02

Börkur Skemilsson

Frekar sorglegt að svona litlar lífverar eiga þig. Þú verður að gera uppreisn. Mæli eindregið með því.

5/12/04 13:02

albin

Nei vá kastali... Nei vá kastali... Nei vá kastali... Nei vá kastali...

5/12/04 14:00

Texi Everto

Ég sem hélt þetta væri ástarjátning til mín.

5/12/04 14:00

Litla Laufblaðið

Svo gott var það nú ekki Texi minn...

5/12/04 14:02

B. Ewing

Svo þarna er hún Wanda. Glæsilegur fiskur verð ég að segja. Gárungarnir tveir eru líka fagrir. Til lukku með heilsufar þeirra í framtíðinni.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.