— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/04
Útrætt Mál?

Óútskýranleg þrjóska móður minnar og ófullnægjandi svar við mínum spurningum

Fyrir nokkru síðan spurði ég móður mína, sem veit að ég er ekki kristin, hvort hún vildi vera svo góð að samþykkja minn vilja til að skrá mig úr Þjóðkirkjunni. Mér krossbrá þegar hún sagði einfaldlega stálkalt nei. Þegar ég spurði að þessu þá vorum við í bíl og ég vildi ekki fara að rífast í bílnum þannig að ég beið með það að spyrja frekar.
Nú rétt áðan spurði ég aftur, og fékk sama svarið. Þá spurði ég af hverju hún svaraði svona, og hún einfaldlega sagði:
"Af því bara. Þegar þú ert orðin fjárráða þá getur þú gert þetta, en ég samþykki þetta ekki."
Þá spurði ég: "Þú ert semsagt ósátt við að ég sé ekki kristin?"
"Ef þú ert ekki kristin þá getur þú samt alveg eins verið í Þjóðkirkjunni," svaraði hún.
Þetta er eitt innihaldssnauðasta svar sem ég hef fengið frá henni mömmu.
Nú telur hún þetta vera útrætt mál og að ég geti bara gengið frá þessu sjálf þegar tíminn kemur.
Ég er semsagt föst í þessari Þjóðkirkju í þrjú ár í viðbót.

   (25 af 37)  
6/12/04 04:01

albin

Ég vitna nú bara í eitthvað sem ég man ekkert hvaðan er né eftir hvern.

"Haltu kjafti, hlýddur og vertu góður,
Heiðra skaltu föður þinn og móður."

6/12/04 04:01

Ísdrottningin

Ef móðir þín segir útrætt mál, þá er það bara svo.

6/12/04 04:01

Ívar Sívertsen

Hér áður var sjálfræðisaldur 16 ára og hefði nægt til þess að þú hefðir getað sagt þig úr þjóðkirkjunni. En þar sem með lögum nr. 2 frá 1997 þá var sjálfræðisaldur færður að fjárræðisaldri. En það er alfarið rangt hjá móður þinni að tala um fjárræðisaldurinn. Ég hygg að það sé minna mál að svipta unglinga fjárræði tímabundið ehdlur en að svipta þá sjálfræði, það er mikið vesen og gerist ekki tímabundið. Þrátt fyrir að fólk með svipaðar pólitískar hugsjónir og ég hafi lagt frumvarpið fram og fengið það samþykkt þá hef ég alltaf verið á móti því að hækka sjálfræðisaldurinn. Mér finnst að hann eigi að vera 16 ára. Þegar ég var ungur var þetta allt í þrepum. Sjálfræði, bílpróf, lögræði, mega fara í ríkið og að lokum fjárræði. Það var allt í lagi að færa fjárræðið frá 21 árs niður í 18 ára til sameiningar lögræðinu. En meðan 16 ára unglingar eru ósjálfráða geta foreldrar óhikað skipt sér af því hvað unglingurinn fer að læra í framhaldsnámi. Ef þig langar í Iðnskóla þá getur mamma þín skikkað þig í Verslunarskólann og þar fram eftir götunum. Þetta finnst mér ekki rétt þróun og alveg spurning hvort þetta sé ekki hreinlega mannréttindabrot.

6/12/04 04:01

Furðuvera

Ívar rokkar feitt.
Ég er bara að spá í hvort mamma sé ósátt við mína trú og vilji þess vegna ekki leyfa mér þetta...

6/12/04 04:01

Tigra

Sumir eru bara svo fastir í "norminu" og gömlum siðum að þeir eiga erfitt með að sætta sig við einhverjar breytingar... eða þá sem eru öðruvísi.
Ég er mjög heppin og á afar skilningsríka foreldra sem styðja mína trú og hafa meira að segja áhuga á að kynna sér hana.
Fyrir mín börn ætla ég að kynna eins mörg trúarbrögð og þau hafa áhuga á að kynnast.. segja þeim að ekkert eitt sé rétt eða rangt.. og ég vil að þau velji sína skoðun alveg sjálf.. hvort þau vilji flokka sig undir eitthvað eitt trúarbragð.. trúa einhverskonar samblandi, eða hreinlega vera trúlaus.
Ég vona samt innilega að þau verði ekki trúlaus.. því fólk sem er algjörlega snautt allri trú, finnst mér alltaf missa vonina á undan öðrum

6/12/04 04:01

Furðuvera

Mamma mín hefur hingað til verið mjög skilningsrík... ég skil ekkert í þessum viðbrögðum og er eiginlega hálfmóðguð.
Ég ætla einmitt að gera það sama, kynna fyrir mínum börnum mörg trúarbrögð og leyfa þeim að velja.

