— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/05
Lögmál systur minnar

Ég bara verð að kvarta aðeins.

Nú held ég að systir mín sé alveg að sökkva í þetta svað útlitsdýrkunar og grunnhyggni sem tröllríður minni kynslóð. Í morgun, á leiðinni í skólann, heimtaði hún að fá leyfi fyrir því að fara í ljós. Semsagt, hún vildi stórauka líkur sínar á húðkrabbameini fyrir það eitt að vera eins og hinir. Mamma harðneitaði auðvitað að leyfa henni þetta, þrátt fyrir endurtekið nöldur á borð við "Allar hinar mömmurnar leyfa þetta!" og "Allir vinir mínir fara í ljós!". Hinsvegar endaði það þannig að litla systir laug í opið geðið á mér seinna um daginn, sagði að mamma hefði leyft henni að fara í ljós og fór því með vinkonu sinni. Mamma kannaðist ekkert við það þegar ég sagði henni frá því. Ég hélt ég yrði ekki eldri... hvað er að gerast með unglinga í dag? Þessi systir mín verður fjórtán ára í lok maí, og ég vitna í doktor.is: "Börn og unglingar eiga alls ekki að nota ljósabekki enda húð þeirra viðkvæmari en fullorðinna." Þessi orð eru bara suð og óskiljanlegt bull í eyrum systur minnar. Allt fyrir útlitið?
Ekki bara það, jafnt og þétt hefur hún orðið ókurteisari og skeytir lítt um tilfinningar hinna í fjölskyldunni. Mamma er þjónninn, ég er hirðfíflið sem er öllum til skammar, pabbi er asnalegur, en vinirnir eru númer eitt, tvö og þrjú. Auðvitað þurfa allir að vera eins í vinahópnum. Súkkulaðibrúnir, elgstrípaðir og fitt kannski?
Allt sem mamma segir er kjaftæði, stóra systir er fáviti, íslenska er hallærisleg, og útlitið er lykillinn að lífshamingju.
Lögmál systur minnar. Ég veit bara að mér finnst þetta mesta kjaftæði sem ég hef á ævi minni heyrt.

   (12 af 37)  
2/12/05 07:02

Aulinn

Almáttugur, 13 ára semsagt? Og stalst í ljós, ég hef nú bara 4 sinnum farið í ljós og aldrei enst allan tíman... myndin "I still know what you did last summer" er bara of föst í huga mér.

En bíddu bara og sjáðu hvernig hún fer út úr gelgjunni, ég var nú alveg óþolandi á hennar aldri.

2/12/05 07:02

Ugla

Margir vaxa reyndar aldrei upp úr útlitsdýrkuninni. Enda ýmislegt sem bendir til þess að það það skipti næstum öllu máli að vera sætur, mjór og smart í dag.

2/12/05 07:02

Goggurinn

Ég er öfgafull afleiðing þessarar útltsdýrkunnar. Ef þið viljið verða grænir dvergar í framtíðinni skuluð þið endilega gera þetta allt; aflitun, ljósabekkir o.s.frv.

2/12/05 07:02

Don De Vito

Fínt að vera fölur bara. Maður sér nú marga á götunni sem líta bara út eins og hver annar sandnegri... með ljóst hár.

2/12/05 07:02

sphinxx

Finnst það í fínu lagi ef að fólk vill fara í ljós til að hressa uppá útlitið ég er t.d hálf glær og mér veitti ekki af að fara í einn slíkan. Finnst það samt tómt rugl að vera grilla sig 2 sinnum eða oftar í viku.

2/12/05 07:02

dordingull

Þegar ég var í barnaskóla voru sérstakir ljósatímar. Allur bekkurinn fór í ljós að minstakost einu sinni í viku (minnir mig) og átti víst að bæta c-vitamín búskapinn.
Nú á hvejum morgni gekk svo kennarinn um með lýsiskönnu og hellti slurk upp í hvern kjaft.

