— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Saga - 5/12/06
Konur hlustið og hlýðið!

Ég ætla að segja ykkur frá miður skemmtilegu atviki sem ég lenti í fyrir u.þ.b. ári síðan. Ég átti góða vinkonu sem nánast hélt til hjá mér og það var hið besta mál þar til dag einn að hún tilkynnti mér að nú ætli hún að skreppa til karlmanns nokkurs sem geti uppfyllt þarfir hennar sem sérfræðingur betur en ég. Síðan mætti ég búast við henni eftir nokkra klukkutíma aftur alsælli á sál og líkama.
þá gerir þú það væna mín en veldu þér þá annan næturstað. Hva? Ég kem hingað! Eftir 10 tíma er bjöllunni hringt og inn slangrar vinkonan, út úr dópuð og rugluð.
Þvoglumælt lýsti hún því hve æðislegur þessi maður væri og sá kunni sko til verka. Ég lét sem ekkert væri þó á suðumarki væri. Vinkonan sofnaði með sælubros á vör en ég vakti með fýlusvip on my face.
Þegar fíflið vaknaði hófust viðbjóðslegar lýsingar hennar á þeim snilldartöktum sem hann sýndi og hvernig hann beitti helvíts rörinu. þegar mér skyldist að það hefði nánast dansað tangó inni í henni þá fékk ég nóg og bað hana að koma sér út af mínu heimili.
EN ÞETTA VAR KONA OG HÚN HVORKI HLUSTAÐI NÉ HLÝDDi.
Ég hlaut 20 mán. dóm fyrir allmörgum árum fyrir að berja mann illa og fólskulega en nú var mér andskotans sama um það,
ég setti músíkina í botn og án umhugsunar byrjuðu barsmíðarnar.
Ekki veit ég hve mörg högg mín voru en helvítis veinin í henni yfirgnæfðu músíkina sem hljómuðu um allt hús og ég vissi ekki fyrr en lögreglan veður inn í íbúðina og spyr hvað sé í gangi. Kemur þá ekki helvítis fíflið vaðandi hálfnakin út úr svefnherberginu með glóðaraugu á báðum, stokkbólgin og blá og marin í andliti og á líkama.
Þegar mér varð svo litið framan í löggurnar sem nálguðust óðum, hrópaði ég að þetta væri henni að kenna, ég hefði varað hana við en hún vildi ekki hlusta og hún væri ekkert of góð til að taka afleiðingunum.
Löggan hlustaði ekki á rök mín og réðist á mig með ofbeldi, spörkum og barsmíðum. Mér var skellt í járn og leiðin lá á lögreglustöðina með mig en hana fluttu þeir í öðrum bíl á Slysó.
Ég neitaði að segja orð nema með lögfræðing viðstaddan og þökk sé honum að mér var sleppt um kvöldið. Vinkonan heimsótti mig tveimur mánuðum síðar og það var allt annað að sjá hana. Fitusogið hafði tekist vel og andlitsstrekkingin gerði hana tuttugu árum yngri. Ég hafði lokið við að smíða barinn og bauð þessari elsku upp á glas. En hvernig dettur konu í hug að ætla að slappa af heima hjá mér eftir svona aðgerð þegar ég er á fullu í mínum barsmíðum? En djöfull fannst mér ógeðslegt þegar hún lýsti fyrir mér hvernig þetta er gert og aftur fékk ég að hlusta á hvernig hann þræddi þetta fitu-sugurör um kvið hennar og læri.

   (7 af 38)  
5/12/06 06:00

Offari

Ertu til í að koma í heimsókn til mín og taka að þér barsmíðararnar á mínu heimili?

5/12/06 06:00

Vímus

Já ef engin kerling verður nærstödd.

5/12/06 06:00

hvurslags

Hvaða viðbjóðs félagsrit er þetta?

5/12/06 06:00

Grágrímur

Ekki viss en mér líkar það engan veginn...

5/12/06 06:01

Dula

Ég er næst, það má alveg skella mér undir einhvern kall útí bæ takk, sérstaklega ef það kostar offjár og ég verð drop dead gorgeus á eftir.