6/12/04 04:01

Ívar Sívertsen

Það sem maður á að gera áður en maður kynnir trú fyrir nokkrum manni er að lesa helstu kennirit trúarbragðanna. Ég hef ekki lesið eitt einasta en hef þó talsverða vitneskju um það sem stendur í Biblíunni og get vissulega út frá því sem ég hef bæði kynnt mér og upplifað kynnt börnum mínum kristna trú. Ég vil það bara ekki fyrr en ég hef samanburð. Ég kem til með að einblína á alla góðu þættina í trúarbrögðunum og kynna síðan börnum mínum hvers eðlis þessi trúarbrögð eru.

6/12/04 04:01

Furðuvera

Ég lærði trúarbragðafræði í fyrra og þá var okkur kennt um mörg mismunandi trúarbrögð, þannig að ég veit svona helstu þættina í þessum algengustu. En okkur var ekki kennt um Wiccatrú og Ásatrú, sem mér finnst að ætti að gera...

6/12/04 04:01

Tigra

Maður veit samt alls ekki nóg eftir trúarbragðafræði .. Það sem maður þyrfti helst að gera er ekki bara að lesa sér mikið til um trúna.. heldur líka að umgangast þá sem iðka þessi trúarbrögð.
Ég fór í trúarbragðafræði í grunnskóla.. og svo aftur í menntaskóla.. ég lærði reyndar mun meira í menntaskóla.. eftir ýmsar rigerðir og svona.. en maður veit samt í raun svo lítið.
Ásatrú er nú oft kennd í grunnskólum, en þó aðallega sem skemmtilegar sögur af guðunum.. mér finnst ekki nægileg áhersla lögð á trúna sjálfa.
Það er svipað með gríska goðafræði.. margir þekkja sögurnar af guðunum, en færri vita í raun hvenær menn blótuðu, hvernig þeir snéru sér að því.. og fleiri trúarlega hætti.
Það er skiljanlegt að Wicca, Spiritismi, Drúidismi, Shamanismi, Taoismi ofl. sé ekki kennt í grunnskólum (Né reyndar menntaskólum) vegna þess að það er svo ofvoðslega mikill minnihluti sem aðhyllist þessi trúarbrögð.
Hinsvegar finnst mér alveg að það mættu vera valáfangar fyrir þá sem vildu gjarnan læra meira um þessi trúarbrögð.

Annars þá kemur trúin að innan og ekkert sem stendur á blaði mótar beint trúarhugmyndir manns.
Fyrst og fremst hefur maður einhverjar ákveðnar skoðanir sjálfur.. og auk þess kemur uppeldi mjög sterkt inní.

6/12/04 04:01

Bölverkur

Góður pistlingur! Þetta er allt helvítis hneykslið í hnotskurn. Með þessu er Þjóðkirkjan að stela af þér átta þúsund krónum a.m.k. árlega. Ég hef kynnst svona þjófnaði af eigin raun. Þá stal kirkjan, eða helvítis löggjafinn sem stendur vörð um hana, árum saman sóknargjöldum tveggja einstaklinga með því að skrá þá þjóðkirkjukristna í bága við öll lög og reglur.

6/12/04 04:01

Furðuvera

Takk Bölverkur...
Tigra: Okkur voru kenndar sögur um Æsina í sjötta/sjöunda bekk, var búin að gleyma því.
Annars aðhyllist ég helst að því að fólk ætti að þróa sína eigin trú sem einstaklingur með tímanum.

6/12/04 04:01

Tigra

Bölverkur: Þú þarft samta ð borga þó þú sért ekki í þjóðkirkjunni. Peningurinn rennur þá bara í staðin til þess trúfélags sem þú ert skráður í, og ef þú ert utan trúfélags, þá rennur þetta beint til háskólans.

6/12/04 04:01

hundinginn

Jeg samhryggist þjer Furða mín. Vonandi fer þetta ekki með þína fallegu sál, meðan á biðinni stendur.

6/12/04 04:01

Furðuvera

Takk takk, ég kemst vonandi í gegnum þetta ósködduð... hehe.

6/12/04 04:01

Limbri

Treystu móður þinni, hún vill þér bara það besta.

-

6/12/04 04:01

Furðuvera

Ég efast ekki um það, en ég er samt móðguð yfir því að hún vilji alls ekki ræða þetta neitt.

