— GESTAPÓ —
Litla Laufblaðið
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 5/12/04
Nágranna erjur

Ég er algjörlega ráðþrota...


Flestir hafa á einhverjum tímapunkti upplifað svokallaðar nágranna erjur. En ábyggilega enginn eins og ég.
Þannig er mál með vexti að ég bý í blokk, sem væri kannski allt í lagi ef enginn annar byggi í henni...æ reyndar eru flestir nágrannarnir allveg ágætir, að undanskyldu pakkinu sem býr fyrir ofan mig. Ég á varla orð yfir ósvífninni sem býr í þessu fólki. Þegar þau fyrst fluttu inn tók ég fljótlega eftir því að óvenju mikið heyrðist af trampi þeirra niður í íbúðina mína. Ég skottaðist upp og benti þeim á að þau væru kannski ekki með rétta einangrun undir parketinu, því það heyrðist afsakplega mikill hávaði niður til mín. Hvernig var mér svarað? Með svakalegum dónaskap, um að þetta kæmi mér ekkert við og ég ætti bara að hugsa um míns eigin íbúð. Nú hvað getur maður gert í svona? Ég ákvað að gera ekki neitt í nokkra daga, en byrjaði þá að taka eftir að móðirin á heimilinu gengi alltaf á skónum inni. Ekki nóg með það að hún gengi í skóm, heldur gekk hún í háhæluðum skóm! Ég fór upp á ný og bað hana að vinsamlegast ganga ekki á háum hælum, og fyrst hún hefði ekki hugsað sér að laga gólfefnið, væri það nú það minnsta sem hún gæti gert. Þá var mér tjáð að á þessu heimili væri aldrei gengið á skóm enda fjölskyldan þrifaleg með eindæmum. Taka skal fram að á meðan þessi orð voru sögð var mér litið niður og sá þessi bölvuðu stígvél á fótum kellingarinnar. Nú ég strunsaði niður aftur og blótaði þessu bévítans liði í sand og ösku. Hvað getur maður gert í svona? Nú ég tók upp á því að lemja alltaf í vegginn eða loftið þegar þau byrjuðu að trampa þarna uppi, en það virðist ekki hafa nein áhrif. Hvernig getur fólk verið svona tillitslaust? Meira að segja þegar veikindi eru á mínu heimili og beðið er eins fallega og hægt er hvort þau geti nú ekki haft hægt um sig í einn dag, kemur það ekki til greina. Þvert á móti! Þau halda bara partí..þegar ég segi þau meina ég 16 ára dótturina sem er allt of ung bæði til þess að drekka og reykja, en gerir þó bæði eins og fertugur róni. Í felstum húsfélögum gilda reglur um slík samkvæmi, oftast meiga þau standa til miðnættis. Pakkið (eins og ég kýs að kalla þau) virðast ekki halda að sú regla gildi um þau, enda standa þessar svallveislur oft á tíðum langt fram á nótt. Hef ég nokkrum sinnum kallað á lögregluna vegna mikilla láta. En það virðist ekkert á þau fá. Ég er að verða vitlaus, enda er þetta búið að ganga í meira en ár. Hvað getur maður gert til þess að ná inn í heila þessa fólks? Ég er algjörlega ráðþrota. Allar hugmyndir væru vel þegnar. Þessi fjölskylda fær 0 störnur, og það væri hægt fengju þau mínus tölu.

   (23 af 29)  
5/12/04 08:02

Smábaggi

Það eru einmitt fábjánar hér að neðan sem skiptu um lás að þvottahúsinu (sem er í sameign) því þau halda fram að þau eigi hurðina.

5/12/04 08:02

feministi

Úps, ég held að þú hafir kannski búið á hæðinni fyrir ofan mig fyrir rúmu ári síðan. Ég og mín fjölskylda vorum endalaust skömmuð þó við værum ekkert með svo mikinn hávaða...við eigum að vísu töluvert af hljóðfærum. Nýju nágrannarnir okkar hafa aldrei kvartað kannski heyra þeir illa. Mér datt nú aldrei í hug að kvarta en ég man vel eftir hælahljóðinu og göngugrind barnsins. Eitt er víst, það er erfitt að búa í blokk.

5/12/04 08:02

Litla Laufblaðið

Þetta getur nú varla verið þú þar sem pakkið býr hérna enn.

5/12/04 09:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú verður að koma þeim í skylning um að gólfið þeirra sé þakið þitt . Þú gætir líka tekið óhljóðinn upp ða band og sent þeim spóluna með ábirgðar pósti.

5/12/04 09:00

Ísdrottningin

Eru þetta allt eignaríbúðir?
Það er um að gera að láta gera eins margar lögregluskýrslur og hægt er því að þegar þær eru orðnar visst margar er hægt að fá sér lögfræðing og gera eitthvað í málinu.

5/12/04 09:01

kokkurinn

Ég bjó í blokk þar sem við létum moka svona hyski út. Það hafðist vegna þess að íbúðin sem pakkið bjó í var leiguíbúð í eigu viðkomandi sveitafélags og líka vegna þess að meirihluti íbúanna í stigaganginum stóð saman og lét ítrekað bóka á húsfélagsfundum allskyns athugasemdir um slæma umgengni.

