— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 6/12/04
Árshátíð 2005

Gagnrýni og frásögn - því miður aðeins um fyrstu þrjá klukkutímana.

Árshátíð Baggalúts 2005. Hvað á maður svosem að segja? Orð fá varla lýst hvernig tilfinningin var að ganga inn á Sportbar.is, en ég reyni samt.

Auðvitað var maður stressaður, að fara að hitta allt þetta fólk á einum stað. Ég og Kanínan komum fyrstar, eins og raunar var búist við, enda vildum við vera þarna eins lengi og mögulegt var. Eini Bagglýtinginn sem var mættur var vitaskuld Heiðglyrnir sem bauð okkur velkomnar og skenkti okkur úrvals malt og kók í glös. Eftir fáeinar mínútur kom Enter sjálfur og afhenti okkur nafnspjöld og ljósbláa efnisskrá.

Með tímanum fór fólkið að tínast inn, RokkMús, Hóras og Frelli, restin af ritstjórn og margir fleiri. Rætt var um framtíð Undirheima, ritstjórnin vann ungmennafélagið(naumlega) í pool og nokkur maltglös hurfu á undarlegan hátt.

Fjörið byrjaði þegar einhver óþekktur hafði klárað mestallt maltið á Sportbar.is. Ritstjórn tókst að koma tölvugarminum í gang, og áhugaverð glærusýning hófst um sögu og framtíðaráætlanir Baggalúts. En þegar komið var langt fram yfir háttatíma lítilla furðudýra og kanína kom ósvífinn afbæjarmaður og krafðist þess að fyrrnefnd furðudýr kæmu með honum heim. Samningarviðræður hófust, og þá kom sér vel að vera meistari í þeim fræðum. Við fengum að vera aðeins lengur. Hóras hélt ræðuna sína, sem var auðvitað frábær þrátt fyrir að vera spunnin mestöll á staðnum, og eftir það þurftu litlu lömbin að fara heim í háttinn. Afbæjarmaðurinn lét ekki plata sig tvisvar og togaði okkur nærri því út á eyrnasneplunum, en við náðum blessunarlega að kveðja sem flesta.

Þess má geta að enginn sogaðist í Skrumgleypinn sem var grunaður um að hafa komið sér fyrir í klósettinu á Sportbar.is, svo að ég viti til.

Sérstakar þakkir fær öðlingurinn Heiðglyrnir fyrir að hýsa árshátíðina á flottum stað, og þola þetta endalausa maltþamb í mér. Auðvitað fær ritstjórnin þakkir fyrir yndislega árshátíð. Þakkir fá Bagglýtingjar fyrir að halda uppi góðu fjöri(sem magnaðist líklega eftir að við unga fólkið fórum) og fyrir að vera alltaf jafn frábært fólk.

Árshátíð Baggalúts 2005 fær auðvitað fimm stjörnur frá mér.
Takk fyrir, og sjáumst vonandi öll aftur á næsta ári.

   (23 af 37)  
6/12/04 10:02

Skabbi skrumari

Virðist hafa verið mjög gaman, þótt stutt væri... til hamingju Furðuvera...

6/12/04 10:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég er af hjarta og sál glaður fyrir þína hönd og vona að maltið hafi farið vel í þig.

6/12/04 10:02

Sundlaugur Vatne

Gaman ad heyra ad vel gekk.

6/12/04 10:02

Furðuvera

Maltið bjargaði öllu. Hélt hnyttnum svörum á tungubroddinum og eyddi hverju míkrógrammi af feimni úr mér.
Þetta var bara æðislegt, ég fer í fýlu ef þið mætið ekki á næsta ári!

6/12/04 10:02

Limbri

Búðu þig undir fýlu. Já eða að kaupa flugmiða á milli Íslands og Danmerkur.

-

6/12/04 11:00

Skabbi skrumari

Það verður heimsendir bráðum... þetta var síðasta Árshátíðin... [í heimsendastuði]

6/12/04 11:00

Smábaggi

[

6/12/04 11:00

Hóras

Það var mjög ánægjulegt að sjá ykkur Furðuvera og Kanína. Ég fylgdist grannt með því þegar Ritstjórn svindlaði á ykkur í pool en ég bjóst svo sem við því af þeim.
Hvað get ég sagt? Þið eigið miklu fleiri orð skilið en ég er búinn að fá mér aðeins of marga til að ráða almennilega við lyklaborðið.
Ég vona að þið hafið það gott í sumar og mætið af alefli 1. ágúst

6/12/04 11:00

Texi Everto

]Ég komst ekki á árshátíðina [Byrjar að gráta en man svo eftir baunadósinni inn í skáp]JÍHA!

6/12/04 11:01

Texi Everto

Þetta minnisleysi verður stöðugt óþægilegra... nú man ég allt í einu að ég var á árshátíðinni [Klórar sér í höfðinu]

6/12/04 11:01

RokkMús

Var þetta síðasta ÁRSHÁTÍÐIN ?

6/12/04 11:01

Smábaggi

Af hverju heldurðu það, litla rotta? [

6/12/04 11:01

Litla Laufblaðið

] Hættu þessu þarna litli belgur

6/12/04 11:01

Smábaggi

Nei! [

6/12/04 12:01

Furðuvera

]Mig langar að bæta einu við. Mikið andskoti var Númi með smart yfirvaraskegg.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.