— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/04
Lítil Dæmisaga

Sagan af sumargöngutúrnum sem endaði illa

Í dag, eftir að ég fór með móður minni í Kringluna, ákvað ég að skella mér í góðan göngutúr í tilefni sumardagsins fyrsta. Illa vildi til að ég var ekki í neinum sokkum vegna þess að þeir eru allir ónýtir. Ég fór nú samt, og gekk upp í Nauthólsvík sem er um 2 kílómetra frá heimili mínu. Þegar þangað var komið tók ég eftir miklum sting í vinstri fæti. Þegar ég fór úr skónum uppgötvaði ég heiftarlegt hælsæri sem hafði nú þegar flagnað og sveið mikið. Ekki sá ég fram á að geta gengið aftur heim í skónum, og því brá ég á það ráð að rölta þangað berfætt. Á leiðinni gekk ég yfir malbik, möl og gras en slapp sem betur fer við glerbrot og dýraúrgang. Þegar um það bil 10 metrar voru eftir heim, gekk ég fram á lítinn fugl og bauð honum gleðilegt sumar.

Og lærdóminn sem draga má af þessari sögu: Eigið alltaf nóg af sokkum.

   (36 af 37)  
4/12/04 21:01

Smábaggi

Já..

4/12/04 21:01

Furðuvera

Já.

4/12/04 21:01

Smábaggi

Aha.

4/12/04 21:01

Hóras

Þetta var gott innlegg og ég vona að sem flestir dragi lærdóm af þessu. Ekki allir sem geta orðið fyrir svona veseni og snúið því upp þjóðfélagslega þjónustu. Vel gert.

4/12/04 21:01

Skabbi skrumari

Já, góð dæmisaga... takk Furðuvera...

4/12/04 21:01

Goggurinn

Ég skal hafa þetta í huga næst þegar ég fer í göngutúr.

4/12/04 21:01

Furðuvera

Ekkert mál. En gerið það lærið af þessu svo ég hafi ekki gengið [Hlær að eigin orðaleik] í gegnum þetta til einskis!

4/12/04 21:01

Galdrameistarinn

Ég geng alltaf berfættur.

4/12/04 21:01

Furðuvera

[Hneigir sig fyrir Galdra]

4/12/04 21:01

Litla Laufblaðið

Varstu í náttfatalegum fötum? Ég sá nefninlega berfætta stelpu áðan

4/12/04 21:01

Amma-Kúreki

Takið eftir því ef mér skyldi klægja og finn ekki fyrir því

4/12/04 21:02

Ívar Sívertsen

Mér finnst að allir ættu að ganga berrassaðir!

4/12/04 22:00

Hildisþorsti

4/12/04 22:01

voff

Lærdómurinn af þessari sögu er það að Furðuvera lét sokkaleysi og hælsæri ekki ræna sig gleði Sumardagsins fyrsta. Hefði hún gert það og kastað grjóti í fuglinn í stað þess að bjóða honum gleðilegt sumar hefði sokkaleysið unnið, fuglinn slasast og orðið vargi að bráð og ekki getað alið upp unga í sumar. Og Ísland hefði orðið fátækara fyrir vikið.

4/12/04 22:01

Kynjólfur úr Keri

Ef ég væri svona furðuvera gengi ég ekki berfættur heldur ferfættur... og ekki í neinum sokkum á þófunum.

En lærdómurinn sem ég dreg af sögunni er þessi: Til að forðast kvilla á borð við þunglyndi, kvefkenndar skítapestir, lungnaþembu, mígreni, niðurrennandi pissukúk, heilalömun, doða, náladofa, vöðvabólgu, streitu, heyrnarleysi, krabbamein, niðurfallssýki og hælsæri... ekki fara í Kringluna.

4/12/04 23:01

hundinginn

Æðislegt rit Furða mín! Vel skrifað og skemmtilegt.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.