5/12/04 09:01

Ívar Sívertsen

EF samstaða næst um það í húsfélaginu að láta henda þessu liði út þá er það hægt, þrátt fyrir að þau eigi íbúðina. Í lögum um sameignir segir að ef um ítrekuð brot sé að ræða þá sé heimild til þess að fá útburðarúrskurð og meina gerendum aðgang að húsinu. Ef aðrir í húsfélaginu hafa fundið fyrir óþægindum vegna gleðskaps fólksins þá skaltu orða þetta við aðra íbúa. En ef enginn annar hefur við þetta að athuga þá ertu eiginlega í vondum málum.

5/12/04 09:01

Gvendur Skrítni

Ég kann vel við þig LL, en hvað skóbúnað blokkdólga varðar þá verð ég að vera ósammála þér.
Það að fólk skuli kjósa að ganga um í sinni íbúð með skó neðan á fótunum er algerlega þeirra ákvörðun og þú gerir ekkert annað en að minnka þig með því að reyna að ráðskast með hvernig fólk hagar skóbúnaði sínum á sínu eigin heimili. Þetta er einfaldlega einn af þeim hlutum sem fylgir því að búa í blokk.
Hvað teitin varðar þá er ég hinsvegar hjartanlega sammála þér. Þú ert að sjálfsögðu í fullum rétti ef þau dragast langt fram á nótt og er það vitaskuld hinn argasti dónaskapur að stunda slíkt.

5/12/04 09:01

Litla Laufblaðið

Málið er að flestir aðrir í blokkinni eru sammála um að þetta sé óþolandi, bæði lætin og ruslið sem fylgir þessum partíum, en það neinnir enginn að gera neitt. Og Gvendur, ég kann vel við þig líka, en á meðan þau eru með ólöglega einangrun á gólfinu hjá sér finnst mér það bara ótrúlega óforskammað af þeim að ganga um á harðbotna skóm. Auðvitað mega þau það, en ég má líka allveg óska þess að kellingin misstigi sig og hálsbroni.

5/12/04 09:01

B. Ewing

Ræddu í snatri við Húseigendafélagið. Þeir hafa ráð undir rifi hverju og geta leiðbeint þér og nágrönnum ykkar hvernig skal standa að málum sem þessum. Að vísu þarf að borga félagsgjald í eitt ár eða svo (3000 kall minnir mig) en peningunum er vel varið til að fá fólk eins og þú lýsir til að breyta háttum sínum og framkomu ellegar vera gert að flytja út, nauðugt ef þarf.

Hef reynslu af þessu úr minni fjölskyldu og með góðum árangri.

5/12/04 09:01

Von Strandir

Ef að þú kærir partíin til Lögreglunnar vertu viss um að það sé gerð skýrlsa. Þá eru til upplýsingar um þetta á pappír, ef það kemur til frekari málareksturs.

5/12/04 09:01

Hexia de Trix

Ætli sé þá ekki hægt að kæra ólöglegu einangrunina líka?

5/12/04 09:01

Vímus

Þú gætir boðið mér í partí og ég skal taka með mér vini mína af Kaffi Austurstræti og Kaffi stíg. Við förum létt með að halda uppi fullum dampi í einn mánuð. Pakkið verður ónáðað reglulega dag og nótt þar til það verður lagt inn á geðdeild.
Þetta var víst ekki mjög gáfulegt hjá mér. Þú og aðrir ágætis íbúar blokkarinnar yrðuð sennilega samferða hyskinu á hæli. Þú fyrirgefur en meiningin á bak við þetta var af hinu góða.

5/12/04 09:01

Litla Laufblaðið

Æ takk Vímus minn, ég skal hafa þetta bak við eyrað.

5/12/04 09:02

Limbri

Taktu ástfóstri við óperu og/eða dauðarokk. Bjóddu svo kaup kaups þegar þau vilja að þú missir það áhugamál aftur.

-

5/12/04 10:00

Nornin

Ég hef haft bæði góða og slæma nágranna í gegnum tíðina (hef flutt um 30 sinnum á síðustu 10 árum) og verð að segja að það er fátt verra en slæmir grannar.
Þú átt alla mína samúð Litla Lauf.

Núverandi grannar mínir eru hins vegar besta fólk og ætli það sé ekki ég sem er "óláta" seggurinn í húsinu, með mín nördapartí [brjálast úr hlátri].

5/12/04 10:00

Vestfirðingur

Taktu stærsta magnara+hátalara sem þú getur fundið. Límdu hátalarana á stofuloftið þitt, með "réttu" hliðina upp.

Litla Laufblaðið:
  • Fæðing hér: 16/3/05 10:53
  • Síðast á ferli: 11/9/11 05:50
  • Innlegg: 2480
Eðli:
Ósköp krúttulegt lítið laufblað sem finnst ekkert skemmtilegra en að gefa öndunum brauð og blása sápukúlur.
Fræðasvið:
Veit nú ekki mikið enda aumkunarlegt lítið laufblað, en er þó vel að mér í sviðum sem líta að andakvaki og jafnréttis málefnum lítilla laufblaða í heiminum.
Æviágrip:
Byrjaði líf mitt sem lítið brum á rósarunna á tjarnarbakkanum, óx og óx þar til ég varð að litlu sætu laufblaði, geri ráð fyrir að falla einhvern tíman í haust. Þangað til nota ég tíman til að hanga með vinum mínum, hinum laufblöðunum, svo eiga brauðmolar það til að fjúka í mig og á það þá til að henda þeim þá í endurnar sem svamla þarna í kring.