— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/05
Erfiði og uppskera - Sonnetta

Skáldið vonlaust hárið rammur reytti
rokna hugmynd færa vildi í letur
og vissi að ætti vel að geta betur
við vinnu sína öllum ráðum beitti.

Þá loksins honum eitthvað eldmóð veitti.
Var ekki í huga skáldsins lengur vetur?
Í endalausar lagðist yfirsetur
sig læsti inni, þar hann einskis neytti.

Við vinnu þessa þýddi ekkert mók
nú þurfti að reyta úr ljóði mesta arfann
svo yfir þessu viku í viðbót sat

en gumi aftur gleði sína tók
er gleypti ljóðið þetta ruslakarfan
að lokum værum svefni sofið gat.

   (23 af 42)  
2/12/05 10:00

blóðugt

Merkilegt Isak, merkilegt.

2/12/05 10:00

Offari

Þetter er bölvuð árátta hjá ruslafötunni að háma í sig öll þessi ljóð..

2/12/05 10:01

Krókur

Góða nótt!

2/12/05 10:01

Bölverkur

Svona eiga menn að gera, mæla og rita í fínum sónhettum. Takk fyrir.

2/12/05 10:01

Sæmi Fróði

Glæsilegt.

2/12/05 10:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Mjög glæsilegt

2/12/05 10:01

Stelpið

Menn sem tala í sonnettum bræða mig alveg...
[Lekur niður af stólnum]

2/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Glæsilegt!

2/12/05 12:00

Isak Dinesen

Takk fyrir mig.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.