— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/03
Útlitsfríkkun

Ég fór í þessa fínu lýtaaðgerð í dag. Lét breyta þessari Sveins Björnssonar ásýnd sem ég hafði. Fannst það óvirðing að líta út eins og hann þegar núna eru liðnir sex áratugir frá því að hann sagði ,,Vér mótmælum allir!" og var í kjölfarið krýndur keisari Íslands. Eða var þetta einhvern veginn öðruvísi? Ég man það ekki, deyfilyfin frá lýtalækninum eru ekki enn hætt að virka. Smávegis kæruleysislyf með morfíni og ákavíti í litlum skotglösum. Kokteill sem ég kýs að kalla "Græna hanann". Seisei já.

En hvað um það. Ég hef endurholdgast og endurfæðst og hvaðeina. Líður eins og nýjum manni, þó að undir slái hægt og leiðinlegt hjart bjúrókratísks nefndarmálaráðherra.

Vil ég þakka öllum sem hafa stutt mig í gegnum þetta og minni á að söfnunarsíminn er ´800 RUGL´...

   (18 af 22)  
Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.