— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Isak Dinesen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/05
Ljóð

Ég færi ykkur fagurt ljóð
er festi hérna stafi
sem mynda blíðan aftannóð,
á enginn leikur vafi
að veglegt snilldarverk ég unnið hafi

En fyrst af öllu þarf ég þó
að þakka mömmu og pabba
Borís Yeltsin, Brundtland (Gró)
og Bjössa (þeim í ABBA)
- síðast, þó ei síst, þeim Óla og Dabba

   (16 af 42)  
5/12/05 10:00

Hakuchi

Ég gagnrýni þetta ljóð og felli dóm um það. Inntak þess hefur efnivið og eru stafir í því sem mynda orð.

5/12/05 10:00

Ugla

Sniðugur strákur!

5/12/05 10:01

Pluralus W

Ef það er ekki skemmtilegt að lesa svona ljóð, þá veit ég ekki hvað!

5/12/05 10:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sálmur þessi er hreint fyrirtak - sem hérmeð vottast.

5/12/05 13:00

Jóakim Aðalönd

Ljómandi.

Isak Dinesen:
  • Fæðing hér: 15/3/05 17:21
  • Síðast á ferli: 9/6/14 14:10
  • Innlegg: 1593
Eðli:
(Það skal árétt að þetta er athvarf Isaks Dinesens hins íslenska.)

Heldur að hann viti að hann viti ekkert.

Lærisveinn Þorgríms Þráinssonar.

Uppáhalds tónlistarmenn: Sara Vohan og Dissy Gelle-Spy.
Fræðasvið:
Lesblinda og einkirningasótt.
Æviágrip:
Lifir eins og hann mun deyja - stífur.