Lesbók06.10.03 — Enter

Staðan er ekki góð, piltar. Við erum á undanhaldi.

Það er varla að það taki því að mæta í skóla - við erum varla hálfdrættingar á við fluggáfaðan stelpnaskarann, sem ekki er nóg með að ríki stuttpilsaður yfir grunnskólum landsins og fylli áhugaþrunginn og athugull hvern kima menntaskólanna, heldur yfirtekur nú hverja háskóladeildina á fætur annarri meðan piltspungarnir grotna niður og hverfa inn á viðgerðarþjónustur ýmiskonar á leiðinni.

Við erum að fitna fram úr öllu hófi og forheimskast - kæmumst varla lengur úr húsi þó við vildum - sem við gerum ekki - enda óþarfi, þar sem allt sem við þörfnumst í lífinu rúmast innan tuttugu tommu skjás, sítengingar og þriðju kynslóðar síma.

Við verðum stöðugt heimskari, latari og feitari - og ófrjóir ofan á allt annað - hressar og heilnæmar sæðisfrumur evrópskra karlmanna ku teljandi á fingrum annarrar handar (já , þeirrar handar).

Ef ég ætti að giska þá myndi ég halda að einhver væri að reyna að losa sig við okkur.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182