6/12/04 04:01

dordingull

Ég held að viðbrögð móður þinnar komi trúarskoðunum lítið eða ekkert við. Hún hljóp undireins í vörn fyrir fjölskylduna. Óttaðist strax að þetta stílbrot á norminu ylli íllu umtali.

Já barnið þeirra sagði sig bara úr þóðkirkjunni, ný búið að ferma það, sjálfsagt Ásatrúarvitleysingur eða eitthvað.
Já örugglega mér hefur líka alltaf þótt þetta fólk hálf skrítið.

6/12/04 04:01

Ugla

Léstu ferma þig?

6/12/04 04:01

Furðuvera

Nei, reyndar lét ég ekki ferma mig. Enginn mótmælti því...

6/12/04 04:01

Nornin

Furðuvera, þú ættir að setjast niður með mömmu þinni og ræða við hana þínar trúarskoðanir, sérstaklega þar sem þú segir að hún sé yfirleitt skilningsrík.
Ég gerði þetta sama með minni móður stuttu eftir fermingu og við sammæltumst um að það væri allt í lagi fyrir mig að skrá mig úr þjóðkirkjunni.
Þetta er nefnilega ekki alltaf bara spurning um trúnna sjálfa heldur lífsviðhorf fólks.
Ef þú segir mömmu þinni að þér finnist hræsni að vera í trúfélagi sem þú aðhyllist ekki, bara vegna þess að það sé normið, þá ætti hún sennilega að sjá málið öðrum augum.
Þetta er eins og að vera skráður í sjálfstæðisflokkinn en vera í raun vinstri græn.
Ef þú tekur svona dæmi þá skilur mamma þín þig kannski betur.

Vona að þetta gangi hjá þér.

6/12/04 04:01

Furðuvera

Takk Norn... reyni þetta.

6/12/04 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Trúinn er ópíum fyrir fólkið. enn Furuvera skiftir það nokkru máli hvort þú sért skráð í nokkur ár til , aðalatriðið er að þú sért hreinskilin
við sjálvan þig og haldir hug og hjarta opnu

6/12/04 04:01

Furðuvera

Það skiptir kannski ekki miklu máli að vera skráð í nokkur ár til viðbótar, en vitneskjan um að ég sé skráð truflar mig.

6/12/04 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú ert sómi og skjöldur unga fólksin og hlakkar mig til vera gamalmenni undir stjórn þinni. Áður enn þú veist af ertu komin í símaskránna.

6/12/04 04:01

Smábaggi

Hverrar trúar ertu?

6/12/04 04:01

Furðuvera

Ég er ennþá að þróa mína eigin... tekur sinn tíma...

6/12/04 04:01

Smábaggi

Ég mæli með agnostík.

6/12/04 04:02

dordingull

Hef aldrei trúað á aðra guði en þá sem ég veit að við bjuggum til sjálf. En síðan ég var skírður hef ég verið í Þjóðkirkjunni og er alveg sama truflar mig ekki neitt. Og Norn, góð ráð hjá þér, en það vill svo til að ég þekki mann sem var nánast skírður inn í Sjálfstæðisflokkinn um leið og hann var gefin guði. Það hefur aldrei pirrað hann neitt þót rampólítískur sé, því hans skoðun á þjóðfélagsskipan og þroskaleið mannveru er svo langt fyrir ofan skilning pólítíkusa að hann telur það húmbúkk að vera að eltast við smámuni sem þá að afskrá sig.

6/12/04 05:00

dordingull

En skil vel hvernig þér líður. Að vera skráður í K.R. en hafa alla tíð verið Valsari í hjarta sínu og vera bannað að skipta um félag er meira en pirrandi.
En líttu á mótlætið sem innlegg í reynslubankann,
og láttu það ekki valda þér neinu hugarvíli.

6/12/04 05:00

Furðuvera

Takk fyrir öll góðu ráðin, ég kemst líklega í gegnum þetta, hehe...

6/12/04 06:00

Afnám Þrælahalds

Þú mátt skrá þig úr þjóðkirkjunni þegar þú ert orðin 16 ára (eða var það 15) án samþykkis foreldra.

Segðu bara við móðir þína að þú viljir frekar að Háskólinn fái 7000 kallinn sem Þjóðkirkjan fái fyrir þig. Svo geturðu spurt hana að því hvers lags aumu trúarbrögð það séu að þurfa að neyða fólk í söfnuðinn til að einhver sé í honum. Ef þau eru það ekki munar varla mikið um þig eina.

6/12/04 07:02

mr_erogenous

hey

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.