2/12/05 07:02

Hexia de Trix

Æjæja, vonandi á hún eftir að geta hlegið að þessu, með þér, eftir nokkur ár. Á meðan skaltu bara njóta þess að vera þú. Það er alveg nógu mikið djobb að vera maður sjálfur.

2/12/05 07:02

blóðugt

Oh svona fólk er svo óþolandi.

2/12/05 07:02

Nermal

Hún getur huggað sig við það að ef hún heldur áfram að stunda sólarbekki af kappi þá verður skinnið á henni eins og soðinn skólataska um 40 ára aldur.

2/12/05 07:02

Ívar Sívertsen

Ég fór einu sinni í ljós. Þetta var í árdaga ljósabekkjanna. Mér var sagt að snúa mér nokkrum sinnum til að jafna brennsluna en ég nennti því ekki og labbaði út eins og náttúrulegur Þróttari.

2/12/05 08:00

Jarmi

Sko... þú færð krabbamein af; saltkjöti, bláu mogm, halda inni hlandi (ef þú ert kk)... og svo mörgu öðru.

EN...

Svo var það gaurinn sem sagði "rannsóknir sannað að tilraunir valda krabbameini í rottum!"

Hann var ekki að meina að við erum svo dugleg við að rannsaka krabbamein að við séum að finna þau öll í rottum. Hann var að meina að auðvitað eru krabbamein til. Þau eru partur af því að vera lífveran "manneskja". (Takið vel eftir að ég er ekki að gera grín að krabbameini, ég hef misst fólk sem mér er mjög annt um í skolta krabbameins.) En málið er, við skulum ekki lifa lífi okkar í kringum krabbamein sem gæti eða gæti ekki náð okkur. Við ættum að lifa lífinu lifandi og fylgja lífsstefnu James Dean "live fast, die young, be a good lookin' corpse".

Það er allavegana mitt mottó. Ef þið fílið það ekki þá megið þið endilega reyna að segja mér það... ekki að ég muni heyra í ykkur, ég mun vera of bissí á Ibiza á hraðbáts-fallhlífar-ride. Eða með Jóakim í suður-ammríku að lifa lífinu!!!!

Good Luck Baby.

2/12/05 08:01

hlewagastiR

Systir þín hefur rétt fyrir sér og þið eru auðvitað bara fasistar að hamla andlegri og líkmlegri velferð hannar. Allt sem hún segir er rétt. Líka þetta með íslenskuna. Spurðu bara Hraustmann.

2/12/05 08:01

B. Ewing

Gelgjan er fædd. Syririn mun ekki skána fyrr en það rennur af henni. [Horfir bölsýnisaugum út um gluggann]

2/12/05 08:02

ZiM

Mér finnst gelgjan vera að versna, og herja fyrr á krakkana. Eða er ég bara gömul? Allavega þá vona ég þín vegna að hún vaxi fljótt upp úr henni.

2/12/05 09:01

Guðmundur

Lögmál systur þinnar já, síðast þegar ég rakst á það þá var þetta lögmál nú kallað náttúruval (eða læmingjasyndróm). Þegar velmegun og fólksfjöldi vex um of þá finna mennirnir sífellt hugvitssamari lausnir til að grisja hópinn, sbr. reykingar, drykkju, sólböð, ofát og anorexíu.

2/12/05 10:02

Jóakim Aðalönd

Alveg er ég sammála Jarma. Endilega leyfðu systur þinni að eyðileggja sig í friði. Annað hvort mun hún sjá hina leiðina eða bara njóta lífsins eins og hún velur. Alla vega læt ég allar bölsbænir um krabbamein og slíkt sem vind um eyru þjóta. Ekki verða eins og Flanders; 60 ára gamall, en hefur ekki lifað lífinu eina einustu mínútu.

Þess má geta að ég hef aldrei farið í ljós og 7 villtir hestar gætu ekki dregið mig þangað.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.