— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/04
Pennastíflur

Líklega hafa allir Gestapóar lent í ritstíflu. Hér má sjá lista yfir nokkrar greinar mínar sem ekki komust á útgáfustig.

Eyrnapinnar og hvernig á að velja þá (pistlingur)
Þeir koma í þremur litum og tveimur stærðum. Ofan á það bætist að verðmunur getur verið töluverður. Hvernig er best að velja? Þrjár aðferðir skoðaðar.

Ævintýri vesalings um strætisvagnakerfið (saga)
Leystist upp í bull eftir að ég lét söguhetjuna skipta úr sexunni yfir í 110 með því að ferðast í gegnum ormagöng.

Vikulegt bað – rök með og á móti (pistlingur)
Það kom á óvart hversu sterk rökin með vikulegu baði voru.

Andfýla, svitafýla, táfýla; hver er verst? – fræðileg úttekt (pistlingur)
Ég gerði tilraun á þessu með sjálfboðaliðum á Hlemmi... sá eftir því.

Fornleifar á Íslandi: Af hverju er óþarft að halda áfram leit að egypskum múmíum í Skálholti (pistlingur)

Hitler og Stalín, hvor var meira klikk? (pistlingur)
Ég lá yfir bréfaskriftum Hitlers til páskahérans og bar saman við bréf Stalíns til jólasveinsins. Niðurstöður voru sláandi en heimildaskrá var ábótavant.

   (37 af 42)  
6/12/04 05:02

Skabbi skrumari

[Dettur ekkert í hug að skrifa hér] Uhhhhh... já, hvað með að þú skrifir aðeins um vikulegt bað... Skál

6/12/04 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Það væri fróðlegt að lesa þessi óskrifuð fræðirit þín Ísak, Sérstaklega um hið nýa leiðakerfi. Ég sá í netvarpinu að Íslenstir strætó kallar hefðu unnið norðurlandakeppni í akstri og þeir Sænsku hefðu lent í síðasta sæti!

6/12/04 06:01

Helena

Ég myndi gjarna vilja vita meira um eyrnapinna.

6/12/04 06:01

Börkur Skemilsson

Ég skrifaði pistling um Strákana og setti inn á félagsrit. Las það síðan í 3. skipti og komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti að eyða því sem allra fyrst, sem ég og gerði.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.