— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Saga - 31/10/04
Draumur

Þú kysstir mig. Það man ég. Lést bara vaða, heimurinn er að fara í hakk hvorteðer. Eftir það varð allt svo gott, ég var hamingjusamari en ég hafði nokkurn tímann verið. Ekkert gat grandað þessari gleði sem ég fann fyrir, ég var búin að bíða of lengi eftir henni.
Allt sem ég sá var fallegt, allt sem ég gerði með þér var skemmtilegt. Heimurinn var allt í einu orðinn fagur og góður staður. Þegar ég hélt utan um þig langaði mig aldrei að sleppa, það minnti mig á Kinks lagið, “All Day and All of the Night”.

I’m not content to be with you in the daytime.
I want to be with you all of the time.
The only time I feel alright is by your side.

Ég vonaði, og hélt, að þessi hamingja myndi endast að eilífu.
Það var þá sem ég vaknaði.
Ég hugsaði með mér, “Nei, nei... gerðu það, ekki...” en áður en ég vissi af þá blasti við mér blákaldur raunveruleikinn. Það var dimmt, rúmið var kalt, og þögnin var óbærileg. Ég grét mig aftur í svefn, með veika von um að sjá þig aftur.
Sú von varð að engu, og lífið byrjaði aftur næsta morgun.

   (20 af 37)  
31/10/04 14:02

Hakuchi

Það eru heilu torfurnar af fiski í sjónum.

31/10/04 14:02

Hvæsi

Satt er það Hakuchi.
En við skulum ei gleyma að það er mikið af marhnútum og glyttum er stinga og meiða, en einn og einn gullfiskur leynist alltaf á milli, og er það vel þess virði að bíða eftir að rekast á hann.

31/10/04 14:02

Bölverkur

Það er svo mikil enska í þessu að ég skil bara ekki neitt.

31/10/04 14:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Fallegt hjá þér

31/10/04 14:02

Furðuvera

Þetta er bara væmin smásaga...
Takk GEH.

31/10/04 14:02

Ugla

Það er fátt jafn fullkomið og góður koss...

31/10/04 14:02

Jóakim Aðalönd

...Nema ef væri nýsleginn túskildingur.

31/10/04 14:02

Hvæsi

Eða nóg af ákavíti.

Eða nei, verð að vera sammála Uglu.
*skammast sín fyrir væmnina*

31/10/04 14:02

Kanínan

Sammála, ekkert er betra en koss sem lætur þig gleyma tíma og rúmi *dreymin*
En fátt er verra en þegar það er tekið af þér..

31/10/04 15:00

Gunnar H. Mundason

Magnað.

31/10/04 15:00

B. Ewing

Góð smásaga Furða. Ljóðræn og fangar ímyndunaraflið. Falleg. [Flettir í lýsingarorðabókinni] og var ég búin að segja góð? [Kaupir einn lifandi gullfisk í plastpoka fullum af vatni og kemur með handa Furðu]

31/10/04 15:00

Furðuvera

Oooo, takk takk. [Ljómar upp]

31/10/04 15:01

Texi Everto

Þú verður að hætta að láta þig dreyma mig... Ég er svo laus í rásinni að ég held mig ekki við eina í einu. En fjandi næs draumur samt.

31/10/04 15:01

Anna Panna

Vá. Þessi saga nær raunveruleikanum mjög vel, ég kannast við allt sem stendur í henni. Þú ert mjög fær penni Furða!

31/10/04 15:01

Nermal

Ef hægt væri að velja þann sem maður elskar þá væri lífið svo mikklu einfaldara... en bara ekki nærri því eins töfrandi

31/10/04 15:01

Heiðglyrnir

.
.
.
.
Falleg hugsun Furða mín.
faldar þrár í brjósti
dásamleg sú draumasýn
dýrðleg verði framtíð þín.
.
Þess þér óskar, þinn vinur.
Riddarinn.

31/10/04 15:01

Furðuvera

[Tárast]
Ææ, takk elsku Heiðglyrnir minn! [Stórt knús]

31/10/04 15:01

Hugfreður

stutt og fagurt pennapuð. Stórt er hafið og fiskarnir margir segi ég barastabaranú.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.