— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 5/12/07
Af U2

Tónleikamynd með U2 í þrívídd. Myndin var tekin upp á sjö mismunandi tónleikum í Vertigo tónleikaröðinni.

Fór í kvikmyndahús til að fara á hljómleika. Það heppnaðist svona glimrandi vel. Lagavalið var mjög skemmtilegt, Bono söng sérdeilis frábærlega vel og hljómsveitin öll verulega þétt og flott. Alveg ótrúlegt annars hvað tiltölulega einhæfir hljóðfæraleikarar geta myndað fjölbreytta og magnaða hljóðmynd. Þrívíddin virkaði vel og var skemmtilegt að sjá tónleikamynd með þessari tækni.
Gallarnir voru þeir helstir að myndin var aðeins u.þ.b. 80 mín, en hefði mátt vera góðir 2 tímar eins og hljómleikarnir voru hjá U2 í þessari hljómleikaferð. Einnig var hljómurinn í salnum full flatur og botnlaus.
Ergo: Mynd sem er vel þessi virði að sjá.

   (21 af 35)  
5/12/07 20:00

Grágrímur

Hér er atriði sem var klippt en er á DVDinu
http://www.youtube.com/watch?v=8EDuK46ZqFM&feature=related

5/12/07 20:00

Lopi

Það er allveg ótrúlegt hvað þeir geta náð þéttu sándi bara 3 hljóðfæraleikararnir. Það mætti nú allveg reka söngvarann.

5/12/07 20:00

Skúbbi

Svonefndur höfundur sem titlar sig Huxi mæti hugsa aðeins meira um yfirskriftir félagsritana sem hefjast allar á "Af". Afar frumlegt eða hitt þó heldur!

U2 er heldur ekki hljómsveit fyrir hugsandi fólk. Þetta er væmið popp-rokk sem flestir vaxa fljótt upp úr.

Bono hefur líka alltaf verið rammfalskur. Bassaleikarinn er svo sem ágætur á hljóðfærið en lengra nær það nú ekki.

Ég held þú ættir nú að vanda meira til félagsrita þinna, annars væri betra fyrir þig að sleppa því og vera í teningaleik eða fara á einhvern annan vef sem hentar þínu gáfnafari.

5/12/07 20:00

Ívar Sívertsen

Mér fannst þetta fínt félagsrit. Fékk mig til að langa að sjá þessa mynd. U2 hafa mér þótt mistækir í gegnum tíðina en hafa oft náð góðri stemmningu. Það þarf ekkert alltaf að vera doktor í hljóðfæraleik til að ná upp góðu stuði.

5/12/07 20:00

Huxi

Skúbbi: Ef þér finnst ég ekki nógu frumlegur finndu þér þá eitthvað að skoða á listahátið til að skemmta þér við. Gáfnafar mitt ætti heldur ekki að valda þér áhyggjum, mér sýnist þú hafa nóg með að halda þinni eigin greindarvísitölu yfir frostmarki.

5/12/07 20:00

Lepja

U2 kemur nú oftast partýinu í gang. Eða gerði það þegar ég var yngri. Ég hef ekki séð þá oft. Væri alveg til í að sjá þá nokkrum sinnum. Svo var það þýsk hljómsveit sem er eftirherma af U2 og eru víst rosalega líkir þeim. Man ekki hvað þeir heita.

5/12/07 20:00

krumpa

Ég hef nú rætt það áður hér að ég er ekkert sérlega hrifin af Þér líka. Ég get alveg hlustað á þá en ég míg ekki í mig af hrifningu eða fyllist sérlegri andargift yfir snilli þeirra. Ef ég hins vegar viðra þessa skoðun mína er ég iðulega rökkuð niður - þarna sé besta hljómsveit í heimi - og maður eigi bara að míga á sig af hrifningu og stynja yfir guðlegri snilli þeirra. Sumsé - sápukúluband sem á ágæta spretti og getur verið í lagi að hlusta á annað slagið en engin ofurmannleg snilld á ferðinni. Að mínu mati. Mér leiðist þessi skefjalausa dýrkun.

5/12/07 20:00

krumpa

Hefði hins vegar ekkert á móti því að hitta Bono á áfviknum stað...fáklæddan.

5/12/07 20:00

krossgata

Flottasta þrívíddar-upplifunarmynd sem ég hef séð var í einhverjum skemmtigarði í Portugál og var hún um jörðina og dýr í útrýmingarhættu. Þegar ísbirnir skelltu sér til sunds með látum var vatni úðað yfir salinn og svo framvegis. Skemmtilegt stemming. En ég gæti alls ekki hugsað mér að vera úðuð vatni þegar Bono hristi af sér svitann. Það verður að teljast ólíklegt að bætt hafi verið inn upplifunar-fítusum á þessa sýningu.

Eins og sumir aðrir hér er ég ekki upprifin vegna U2 og þó mér finnist þessi þrívíddartækni spennandi, þá dugir það ekki til að ég láti mig hafa það að sitja í tæpa 2 tíma og hlusta á U2. Togast samt svolítið á í mér... nei, held ekki... og þó... nei.

5/12/07 20:01

Garbo

Örugglega skemmtileg mynd, hef verið aðdáandi U2 frá upphafi. Hef að vísu stundum misst þá fram úr mér en þeir standa alltaf fyrir sínu. Og Bono er meiriháttar, U2 væri ekkert án hans.
Lopi: ,, reka söngvarann" Að þér skuli detta svona vitleysa í hug! [fussar og sveiar]

5/12/07 20:01

Lopi

Nei satt er það. Bono er flottur.

5/12/07 20:02

Don De Vito

U2 hafa aldrei höfðað til mín. Örugglega fínir samt á sviði, annars væru þeir ekki svona frægir. En tónlistin þeirra hefur alltaf bara verið lala og í mínum huga lítið annað en ofmetin sveitaballahljómsveit.

M.ö.o. þá myndi ég kannski borga mig inná sveitaball með U2 en á tónleika í Laugardalshöllinni? Nei takk!

5/12/07 21:02

Grágrímur

Tónleikar í Laugardalshöllinni eru sveitaböll...

5/12/07 21:02

Nermal

U2 eiga nokkra þokkalega smelli. Persónulega finnst mér nú eldra efnið betra. Held nú samt að ég fari ekkert að æða í bíó til að sjá þá. Man eftir flottu atriði þar sem grínistarnir Hale & Pace tóku U2 fyrir. Það var snilld.

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði hr. Huksi

2/11/09 03:01

Sannleikurinn

Sammála Don De Vito - þó einhver smávegis lög sem jeg hef haft gaman af með þeim gegnum tíðina.
Í dag er Bono álitinn tákngerfingur gamla tímans og aðgerðarleysisstefnunnar.

2/11/09 03:01

Sannleikurinn

Jeg meina aðgerðaleysisstefnunnar........

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------