5/12/06 06:01

Vímus

En þú gistir ekki hjá mér á eftir veinandi af sársauka svo nágrannarnir haldi að ég sé að misþyrma þér Dúllan mín!

5/12/06 06:01

feministi

Oj bara, þetta er hræðileg saga. Það ætti að taka helvítis rörið, stífla það, brjóta og begja. Og umgengst þú svona konur Vímus minn?

5/12/06 06:01

Vímus

Fyrir þetta borgaði konan 600 þúsund og ég verð að viðurkenna að ég umgengst með glöðu geði konur sem hafa efni á því.
Krossgata sem er alltaf svo yndisleg við mig sagði eins og satt er að ég mætti ekkert aumt sjá. Öðruvísi en stíga á það.

5/12/06 06:01

Heiðglyrnir

Grallaraspói hmmm, meina pói.

5/12/06 06:01

krossgata

Hvað varstu að berja Vímus minn? Húsgögnin í stofunni?

5/12/06 06:01

Vímus

Krossa mínn ég var að segja það
BAR= BARSMÍÐAR:

5/12/06 06:01

Vímus

Þeir sem ekki skilja orðið barsmíðar ættu að hraða sér beinustu leið á lögreglustöðina og sækja um vinnu þar.
Þá vantar alltaf fólk. Ég tala nú ekki um þá sem uppfylla þessi skilyrði.

5/12/06 06:01

Hakuchi

Þetta var sniðug saga.

5/12/06 06:01

Billi bilaði

Hvað hefur þú við bar að gera? Þú ert alltaf hérna á Gestapó. Hefur þú eitthvað á móti Kaffi Blút?

5/12/06 06:01

Isak Dinesen

Bráðsnjallt!

5/12/06 06:01

Amma-Kúreki

Verð ég ekki að senda þér bar 8 kveðju
úr því að ég asnaðist hingað inn til lestrar

5/12/06 06:01

Lopi

Hehe. Snilldarsaga!

5/12/06 06:01

krossgata

Já, auðvitað, en svona snemma á sunnudegi er svo djúpt á fattaranum. Ég var alla vega búin að ná því að þú varst að berja saman húsgagn.
[Andvarpar af gleði að vera búin að grafa niður á fattarann]

5/12/06 06:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Snildarsaga . Tvímælalaust tvíræð og kanski örlítið torskilin, við fyrstu sýn , ekki minst fyrir þá sem eyða blóma lífsins í skugga Kínverska múrsins. Þess má einnig geta að höfundur verksins hefur sóað bestu árunum
í Bjúrókratískum frumskógi Svíaríkis . Að þessi snillingur hafi losnað þaðan nokkurnveginn heill
geði er ekkert annað enn kraftaverk. Skál !

5/12/06 06:01

Vladimir Fuckov

Vjer vorum óvenju lengi að átta oss fullkomlega á hvað var um að vera - mjög skemmtilegt. Skál !

5/12/06 06:02

Vímus

Ég þakka ykkur fyrir skemmtileg viðbrögð.
Ég hafði þetta viljandi dálítið tormelt ja kannske smá gátu. Mér þykir verst að vita ekki hve margir hafa fengið ógeð á lestrinum og hætt við og þannig misst af því að ekkert ofbeldi var þarna á ferð.

5/12/06 06:02

Anna Panna

Ha ha, ég las til enda og hafði gaman af! Enda veit ég að Vímus myndi aldrei stunda barsmíðar í annarri merkingu...

5/12/06 06:02

Rattati

GÓÐUR!!!

5/12/06 06:02

Herbjörn Hafralóns

Mér fannst þetta heldur óhugnanlegt við fyrsta lestur en nú þegar ég hef lesið söguna aftur, sé ég að hún er bara þrælsniðug.

5/12/06 06:02

Þarfagreinir

Já, þetta leynir á sér. Í fyrstu hélt ég að hann Vímus væri ekki alveg á réttu lyfjunum í dag.

5/12/06 06:02

krumpa

Flott saga -

5/12/06 07:00

Vímus

Að sjálfsögðu eru allir sem vímuefni geta valdið velkomnir á barinn og apótekið.
Ath. Áfengi er líka vímuefni og við grænmetisfíkla vil ég bara segja að dalurinn er grasi gróinn.

5/12/06 07:00

Carrie

Þetta er mjög flott saga. Ég varð nú frekar örg þegar ég las fyrri hluta hennar en þegar leið á frásögnina mildaðist ég og skellti loks upp úr. Þú ert sniðugur Pói.

Ég hef miklar skoðanir á fitusogi en ætla ekki að tjá þær hér enda eru þær ekkert annað en skoðanir.

5/12/06 07:00

Kargur

Þetta var góð saga.

5/12/06 07:00

Grágrímur

ég skildi hana loxins eftir þriðja lestur... vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið út öllum áttum fyrst...

5/12/06 07:00

Gaz

Stór skemtilegur orðaleikur! Skál!

5/12/06 07:00

hvurslags

[roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið] fyrirgefðu Vímus minn, nú hef ég kannski hlaupið á mig. Það er bara seinn í mér fattarinn.

5/12/06 07:01

Vímus

Það var nú meiningin með þessu en getum við ekki verið sammála um að nú séu bara friðsamir bardagar framundan?

5/12/06 07:01

Gvendur Skrítni

Snilldarlega skrifað.

5/12/06 07:01

Jóakim Aðalönd

Þú ert snillingur! Skál og prump!

5/12/06 07:01

Galdrameistarinn

Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að stunda barsmíðar.

5/12/06 07:02

krossgata

Það verða samt vonandi nokkrir góðir bardagar eftir þær.

5/12/06 08:01

B. Ewing

Aldrei að vita nema að mig vanti að láta smíða bar einhverntíman.

5/12/06 08:02

Blástakkur

Á síðan ekki bara að dúsa við barinn?

5/12/06 08:02

Billi bilaði

Er Vímus genginn í Bardóm?

5/12/06 08:02

Carrie

Fjólublátt ljós við barinn [Syngur hástöfum]

5/12/06 08:02

Vímus

Jú Blástakkur, það kallast að bardúsa og það gera aðeins bar-rónar eins og ég.

5/12/06 09:01

Grágrítið

Varst það kanski þú Vímus sem ég heyrði af fyrir nokkru... Eitthver kelling var að rífa kjaft við mann og hann tók sig til, fleigði henni uppá húddið á bílnum sínum og rassskellti hana. Snillingur. Hann á skilið Thule.

5/12/06 09:02

Regína

Grágrýtið hefur ekki fattað söguna.
Hún er stórskemmtileg!

5/12/06 09:02

Mjási

Rassskelltann hana kanski með pungnum?

5/12/06 10:00

Vímus

Gott ef það var ekki meistari Mjási sem sagði frá því að honum hefði farið stórlega fram í íslensku hér á Baggalút. Það er nefnilega málið! Ég kunni ákaflega lítið í kveðskap þegar ég birtist hér, rífandi kjaft að venju en mér hefur líka farið stórlega fram á því sviði. (Þ.e.a.s. kveðskapnum.)
Kjafturinn var til staðar. Hins vegar er tilfinning mín fyrir okkar æðislega máli mun meiri og það er endalaust hægt að finna nýjar merkingar í orðum og setningum. Uppáhalds skot mitt er þó þegar ég spurði mann sem sagður var mikil kynlífsbolti í fjárhúsum hvort það væri virkilega rétt að hann hefði verið ákærður fyrir fjárdrátt?
Fyrir vikið verður íslenskan mér ótrúlega mikils virði. ( Ég er ekki að tala um nastí skot mitt heldur þetta fágæta , ágæta mál sem ég er að smábæta og kannske 500 þús jarðarbúar kunna.
Við erum fyrir vikið mjög spes.

5/12/06 10:01

Regína

Það er þá ekki bara ég sem hef lært yrkingar hér á Baggalút.

5/12/06 10:02

Barbapabbi

Lítið um barlóm yfir þessu ágæta félagsriti um barsmíðar. Megi þú njóta margra góðra bardaga við virkið. Skál með þessu ágæta máli og íþví!

5/12/06 11:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mögnuð lesning, aðþvíervirðist undir áhrifum frá s.k. ´barbarisma´.
Velheppnað rit – skemmtilegt & upphristandi.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir