Útgáfubćkur
Jónína Benediktsdóttir

Ţessi óborganlega barnabók, sem nú loksins er aftur fáanleg, fjallar um tvíburana Jón Gerald og Jón Ásgeir sem búa í blokk í Reykjavík ásamt mömmu sinni og pabba, Jóni Steinari litla bróđur sínum og Davíđ, unglingaveikri hálfsystur sinni. Á heimilinu er einnig barnfóstran Kjartan ađ ógleymdum Stymma dreka.

Sagan segir á galsafullan hátt frá daglegu lífi drengjanna, en rauđi ţráđurinn er deilur brćđranna um dót og nammi, sem Jón Ásgeir er gjarn á ađ taka af Jóni Gerald.

Jónína Ben. fćddist í Reykjavík áriđ 1921 og hefur áunniđ sér virđingu og ađdáun ţjóđarinnar međ skrifum sínum fyrir börn. Nćgir ţar ađ nefna bćkur á borđ viđ Jói rotta, Litli, ljóti grísinn og Bónusvarúlfarnir.

Leiđbeinandi verđ: Eftir samkomulagi.
Brot:
14 kapítuli

"Jón Ásgeir - ekki taka bátinn af bróđur ţínum!" sagđi Kjartan hvass og lagđi hendur ógnandi á mjađmir.
Jón Ásgeir rak út úr sér tunguna framan í bróđur sinn og sönglađi: "Nananana búbú - getur ekki náđonum!"
Aumingja Jón Gerald fór ađ skćla og Stymmi dreki, sem ekkert aumt mátti sjá, klappađi honum á kollinn og sagđi hughreystandi:
"Jón Gerald minn, ekki skćla vinur, ég nć af honum bátnum fyrir ţig - hérna fáđu ţér sleikjó".
Stymmi dreki dró upp úr vasanum bláröndóttan sleikibrjóstsykur og rétti Jóni Gerald.
"Ég á hann!" - orgađi Jón Ásgeir um leiđ og hann hrifsađi brjóstsykurinn af bróđur sínum og stakk honum glottandi upp í sig.

Um leiđ opnuđust dyrnar ađ herbergi Davíđs systur og út gćgđist úfinn, svefndrukkinn kollur hennar.
"Er ekki hćgt ađ ţagga niđur í ţessum krakkaormum?" Skrćkti hún og horfđi međ vanţóknun á tvíburana.
"Égmeinađa."
Og svo skellti hún aftur hurđinni.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA