— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/06
Af málfræði.

Aukastafir

Það er eitt af mörgu sem ég ekki skil. Hví það er samþykkt af málfræðingum þessa lands að troða óþarfa bókstaf inn í sum orð. Þar vil ég nefna 2 orð sem dæmi. Leikfimisföt og athyglisvert. Samhvæmt minni þekkingu á íslensku máli þá er engin ástæða fyrir því að setja s inn í þessi orð.
Orðið leikfimi beygist: Hér er leikfimi, um leikfimi, frá leikfimi, til leikfimi. Ekkert beinvítans ess..
Það sama á við um: Hér er athygli, um athygli, frá athygli, til athygli.
Ekkert ess...
Hvaða vitleysa er eiginlega í gangi..? Ég bara spyr?

   (28 af 35)  
2/11/06 05:01

Álfelgur

Nei þú hefur rangt fyrir þér! Það er leikfimi um leikfimi frá leikfimi til leikfimis! [Glottir eins og fífl]

2/11/06 05:01

Anna Panna

Þetta er sjálfsagt málvenja sem hefur einfaldlega þróast í ranga átt, sumsé vitleysa sem varð að lokum rétt. Kannski talaði fólk fyrir nokkrum árum/áratugum um leikfimifatnað og athyglivert...
Annað svipað dæmi er að fólk fer utan til keppni en fer í keppnisferðalag.

Þróun máls er nefnilega ekki alltaf „rétt”, kannski eiga málfræðingar framtíðarinnar eftir að spyrja sig í forundran hvers vegna í ósköpunum talað sé um að leita af einhverju, þegar það er bæði málfræði- og merkingarlega rétt að segja leita .

2/11/06 05:01

Jarmi

Börnin mín eru heppin að vera ekki til. Því ef þau væru til þá myndu þau líklega tala of vitlaust til að ég gæti þolað þau. Og þá myndi ég lemja þau.
Heppin eru þau.

2/11/06 05:01

Regína

Hvaðan kemur þetta a í ruslafata? Það kemur aldrei neitt a hvernig sem talað er um rusl.

2/11/06 05:01

feministi

Þetta rit er allrar athygli vert.

2/11/06 05:01

Tina St.Sebastian

Ég segi yfirleitt "athyglivert" og "leikfimiföt". Annað særir viðkvæma máltilfinningu mína. Það sama gildir um orðasambandið "að fara erlendis". [Hryllir sig]

2/11/06 05:01

Texi Everto

"Stuttbuxur" og "sniðugt"

2/11/06 05:01

Fíflagangur

Mér langar ekkert skrifa einhverja aukastafi. Mig hlakkar nú ekki svo til að skrifa alla hina.

2/11/06 05:01

Huxi

Jarmi: Færðu ekki næga útrás við að berja á sampóum þínum hérna? Þú verður að halda áfram að brúka getnaðarvarnir...
Regína: Það er huxanlegt að rusl-a-fata stafi af því að þarna er um mörg rusl að ræða sem er safnað saman í eina fötu. Hér eru rusl, um rusl, frá ruslum, til rusla. [Þykist vísindalega huxandi]
Tina. Sem betur fer hef ég tekið eftir því að það eru ávallt nokkrir einstaklingar sem sleppa þessu skrambans essi. Það kemur mér ekki á óvart að þú skulir vera einn þeirra.
Texi: Ég skil ekki...

2/11/06 05:01

Jarmi

Getnaðarvarnir eru fyrir þá sem fá að ríða.

[Dæsir]

2/11/06 05:01

Huxi

Útlit sumra er þeim næg getnaðarvörn.. [Starir huxi út í loftið]

2/11/06 05:01

Tina St.Sebastian

Merkilegt að Fíflagangur skuli sýna einkenni tvennskonar þágufallssýki í ekki lengri athugasemd.

2/11/06 05:01

krossgata

Ég hafði gaman AF þessu félagsriti, en til eru þeir sem hafa gaman að því.
[Fær hroll]

2/11/06 05:02

Álfelgur

Ég held að rusl sé bara til í eintölu... án þess að ég þori að fara með það.

2/11/06 05:02

Jarmi

Álfelgur: Jamms. Eins og hveiti eða sykur. "Mörg hveiti" gengur ekki upp.

2/11/06 05:02

Regína

Eitt hveiti ekki heldur, nei einn sykur. Eitt rusl?

2/11/06 06:00

feministi

Fíflagangur er greinilega bæði með þágufallssýki og þolfallssótt.

2/11/06 06:00

Tina St.Sebastian

Mér skilst að málfræðingar hafi sammælst um að flokka þolfallssótt sem einkenni þágufallssýki fremur er sjálfstæðan sjúkdóm.

2/11/06 06:00

Upprifinn

Ruslbíll og ruslfata eru bara of asnaleg orð til að geta átt líf.

2/11/06 06:00

Álfelgur

Regína: Svipað og eitt fólk. Sem ég veit fyrir víst að er bara eintöluorð. Þetta með að setja eitt og mörg fyrir framan orðin gildir ekki alltaf til að finna út töluna.

2/11/06 06:00

Regína

Það er til málfræðihugtak yfir þessi fyrirbæri: rusl, fólk, sykur og hveiti, allt þetta sem ekki er hægt að telja (málfræðilega) og ekki hægt að hafa í fleirtölu. Ég man bara ekki orðið í augnablikinu.
Þessi aukastafur (s í leikfimisfötum og a í ruslafata) er líka skilgreint hugtak í málfræðinni, ég man ekki heldur hvað það er kallað. Hugsanlega innskotshljóð.
Nú væri gaman ef Gimlé væri enn á meðal vor.

2/11/06 06:01

Andþór

Ég geri svo ráð fyrir því að félagsritið, Af fáfræði sé næst. Það liggur einhvernveginn beinast við. {Kann ekki að glotta í félagsritum á macdrasli}

2/11/06 06:02

Tina St.Sebastian

Ég hef lagt til að orðið fjöltala verði notað yfir þessi pirrandi fleirtölu-en-samt-eintölu orð eins og skæri og buxur.
Gæti verið að fólk, sykur, hveiti o.s.frv. séu magnorð?

2/11/06 06:02

Jarmi

Ótala. Þau eru óteljandi þessi orð.

2/11/06 01:00

Billi bilaði

Í einni vinnu sem ég stundaði notuðum við plöst. Það fannst mér gaman. <Ljómar upp>

2/11/06 01:01

Isak Dinesen

Þessi gagnrýni er byggð á misskilningi. Stafurinn "s" í athyglisverður er tengihljóð við orðmyndun - ekki eignarfallsending.

Um þetta má lesa í málfarsbankanum:

http://www.ismal.hi.is/malfar/

og leita að orðinu athygli.

2/11/06 01:01

Huxi

Misskilningur, minn rass. Mér þykir þetta asnalegt og fíflalegt og heimskulegt og neita að nota eitthvað ess sem kítti svo þessi tvö ágætu orð tolli saman. Ég er alveg sammála Önnu P. að þarna hefur málfræðin farið út af sporinu og út í móa.
Og hana nú.

2/11/06 01:01

Isak Dinesen

Þetta hefur meira með framburð en málfræði að gera.

2/11/06 01:01

Jarmi

Isak á kærar þakkir inni hjá mér fyrir þennan fróðleik.

Sá lærir sem lifir.

2/11/06 01:01

Tina St.Sebastian

SVO lærir sem lifir. Reyndu nú að læra þetta.

2/11/06 01:02

Jarmi

[Prumpar staðfastlega í átt að Tinu]

Ég segi það sem ég vil. Reyndu nú að læra það.

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði hr. Huksi

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------