Lesbók26.10.05 — Enter

Hvurn grefillinn gengur ţessum Hannesi Smárasyni eiginlega til? Finnst honum ţetta fyndiđ?

Jújú. Ţađ var vođa fyndiđ ţegar Flugleiđir hétu allt í einu FJ group. Jájá. Ţađ var líka alveg hćgt ađ brosa í kamp eđa tvo ţegar stjórn FJ group gekk út og Hannes fékk bara einhverja vini sína međ sér. Jamm.

En svo gengur sjálfust forstýran út í fýlu og Hannes hlammar sér í stól hennar eins og ekkert sé sjálfsagađra.

Ţá eiginlega hćtti ţetta ađ vera fyndiđ.

Hvađ á mađur ađ halda? Mađurinn er kaupandi einhver afdönkuđ uppgjafa flugfélög út um hvippa og hvappa. Hirđandi upp illfleygar blikkdósir sem enginn vill eiga eins og hráviđi.

Á á hverju byggir hann ţessi umsvif. Jú Flugleiđum. Okkar ástkćru, alltumlykjandi, óhaggandi Flugleiđum.

Heldur ţessi eflaust ágćti Hannes ađ ţetta óskabarn ţjóđarinnar, lífćđ hennar og haldreipi gegnum súrt og sćtt, sé bara eins og hver önnur skiptimynt, ómerkilegur spilapeningur sem hann getur bara lagt undir ađ vild í spilavítum heimsins.

Hvađ gerist ef spilaborgin hrynur? Ef verđ á vakúmpökkuđum samlokum fer upp úr ölu valdi? Ef dönsku flugţjónarnir neita ađ láta hagrćđa sér? Ef enginn nennir lengur ađ fljúga samanherptur og hungurmorđa í höktandi skrapatóli fyrir ţúsundkall til Tromsö eđa BoraBora?

Ef allt fer til andskotans?

Eigum viđ ţá bara ađ taka Norrćnu til Kanarí? Herjólf til Flórída? Eđa kannski Baldur?

---

Ţađ skal ég sko tryggja ađ ţegar og ef álhólkaveldi hins kaupkáta Hannesar liđast í sundur ţá skal hann persónulega fá ađ synda međ mig á bakinu yfir Atlantsála.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182