— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/04
Sonnetta (af vanefnum)

Nú mikið listaverk skal negla niður
með natni, striti - öllum mínum ráðum
já allt mun smella, allt mun passa bráðum
og efni- skyldi finnast nægur -viður

Að berjast einn við ljóðið, næsti liður
að lokum saman endum vil ná báðum
við Bragi áður marga hildi háðum
þar hetjan jafnan tapaði, því miður

Af viti á blaðið ort hef afar fátt
en ekki vil ég falla í gamla normið
og áður gefið fögur fyrirheit

og vandi minn er varla á enda brátt
(þó valdi að lokum sonnettunnar formið)
því hvað skal skrifa, skáldið ekki veit.

   (34 af 42)  
1/11/04 08:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Shakespeare hentu þér í veggin ! frábbært Ísak!

1/11/04 08:01

Bölverkur

Traustur. Þetta var pottþétt herra Dinesen.

1/11/04 08:02

blóðugt

Frábært.

1/11/04 09:01

Sæmi Fróði

Vel gert.

1/11/04 09:01

Sundlaugur Vatne

Gott, hjá þér, kæri skáldbróðir. Hið göfuga ljóðform sonnettan hefur enn orðið viðfangsefni verðugs meistara.

1/11/04 10:00

Isak Dinesen

Þakka ykkur kærlega fyrir fögur orð, kæru skáldsystkin. Mér er mikill heiður að því að fá hrós frá ykkur.

1/11/04 10:01

Heiðglyrnir

[Skammast sín niður fyrir allar hellur, hélt að ég væri fyrir lögu búin að svara hér..jahérna] Vel ort Isak, þetta bragform á Riddarinn eftir að kynna sér betur.

1/11/04 10:01

Stelpið

Glæsilegt Isak minn... [smellir kossi á kinn]

1/11/04 10:01

Isak Dinesen

Takk kærlega, Heiðglyrnir - þú þarft endilega að reyna við þetta form.

Ég er einmitt að hugsa um að stofna sonnettuþráð þar sem ljóðskáldin geta rætt þetta ljóðform nánar.

Og takk, kæra Stelp. [Tekur við kossinum fagnandi]

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.