— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Saga - 1/11/09
Sagan af Íkarusi

Við hérna á Huxasetrinu eigum góða vinkonu sem á Sfinx kött sem heitir Íkarus. Sfinx kettir eru þessar hárlausu, stórundalegu skepnur sem hafa verið að öðlast auknar vinsældir núna undanfarið meðal kattavina. Það bar til á heimili vinkonu okkar núna um daginn, að henni varð það á að stíga óvart á framfótinn á Íkarusi. Þann hægri nánar tiltekið. Kötturinn bar sig alveg skelfilega ílla, haltraði um á þrem fótum og ef hann langaði í eitthvað þá kom hann með hægri loppuna á lofti og horfði ásakandi augum á matmóður sína. Og hún blessunin var svo viss um að dýrið væri stórslasað, (þó læknisskoðun hefði ekki sýnt það), að hún dekraði köttinn á alla lund. Íkarus er með dýran smekk og humar, rjómi, paté og camenbert ostur eru ofarlega á óskalista hans yfir daglegt fæði. Hann gekk því á lagið og kom haltrandi með loppuna á lofti til að fá eitthvað af þessu góðgæti sem hann annars fékk bara endrum og sinnum. Gekk þetta svo fram í heila viku að kisi lifði eins og kóngur og sektarkennd vinkonu vorrar var sá gnægtarbrunnur sem hann sótti í.
Alveg þar til að einn morguninn að hann klikkaði á grundvallaratriði og kom haltrandi með vinstri loppuna á lofti...
Íkarus fær núna Euroshopper blautmat í hvert mál og vatn með.

   (7 af 35)  
1/11/09 02:01

krossgata

Og hefur nú týnt malinu sínu?

1/11/09 02:01

Madam Escoffier

Jâ það er ekki gott að fljúga of nálægt sólinni.

1/11/09 02:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Kisinn sá arna ber nafn sitt með rentu...

1/11/09 02:01

Dula

Elsku kisuræfillinn, það er nú lágmark að gefa allsberum ketti gott að éta, elsku skinnið.

1/11/09 02:01

Kiddi Finni

Já, jafnvel fyrir mannfólkið er erfitt að gegna gópu hófi...

1/11/09 02:01

Golíat

Ég þekki marga í mannheimum sem hafa einmitt flaskað á svona smáatriðum.

1/11/09 02:02

Grýta

Flott saga. Kisur eru klárar.

1/11/09 02:02

Nermal

Kettir eru lævísir og algerir tækifærissinnar. Dýrka ketti

1/11/09 02:02

Kargur

Kettir eru handbendi djöfulsins.

1/11/09 03:01

Sannleikurinn

Kargur svona svona það er enginn stór djöfull til!!

1/11/09 03:02

woody

Mikið trúi ég einmitt einhverjum svona köttum til að gera þetta, en að flaska á svona smáatriðum...

1/11/09 03:02

Garbo

Kisur...aldrei að snúa baki í þær.

1/11/09 03:02

Barbapabbi

Sniðugt að rækta hárlausa ketti. Þá sleppur maður sjálfsagt við að svíða þá eða hamfletta - sem getur verið bölvað maus. Bara smella sinnepsgljáanum á og skella þeim í ofninn (sleikir græðgislega útum)

1/11/09 04:00

núrgis

Er kisunni samt ekkert kalt svona hárlausri?

1/11/09 04:01

Texi Everto

Í dag er einmitt THE INTERNATIONAL SHAVE YOUR PUSSY DAY
íhaaaaaa!

1/11/09 07:01

Upprifinn

Skemmtileg saga og það þó að hún sé bara um kött.

1/11/09 16:01

Urmull Ergis

Er hann ekki sæmilega sólbrúnn?

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------