— GESTAPÓ —
Krókur
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 3/12/05
Ruðningur

Hér sjást þeir írsku Peter Stringer og Ronan O'Gara tækla hinn enska Lawrence Dallaglio. Matt Dawson horfir spenntur á.

Eftir öll þau skrif mín um krikket mætti kannski halda að það eina sem ég geri sé að æfa og horfa á þessa göfugu íþrótt. Það er nú af og frá. Ég leik og horfi líka mikið á ruðning, eða rugby eins og leikurinn heitir víst. Þeir sem sjá þennan leik í fyrsta skipti eiga það til að finnast hann ansi grófur og er nokkuð til í því. Þetta er alls ekki fyrir einhverja aumingja, hvorki að taka þátt í leiknum né að horfa á.

Hvort lið hefur á að skipa 15 mönnum, 8 framherjar og 7 bakverðir og spilast leikurinn oft þannig að framherjarnir berjast um boltann í návígi ýmist í ruðningi, innköstum og skrömmum (e. scrum) en þegar boltanum er kastað aftur til bakvarðanna, sparka þeir annahvort boltanum fram (til að ná stöðu á vellinum) eða hlaupa að vörn andstæðingsins (til þess að komast fram hjá þeim og skora) og geta þeir þá kastað boltanum milli sín til þess að forðast tæklingar. Stig eru skoruð með því að ýta boltanum niður í endamarki andstæðingsins eða sparka boltanum milli stanga marksins, en yfir þverslána.

Árlega fer fram sex liða keppni milli Skotlands, Englands, Írlands, Wales, Frakklands og Ítalíu og á morgun er síðasta umferðin í keppninni. Þetta árið eiga Írar og Frakkar möguleika á að vinna keppnina en Englendingar og Skotar fylgja fast á eftir, en á síðasta ári vann Wales og sýnir það hve jafnt er milli liðanna hér í Evrópu. Ítalir hafa verið að sækja í sig veðrið og hef ég tekið eftir mikilli framför hjá þeim síðustu árin.

Eins og gefur að skilja, þá skiptir liðsheild og samvinna mestu máli í rúgbí og taktík er mikilvæg. Reglurnar eru margar og sumar flóknar en það gerir leikinn skemmtilegri að mínu mati.

   (1 af 10)  
3/12/05 17:01

Dr Zoidberg

Þú ættir kannski að skipuleggja leik hér á Gestapó einhvern daginn.

3/12/05 17:01

Don De Vito

Þessi íþrótt er sko eitthvað annað en þetta ameríska kjaftæði!

3/12/05 17:01

Kargur

Þetta er greinilega leikur fyrir alvöru karlmenn. Hér í sveit spila sílspikaðir menn útvatnaða og úrkynjaða útgáfu af þessum göfuga leik og voga sér svo að kalla það fótbolta.

3/12/05 17:01

Skabbi skrumari

Flottur leikur... Weils er skrifað Wales en ekki Walse, ekki að það skipti öllu máli... Áfram Veils...

3/12/05 17:01

Krókur

Takk fyrir þetta Skabbi. Mig langar nú helst til að stafa Wales Veils. Kannski ætti maður bara að nota Kimrú (eða Cymru).

3/12/05 17:02

Jarmi

Já, nú erum við að tala saman!

Mikið var að þetta var fært á testerónstigið.

Flott rit.

3/12/05 17:02

Ferrari

Þetta er alvöru sport.Ekkert brynjudras og viðbjóður

3/12/05 18:01

Litli Múi

Allir tannlausir, snilldar íþrótt.

3/12/05 18:01

ZiM

Áhugaverð íþrótt. Hef aldrei heyrt henni lýst svona vel. Væri alveg til í að horfa á keppnina.

3/12/05 18:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ljómandi.

3/12/05 18:01

Nermal

Hvað eru margir drepnir í þessu á ársgrundvelli? Þetta vriðist vera eins hættulegt og að fara niður í miðbæ um helgar.

3/12/05 18:01

Krókur

Síðasta umferðin var mjög skemmtileg. Allir þrír leikirnir voru afar spennandi. Skotland byrjaði á að sigra mjög gott lið Ítala, sem reyndar skoruðu tvö mjög fín snertimörk. Frakkar sigruðu "Veils", á síðustu mínútu og Írar rétt mörðu sigur á Englendingum.

Ég vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og ég við að horfa á leikina, ef þið fenguð tækifæri til þess.

3/12/05 19:00

Jóakim Aðalönd

Rugby er rosalega flott íthrótt og ollu betri en ameríska lágmenningin. Gaman vaeri ad fá útlistun á reglunum frá thér Krókur.

3/12/05 19:00

Hakuchi

Mér hefur löngum þótt þessi íþrótt athyglisverð. Ljósárunum betri en gunguútgáfa kanans og án nokkurs vafa skrilljón sinnum skemmtilegri en þessi ömurlegi fótbolti.

Krókur:
  • Fæðing hér: 8/6/05 14:20
  • Síðast á ferli: 15/11/15 19:21
  • Innlegg: 37
Eðli:
Afar friðsamur og helst til feiminn. Á erfitt með að skilja af hverju fólk er alltaf að rífast en hefur samt gaman af að rífast sjálfur.
Fræðasvið:
Er þeirrar skoðunnar að "Hve mörg köst þarf til að ná 6 sexum?" sé í rauninni dulbúinn krikketleikur hér á Baggalúti.
Æviágrip:
Heyrst hefur að foreldrar mínir hafa verið sannir Sálin hans Jóns míns aðdáendur, en það eru getgátur einar. Eftir langt og strangt uppeldi í Windows höllinni, hef ég um alllangt skeið verið fyrirliði Sörrei krikketliðsins ásamt þess að vera konuglengur pólóþjálfari og rúðuþurrka.