— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Hlutirnir á veggjunum

Um tíðina hef ég sankað af mér hlutum, og sett þá á veggina í herberginu mínu.

Á veggjunum mínum eru mestmegnis myndir, en flestar hafa þær sögu að segja.

Í fljótu bragði verður mér litið á stórt plakat með myndum af hljómsveitarmeðlimum Red Hot Chili Peppers, sem hefur verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum í langan tíma. Þetta plakat keypti ég í Cambridge, þegar ég fór þangað með fjölskyldunni í sumar.

Verði mér litið til hægri, sé ég annað plakat. Þetta er með mynd af stórum svörtum pardus, en ég er og hef alltaf verið heilluð af kattardýrum. Á þessum vegg ber einnig að líta viðurkenningu frá Háskóla Íslands, þess efnis að ég hafi gengið í Háskóla Unga Fólksins sumarið 2005. Þar hanga líka myndir, af bestu vinkonu minni sem ég elska afar mikið, myndir af hljómsveitum, mynd af Death úr Discworld, bókamerki í laginu eins og kind(sem ég keypti í London), bíómiði á Charlie and the Chocolate Factory, 25 senta peningur sem ég fékk senda frá amerískum kunningja mínum, mynd af Sandman úr myndasögum eftir Neil Gaiman, nafnspjaldið mitt frá árshátíð Baggalúts 2005, mynd af Albert Einstein, afmæliskort frá fyrrnefndum amerískum kunningja, og svo auðvitað staðfesting þess að kóbalt sé allra meina bót, stolið af árshátíðinni. Á þessum vegg er líka annað Red Hot Chili Peppers plakat.

Nú, á veggnum beint á móti er einfalt plakat með mynd af mínu átrúnaðargoði í lífinu, nefnilega kettinum Garfield. Þar fullyrðir hann af miklum ákafa, að mánudagar séu ekki skemmtilegir. Nú, á þessum vegg er annað plakat, öðruvísi í sniðum en hið fyrra. Á því stendur stórum, áberandi stöfum, að foreldrar séu varaðir við afdráttarlausu málfari. Á veggnum er einnig dagskrá útvarpsstöðvarinnar XFM 91.9, fleiri hljómsveitarmyndir, og tvær blaðsíður úr stærðfræðibók - fullar af teikningum, skissum, og almennu kroti.

Nú vil ég mæla með því að hengja góðar minningar upp á vegg. Með því er aðgangur að góðum hugsunum og nostalgíubrosi greiður og auðveldur.

   (17 af 37)  
1/11/04 04:00

B. Ewing

Þetta var sniðug lesning. Átti ég eitt sinn korktöflu sem var full af minjagripum úr fortíðinni og var óneitanlega gaman að rifja upp hvaðan hver hlutur kom. Taaflan sú vék fyrir geisladiskahillum og allir smáhlutirnir fóru niður í skúffu. Kannski það væri best að býtta út geisladiskunum og töflunni aftur, skella diskunum niður í skúffu enda er allt efni þeirra komið á tölvutækt form. Plaköt eru orðin engin en nú stendur það til bóta því ég fékk sent gamalt STAR WARS plakat sent fá Kanada og mun það verða rammað inn og sett á góðan stað.

1/11/04 04:00

Galdrameistarinn

Í kirkjunni sérðu sorgarinnar tómu, tárvotu augun, allra fallegu en ósögðu orðanna. Orðanna sem ég ekki sagði.Ég legg afskorin blóm, blóm dauðans á gröf þína, græt vegna orðablómanna sem ég gaf þér ekki meðan ég gat. Ég beið of lengi með að gefa þér kærleikans orðablóm , svo að nú færð þú bara eftirlíkingu allra fallegu orðanna sem ég ekki sagði en vildi sagt hafa. Hélt ég hefði nægan tíma en tíminn varð á undan mér. Eitt af þessu hef ég lært, með tárvot augu, gefðu orðablóm kærleikans meðan þú getur.Ekki bíða svo lengi að ég verði í gröfina komin , og gefa mér þá blóm, sem liggja á gröf minni eina andrá, næstu stund horfin. Gefðu mér frekar orðablóm, blóm sem fylgja mér áfram á nýjum stað um eilífð alla. Þá getur þú glaðst og brosað við gröf mína, vitandi að ég vissi og veit hug þinn og hjarta til mín, alltaf. Því þá veist þú að ég veit. Þá getur þú brosað gegnum tárin og glaðst með mér þó að ég sé flutt , en aldrei farin , því þú gafst mér orðablóm kærleikans. Ekki bíða svo lengi að þú þurfir að láta þér nægja afskorin blóm. Ef þú bíður of lengi þá veist þú ekki að ég veit , hug þinn og tilfinningar allar til mín. En þú veist ekki að ég veit, þess vegna situr þú með tárvot augu og sorg í hjarta við gröf mína , í stað þess að geta glaðst með mér og brosað gegnum tárin og þakkað fyrir öll árin og tímann sem áttum saman. Við vitum, að ef við gefum öllum orðablóm kærleikans, þurfum við ekki að sitja í kirkjunni með tárvot augu , orðanna fallegu en ósögðu.

Til ykkar allra með kærleika í hjarta.

Agny.

Af heimasíðunni kelinga.com

1/11/04 04:00

Salka

Veggirnir hafa eyru. Á mínum veggjum er mynd af ömmu minni sálugu og nýlegt krot eftir sjálfan mig.

1/11/04 04:01

Sæmi Fróði

Á mínum vegg er risastór árituð mynd af Vigdísi Finnbogadóttur, innrömmuð og falleg. Á henni stendur "Til Sæma, aðdáanda númer 1, þín Vigga"

1/11/04 05:02

Heiðglyrnir

.
.
.
Veggi þína veglega
varpa á lífi þínu
taktu niður treglega
Tár sem gleð'og pínu

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.